- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Oddviti óskaði eftir því að bæta við tveimur málum á dagskrá og var það samþykkt
Árnesi, 16 september, 2020
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202009-0002
47. sveitarstjórnarfundur 16. 09. 2020
1. Ársþing SASS 2020
Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS, dagsett 7. september 2020 um boð á ársþing SASS, 29. og 30. október 2020. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands (HSL) og Sorpstöðvar Suðurlands (SOS).
Skeiða- og Gnúpverjahreppur á 3 fulltrúa á ársþing SASS, en á aðalfund SOS er aðeins tilnefndur 1 fulltrúi fyrir hvern eignaraðila.
Tilnefnd á ársþing og aðalfund SASS og aðalfundi HSL eru: Björgvin Skafti Bjarnason, Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Einar Bjarnason sem aðalmenn og Ingvar Hjálmarsson, Matthías Bjarnason og Anna Kr. Ásmundsdóttir sem varamenn.
Tilnefndur á aðalfund SOS er: Björgvin Skafti Bjarnason, til vara Einar Bjarnason.
2. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Lagt var fyrir bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL), dagsett 7. september 2020 varðandi aðalfund HSL 30. október 2020. Tillögur aðalfundarfulltrúa til aðalfundar þurfa að berast framvæmdastjóra HSL fyrir 12. október næstkomandi.
Fulltrúar á aðalfund HSL eru tilgreindír í dagskrárlið 1.
3. Stafrænn faghópur SASS
Lagt fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett, 6. ágúst 2020 um tilnefningu fulltrúa landshlutasamtaka í stafrænt ráð sveitarfélaga.
Stafrænt ráð skipað fulltrúum landshluta er að norskri fyrirmynd og á að vera ráðgefandi um stefnumótun og ákvarðanatöku Sambandsins um samstarf sveitarfélaga í stafrænum málum og hagsmunagæslu þess gagnvart ríki og birgjum.
Tilnefna á fulltrúa úr hópi framkvæmdastjóra sveitarfélaga eða kjörinna fulltrúa í hverjum landshluta.
Meðfylgjandi bréfinu er erindisbréf fyrir stafrænan faghóp SASS, dagsett 11. september 2020.
Skafti tilnefndi Bjarna H. Ásbjörnsson sem fulltrúa í stafrænan faghóp.
Það var samþykkt.
4. Jafnréttisstefna
Lögð var fyrir jafnréttisstefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2020 - 2022, sem fjallar um jafna stöðu allra kynja hjá sveitarfélaginu, þar á meðal jafnlaunastefnu sem er grunnur jafnlaunavottunar sem fram fer í næsta mánuði.
Jafnframt var lögð fram staðfesting Jafnréttisstofu, dagsett 14. september 2020 á jafnréttisstefnunni og aðgerðar- og framkvæmdaáætlun hennar.
Ennfremur var lögð fram tillaga að skipuriti sveitarfélagsins, sem er hluti af gögnum sem þurfa að liggja fyrir fyrir jafnlaunavottun.
Jafnréttisstefnan og skipuritið voru samþykkt án mótatkvæða.
5. Kæra frá Landsvirkjun til Yfirskattanefndar
Lagt var fyrir bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 28. ágúst 2020 þar sem greint er frá því að nefndinni hafi borist kæra, dagsett 24. ágúst 2020, frá LEX ehf fyrir hönd Landsvirkjunar varðandi fasteignamat á skrifstofu- og starfsmannahúsi að Búrfellsvirkjun, Skeljastöðum.
Nefndin óskaði eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi kæruna.
Umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til nefndarinnar, dagsett 11. september 2020, var lögð fram til kynningar sem Unnur Hermannsdóttir, lögmaður, fyrir hönd Ívars Pálssonar, lögmanns hjá Landslögum vann fyrir sveitarfélagið og leggur fram við Yfirfasteignamatsnefnd.
Lagt fram til kynningar.
6. 201 fundur skipulagsnefndar
Lögð var fram fundargerð 201. fundar Skipulagsnefndar, dagsett 9. september 2020.
23. Sæluvellir (áður Réttarholt land) L189447; Sælugrund, Leiti; Verslunar- og þjónustulóðir_landbúnaðarland; Deiliskipulag - 1711033
Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna deiliskipulags fyrir Sæluvelli, Sælugrund og Leiti. Í skipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulaga Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Nefndin mælist til þess að gögn verði uppfærð m.t.t. reglna um skráningu staðfanga.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24. Breiðanes L166542; Hólmabakki; Stofnun lóðar - 1907024
Lögð er fram umsókn Gunnhildar Loftsdóttur um stofnun landeignar úr jörðinni Breiðanes L166542 sem fengi nafnið Hólmabakki. Skiptingin er eftir áveituskurði frá 1923 og landsvæðið sem um ræðir er um 118 ha í heild og þar af eru um 85 ha "meginland" og hólmar skv. meðfylgjandi lóðablaði. Þjórsá þekur mikinn hluta landsins. Í rökstuðningi fyrir nafninu Hólmabakki kemur fram að á bökkum Þjórsár þar sem hún fellur um Murneyrarkvísl meðfram landinu eru örnefnin Efrihólmi og Syðrihólmi. Enginn eiginlegur vegur liggur að landinu en aðkoman að því er um gamlan slóða sem sagður er liggja Breiðanesmegin við landamerkjagirðingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins né heitið og mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki stofnunina með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa, samþykki viðkomandi eigenda um kvöð um aðkomu að landinu og samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu þar sem við á sem og fyrirvara um umsögn sveitarfélags Rangárþings Ytra þar sem landið liggur upp að sveitarfélagsmörkum þess. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir stofnun landeignarinnar með fyrirvara um lagfæringar á gögnum, samþykki eigenda um kvöð um aðkomu að landinu og samþykki aðliggjandi landeigenda.
25. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal Deiliskipulag - 1511004
Lagt er fram að nýju deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Þjórsárdal. Málið var tekið fyrir í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eftir afgreiðslu skipulagsnefndar þann 8.4.2020. Málið var samþykkt að hálfu sveitarfélagsins en var sent skipulagnefnd UTU aftur til frekari afgreiðslu.
Skipulagsnefnd UTU ítrekar fyrri bókun vegna málsins og mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að tillagan verði samþykkt og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010þ
7. Afgreiðsla byggingafulltrúa 20 - 126
Lögð var fyrir fundargerð yfir afgreiðslur byggingafulltrúa nr. 20-126, dagsett 2. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. 13. fundur Afréttamálanefndar
Lögð var fram 13. fundargerð Afréttamálanefndar, dagsett 20. ágúst 2020 ásamt fjárhagsáætlun fjallskila.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar og fjárhagsáætlunin var samþykkt af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
9. 12. fundur skólanefndar Flúðaskóla
Lögð fram fundargerð 12. fundar skólanefndar Flúðaskóla, dagsett 2. september 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
10. 16. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Lögð fram fundargerð 16. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, dagsett 9. september 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
11. 8. fundur byggingarnefndar Búðarstígs 22
Lögð fram fundargerð 8. fundar bygginganefndar um framkvæmdir að Búðarstíg 22. dagsett 9. september 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
12. Aðalfundargerð Túns Vottunarstofu 2020 Ársskýrsla. og reikninmgar 2019
Lögð var fram fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns, dagsett 26. ágúst 2020 ásamt ársskýrslu og ársreikningi 2019.
Fundargerðin, ársskýrslan og ársreikningur 2019 voru lögð fram til kynningar.
13. Svæðisskipulag Suðurhálendis 1 og 2 fundur
Lögð var fram fundargerð 1. fundar um svæðisskipulag Suðurhálendisins, dagsett 30. júní 2020 og fundargerð 2. fundar um svæðisskipulag Suðurhálendisins, dagsett 1. september 2020.
Fundargerðirnar voru ræddar og staðfestar.
14. 886. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð var fram fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. ágúst 2020.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
15. Verkefnið Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Lagt var fyrir kynningarbréf frá Margréti Blöndal, verkefnisstjóra yfir verkefninu Sinfóníuhljómsveit Suðurlands sem hefur það að markmiði að byggja upp starfsemi klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi.
Bréfið var lagt fram og kynnt.
16. Önnur mál
a. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
b. Ósk um samning um leikskólavist.
Lögð var fram ósk um það að Skeiða- og Gnúpverjahreppur geri samning um leikskólavist utan sveitarfélagsins í ágúst og september.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að gera samning um greiðslu kostnaðar vegna septembermánaðar en ekki vegna ágústmánaðar þar sem erindið barst of seint.
Fundi slitið kl. 18:00. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 30. september. kl 16:00. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: