- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Ingvar Hjálmarsson og Anna Sigríður lögðu fram athugasemd um að fundargerð 197. fundar skipulagsnefndar hefði ekki verið sett á dagskrá fundarins. Sveitarstjóri óskaði eftir að þremur málum yrði bætt á dagskrá: Umsókn um lóðina Heiðargerði 5, Umsögn um tækifærisleyfi á Flötum 17. Umboð vegna kaupa á Bugðugerði 9B. Var það samþykkt samhljóða
Árnesi, 1 júlí, 2020
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202006-0003
43. sveitarstjórnarfundur
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
Vigfús Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Jóhannes Símonarson skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita mættu til fundarins. Þeir sögðu frá verkefnum sviðsins og umfangi.
Í ljósi slæmrar afkomu rekstrar í Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2019 verður ekki komist hjá því að grípa til sparnaðaraðgerða.
Sveitarstjórn samþykkir taka ofangreind atriði til skoðunar.
3. Endurskipulagning þjónustustöðvar. Sveitarstjórn samþykkir að endurskipuleggja starfsemi þjónustustöðvar/áhaldahúss Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Hagræðing í rekstri sveitarfélagsins er óhjákvæmileg. Vísast þar ekki síst til þess að umtalsverður taprekstur var á rekstrinum á árinu 2019 og mikil óvissa er um afkomu ársins 2020. Endurskipulagning þjónustustöðvar er liður í þeirri hagræðingu. Þess ber að geta að kostnaður við þjónustustöð hækkaði um 80 % milli áranna 2018 og 2019. Ekki verður séð að sú kostnaðarhækkun skili sér með þeim hætti, er ætla mætti. Allir kostnaðarliðir þjónustustöðvar verða teknir til skoðunar með hagræðingu að markmiði. Þegar hefur verið horft til launakostnaðar í því skyni. Starfandi sveitarstjóra er falið að greina fleiri möguleika varðandi endurskipulagningu og hagræðingu þjónustustöðvar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja niður starf forstöðumanns þjónustustöðvar, jafnframt er samþykkt að fela starfandi sveitarstjóra að segja viðkomandi starfmanni upp störfum frá og með 31. Júlí 2020.
5. Prókúra starfandi sveitarstjóra
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að Bjarni Hlynur Ásbjörnsson kt. 140562-4329 starfandi sveitarstjóri frá 3. júlí til 1. október 2020 fari með prókúru sveitarfélagsins á áðurnefndu tímabili samanber 44. grein samþykkta um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 2013. Jafnframt er samþykkt að Bjarni Hlynur fari með önnur hlutverk sem getið er í sömu grein áðurnefndra samþykkta.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að prókúra Kristófers Tómassonar kt 060865-5909 falli niður á umræddu tímabili.
Bjarni Hlynur vék af fundi undir þessum lið. Björgvin Skafti, Einar og Matthías samþykktu. Ingvar og Anna Sigríður sátu hjá.
6. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020.
Þkr |
Málaflokkur |
Upphafleg áætlun |
Viðauki |
áætlun með viðauka |
0 |
Jöfnunarsjóður |
-90.182 |
11.363 |
-78.819 |
Deild 10 - Lykill 110 - kr. 11.363.000 |
||||
2 |
Félagþjónusta |
39.710 |
6.046 |
45.756 |
Deild 251 - Lykill 3790 - kr. 6.046.000 |
||||
3 |
Heilbrigðismál |
968 |
1.500 |
2.468 |
Deild 322 - Lykill 4990 - kr. 1.500.000 |
||||
5 |
Menningarmál |
35.759 |
600 |
36.359 |
Deild 541 - Lykill 3790 - kr. 600.000 |
||||
6 |
Æskulýðsmál |
36.677 |
500 |
37.177 |
Deild 621 - Lykill 3790 - kr. 500.000 |
||||
9 |
Skipulagsmál og byggingareftirlit |
15.782 |
2.250 |
18.032 |
Deild 911 - Lykill 2021 - kr. 1.720.000 |
||||
Deild 922 - Lykill 3322 - kr. 530.000 |
||||
10 |
Umferðar- samgöngumál |
23.335 |
1.100 |
24.435 |
Deild 1060 - Lykill 3791 - kr. 1.000.000 |
||||
Deild 1081 - Lykill 4111 - kr. 100.000 |
||||
11 |
Umhverfismál |
3.484 |
50 |
3.534 |
Deild 1140 - Lykill 2923 |
||||
13 |
Atvinnumál |
11.748 |
1.150 |
12.898 |
Deild 1301 - Lykill 3711 - kr. 150.000 |
||||
Deild 1305 - Lykill 4140 - kr. 500.000 |
||||
Deild 1327 - Lykill 390 - kr. 300.000 |
||||
Deild 1327 - Lykill 3790 - kr. 200.000 |
||||
21 |
Sameiginlegur kostnaður |
86.623 |
12.890 |
99.513 |
Deild 2140 - Lykill 1010 - kr. 8.100.000 |
||||
Deild 2140 - Lykill 3310 kr. 2.000.000 |
||||
Deild 2140 - Lykill 3393 - kr. 2.790.000 |
||||
Samtals: |
Aukning útgjalda |
37.449 |
Sveitarstjóri lagði fram eftirgreindan viðauka við fjárhagsáætlun. Voru þeir unnir af sveitarstjóra og starfandi sveitarstjóra
Auk þess lagður fram viðauki við fjárfestingaáætlun
Þkr |
Upphafleg áætlun |
Viðauki |
áætlun m viðauka |
Eignarsjóður Brautarholt |
12.000 |
-11.000 |
1.000 |
Gatnagerð og vegir |
30.000 |
-11.000 |
19.000 |
Fjallaskálar |
1.000 |
|
1.000 |
Leiguíbúðir |
38.000 |
11.900 |
49.900 |
Vatnsveita |
|
3.000 |
3.000 |
Samtals fjárfesitngar | 81.000 | -7.100 |
73.900 |
Auknum útgjöldum veðri mætt með lántökum. Viðaukar samþykktir samhljóða
7. Ársreikningur 2019. Útskýringar sveitarstjóra.
Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019- Umfjöllun og útskýringar
Sú staðreynd blasir við að umtalsvert tap varð á rekstri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á árinu 2019, eða 36,5 milljónir króna. Afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði er samt jákvæð um 1,7 mkr.Eins og við er að búast eru það mikil vonbrigði. Vart hefur orðið við gagnrýni vegna þess. Árið 2018 var sérdeilis hagstætt og umskiptin því mikil
Undirritaður hefur gegnt starfi sveitarstjóra síðastliðin átta ár. Ef litið er til afkomu áranna 2012 – 2018 er samanlagður hagnaður sveitarfélagsins 220 milljónir króna, eða um 31 milljón króna á ári að meðaltali. Ef tekið er tillit til tapsins á síðasta ári er meðaltalshagnaður áranna 2012- 2019 26,3 mkr. Einu sinni áður í minni tíð var tap á rekstrinum, það var árið 2015 um 12,9 mkr. Ég vil meina þessi ár sem um er rætt hafi verið ár framfara í Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Reksturinn snýst um þjónustu við íbúana og lít ég svo á að hér sé þjónustan á háu stigi. Þeim fjármunum sem reksturinn hefur skilað hefur verið varið til fjárfestinga í innviðum. Viðhaldi eigna hefur verið gerð góð skil. Málaflokkar sveitarfélagsins taka mikið fjármagns til sín. Það hefur verið mikill stígandi í kostnaði síðustu árin. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi orðið þessi á síðasta ári þá er eignastaða sveitarfélagsins sterk. Bókfært eigið fé þess nemur 726 milljónum króna. Heildareignir nema rétt rúmum milljarði.
Ef litið er til helstu ástæðna verri afkomu á síðasta ári í samanburði við árið 2018, og frávika frá fjárhagsáætlun, þá er þess fyrst að geta að mikill samdráttur varð í tekjum sveitarfélagsins á síðasta ári. Hann nam samtals 82,2 mkr
Búist var við að útsvarstekjur myndu lækka, þar sem gert var ráð fyrir fækkun vel borgandi íbúa. Lækkunin varð meiri en ætlað var. Endanlegar tölur um útsvar lágu ekki fyrir fyrr en um mánaðamót janúar- febrúar 2020. Fasteignaskattur varð lægri vegna þess að fullnaðarúttekt á Búrfelli 2 lauk síðar en ætlað var. Það er frekar erfitt að átta sig á hver niðurstaða verður í framlögum jöfnunarsjóðs á hverjum tíma. Oftar en ekki koma í lok árs viðbætur á framlög, en það gerðist ekki núna. Meginástæða lækkunar kom til vegna mikilla tekna árið áður. Aðrar tekjur, þjónustugjöld og fleira drógust saman samkvæmt því sem búist var við
Mikil hækkun varð í útgjöldum, ýmsar ástæður koma til.
Ef litið er til launakostnaðar þá hækkuðu þau umtalsvert meira ein ætlað var. Er þar hækkun um 23 mkr frá 2018. Greidd laun voru samtals 296 mkr árið 2019. Þar koma fyrst og fremst til hækkanir kjarasamninga. Annar rekstrarkostnaður í heild nam 414,5 mkr. Áætlun gerði ráð fyrir 413,4 mkr. 2018 nam kostnaðurinn 373 mkr. Þar er því um að ræða 40 mkr hækkun.
Í neðangreindri töflu er yfirlit yfir tekjur og málaflokka þar má sjá lækkun tekna og hækkun kostnaðar milli áranna 2018 og 2019
|
2019 |
2018 |
Breyting |
Fasteignaskattur |
252.902 |
234.692 |
- 18.210 |
Útsvar |
309.338 |
350.014 |
40.676 |
Framlag jöfnunarsjóðs |
52.064 |
97.877 |
45.813 |
Aðrar tekjur |
104.734 |
118.736 |
14.002 |
Samtals lækkun tekna |
|
|
82.281 |
1.Félagsþjónusta |
46.130 |
38.801 |
7.329 |
2. Fræðslumál (skólar og leikskóli) |
344.509 |
316.871 |
27.638 |
3.Menningarmál (félagsheimili, bókasafn hátíðahöld |
42.328 |
30.240 |
12.088 |
4.Æskulýðs- og íþróttamál- íþróttamál-styrkir v íþr |
39.503 |
37.015 |
2.488 |
5. Brunamál og almannavarnir- |
18.287 |
18.846 |
- 559 |
6. Hreinlætismál - sorpþjónusta |
29.524 |
7.839 |
21.685 |
7.Skipulags- og byggingamál |
16.551 |
13.540 |
3.011 |
8. Umferðar- og samgöngumál |
20.346 |
14.568 |
5.778 |
9.Umhverfismál |
4.787 |
5.548 |
- 761 |
10.Atvinnumál |
15.075 |
10.871 |
4.204 |
10.Sameiginlegur kostnaður - skrifstofa- sveitarstjórn- samningar og fl |
94.758 |
86.335 |
8.423 |
Samtals |
671.798 |
580.474 |
91.324 |
3. Eitt mál ber að nefna sérstaklega, í liðnum menningarmál, 8,5 mkr leigugreiðsla fyrir félagsheimilið Árnes til Landsvirkjunar samkvæmt samningi. Sveitarstjóri gerði þau mistök að líta svo á að síðasta ár samningsins væri árið 2019 en það reyndist vera árið 2018. Það er lækkun á tekjum um 8,5 mkr. Það munar um þá tölu þegar horft er á niðurstöðu ársreiknings.
6. Eins og sjá má er hækkun kostnaðar við sorpþjónustu að hækka óhugnanlega milli ára. Eða 21,6 mkr. Það helgast aðallega af mjög auknum flutningskostnaði, þar sem sorpinu er nú ekið vestur í Mýrasýslu. Magn sorps hefur verið mikið og talsvert vantar á að flokkun sé með viðunandi hætti. Það kostar sitt.
Þau samlög sem sveitarfélagið á aðild að kosta um 100 milljónir króna og hef ég miklar áhyggjur af því hvað sá kostnaður hefur vaxið mikið á síðustu árum og tel ég þörf á að lagst verði yfir hagræðingarmöguleika í þeim efnum. Þar er átt við til að mynda Umhverfis- og tæknisvið, skóla- og velferðarþjónustu, brunavarnir, byggðasafn og fleira.
Það sem af er þessu ári hefur verið heldur þungt í rekstri og við því að búast að niðurstaða ársins verði ekki eins og best verður á kosið. Það er full þörf á að taka ýmsa rekstrarþætti til skoðunar með lækkun kostnaðar að markmiði. Er það ekki í fyrsta sinn sem sá tónn heyrist frá mér. Eins og bent hefur verið á var það ljóst þegar kom fram á síðasta ár að rekstur þess árs yrði ekki uppá það besta. Ábendingar um að bregðast hefði mátt fyrr við þeim aðstæðum eiga við rök að styðjast.
Undirritaður er þess fullviss að vel takist til við að vinna úr þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri sveitarfélagsins.
8. Fjárhagsmál - sjóðsstreymi - framlenging yfirdráttar
Sveitarstjóri lagði fram sjóðsstreymisáætlun frá 1 júlí 31.12.2020
Framlenging yfirdráttar 01.08.2020 – 31.12. 2020.
Yfirdráttarheimild á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins hefur un nokkurt skeið verið 50.000.000 kr. Heimildin er í gildir til 4. ágúst næstkomandi, hún er nánast fullnýtt. Útgjöld eru öll í skilum. Lítið má út af bregða til að erfiðleikar verði á að standa skil á öllum greiðslum á næstunni. Þess er óskað að sveitarstjóri fáði heimild til að hækka yfirdráttarheimildina í allt að 60.000.000 til 31. október næstkomandi.
Framlenging yfirdráttar og hækkun í 60 mkr frá 2 júlí til 31. 10 2020 samþykkt samhljóða.
9. Félagsþjónusta trúnaðamál- framhald frá fyrri fundum
Oddviti mun greina frá samskiptum við Sigrúnu I Gísladóttur lögmann vegna málsins.
10. Áshildarmýri - Erindi frá Lögmanni vegna kostnaðar- framhald fyrri funda
Lagt var fram svarbréf frá Ívari Pálssyni hrl, til lögmanns til Jóns Ögmundssonar lögmanns eigenda Áshildarmýrar ehf. Dags 30 júní 2020. Þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði skipulagskostnað sem leggja þurfti í til að ákveðins skipulagsmál í Áshildarmýri gætu tekið gildi. Ívar hafnar alfarið kröfum eigenda Áshildarmýrar ehf. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir álit Ívars Pálssonar.
11.Útboð vikurnámur við Búrfell. Oddviti greindi frá gangi mál við útboð vikurnáma við Búrfell. Þrír aðilar sækjast eftir að stunda vikurvinnslu við Búrfell. Alefli ehf, BM Vallá og Jarðefnaiðnaður ehf. Oddviti lagði til að gengið yrði til samninga við Jarðefnaiðnað ehf um vikurnámið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Jarðefnaiðnað þar sem þeir einu sem uppfylltu skilyrði Ríkiskaupa, en Ríkiskaup annast útboðið. Oddvita falið að vinna að samningsgerð um málið og rita undir samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
12. Beiðni um lækkun á leigu Fossár 2020 tímabundið.
Lagt fram erindi frá Guðmundi Atla Ásgeirssyni frá Flying fish Icland, leigutaka Fossár, hann óskar eftir lækkun leigu Fossár um 50 % tíma. Björgvin Skafti, Einar og Matthías samþykktu lækkun leigu Fossár um 30 % og greiðslufrest í tvo mánuði frá því sem gert er ráð fyrir í samningi. Anna Sigríður og Ingvar greiddu atkvæði gegn erindinu.
13. 198. fundur skipulagsnefndar
Áshildarvegur 21a og 21b (áður 21); Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2006045
Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Helgadóttur og Garðari Eggertssyni vegna breytingar á deiliskipulagi að Áshildarvegi. Í breytingunni felst að deiliskipulagi er breytt í takt við núverandi skráningu lóða Áshildarvegar 27 og 29. Við breytingu er staðfangi lóðanna breytt í takt við aðliggjandi lóðir og fá heitin Áshildarvegur 21a og 21b.
Skipulagsnefn UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Umrædd breyting er leiðrétting á skipulagi í takt við núverandi skráningu viðkomandi lóða. Nefndin telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagbreytingu og fái hún málsmeðferð samkv 2 mgr. 43. gr. Skipulagslag nr. 123/2010
Göngu- og reiðbrú við Þjófafoss í Þjórsá; Framkvæmdaleyfi - 2006051
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsvirkun dags.15.júní 2020. Í framkvæmdinni felst gerð göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá um 800 m ofan við Þjófafoss í samræmi við framlagða umsókn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem skilgreind er göngu- reið- og reiðhjólaleið á umræddu svæði.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila útgáfu ofangreint framkvæmdaleyfi vegna göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá. Anna Sigríður sat hjá.
14. Breiðanes - kynning deiliskipulags. Lögð fram og kynnt hugmynd að deiliskipulagi í Breiðanesi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við málið að svo stöddu og vísar málinu til skipulagsnefndar.
15. fundargerð Atvinnumála- og samgöngunefndar 18.06.2020. fundargerð lögð fram og staðfest.
16. 42. fundargerð Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings. fundargerð lögð fram og staðfest.
17. Vallabraut gatnagerð samningur verkfundur. fundargerð lögð fram og staðfest.
18. 17. fundargeð Bergrisans 03.06.2020
19. Stjórnarfundur þjóðveldisbær 2. fundur 12.Júní 2020
20. 77. fundur Stjórnar UTU
21. UTU ársreikningur 2019
22. Atvinnumála og samgöngunefnd Fundargerð 2. fundargerð lögð fram og staðfest.
23. Feitt ehf. Umsókn um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn. Leyfi til tónleikahalds. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
24. Þjórsárbrú Uppkast af samningi LV og Sveins Sigurjónssonar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samninginn.
25. 885. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
26. Fundargerð FÁÁ 23. júní 2020
27. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa 20 -121
28. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20 - 123
29. Félagsmiðstöðin Zero
30. Dómsmálaráðuneytið - greiðsla kostnaðar vegna forsetakosninga
31. Umsókn um lóð Heiðargerði 5. Lögð var fram umsókn Gests Einarssonar um lóðina Heiðargerði 5. Umsókn samþykkt. Sveitarstjóra falið að undirbúa lóðarleigusamning.
32. Umsókn um rekstrarleyfi á Flötum 17. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.
33. Umboð til undirskriftar Sveitarstjóri lagði fram beiðni um umboð til undirritunar vegna kaupa á íbúðinni Bugðugerði 9B. Vísað er til þess að sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. apríl 2019 að kaupa tvær íbúðir. Annars vegar Bugðugerði 9B og Vallarbraut 9. Framlagaðir kaupsamningar og afsöl samþykkt og sveitarstjóra Kristófer Tómassyni kt. 060865-5909 falið að skrifa undir skjölin fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl. 19:40. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 12. ágúst kl 16.00. í Árnesi
Gögn og fylgiskjöl: