Sveitarstjórn

41. fundur 27. maí 2020 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
  • Einar Bjarnason ritað fundargerð í fjarveru Kristófers Tómassonar sveitarstjóra sem forfallaðist vegna veikinda
  • Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið
  • svo reyndist ekki vera

Árnesi, 27 maí, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202005-0007

41. sveitarstjórnarfundur 20.05.2020.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Ársreikningur SKOGN 2019 fyrri umræða

Auðunn Guðjónsson frá KPMG fór yfir ársreikning og skýrslu endurskoðanda. Stefnt er að 2. umræðu eftir viku, 3. júní.  Vinna við endurskoðun hefur tafist nokkuð vegna Covit 19.

Tekið verður tillit til að áhrif Covit 19 gætu orðið umtalsverð á árinu 2020 og því forsendur fjárhagsáætlunar þess árs brostnar og ljóst að það mun koma til verulegrar breytinga á henni.

Mikil sveifla til hins verra er bæði á gjalda- og tekjuhlið frá áætlun 2019 og 2018 og er sú sveifla samtals nálægt 150 milljónum, þó að 2019 hafi að sumu leyti verið ákveðið frávik í auknum tekjum er ljóst að greina verður ástæður og finna leiðir til úrbóta eins og kostur er.

Æskilegt hefði verið að uppfæra áætlun og fá skýrari upplýsingar um stöðuna fyrr.

Vegna fjarveru sveitarstjóra vantar nokkuð upp á að hægt væri að klára umræðuna og fá viðhlítandi skýringar.

2. Skýrsla endurskoðanda 2019

Tekið fyrir undir lið 1

3. Ársreikningur 2019

Umfjöllun um þennan lið var tekin með lið 1.

4. Félagsþjónusta  - trúnaðarmál

Trúnaðarmál, bókað í trúnaðarmálabók

5. Kerlingafjöll friðlýsingar

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir.

6. Húsnæðisáætlun 2020-2025

Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun.

7. Verksamningur við  Ísor v borh. í Brautarholti

Sveitarstjórn staðfestir framlagðan verksamning og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

8. Áshildarmýri - breyting skipulags

Sveitarstjórn samþykkir að leita lögfræðiálits.

9. Bugðugerði 9 B Söluumboð

Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að auglýsa eignina Bugðugerði 9B til sölu.

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að auglýsa viðkomandi íbúð til sölu.

10. 195. fundur Skipulagsnefndar Mál. 25,26,27,28,29, þarfnast umfj.

25. Brjánsstaðir 2 (L205365); umsókn um byggingarleyfi; skemma - 2004049

   Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Davíðs Ingvasonar, móttekin 23.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 112 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brjánsstaðir 2 (L205365) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.      

Skipulagsnefnd UTU telur framlagða umsókn vera í samræmi við heimildir innan aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Heimild er fyrir allt að 3 húsum á lóðum undir 3 ha. á landbúnaðarsvæðum svo fremi sem nýtingarhlutfall lóðar fari ekki umfram 0,03. Heildar byggingarmagn innan lóðar verði 287,3 m2 og nýtingarhlutfall 0,028. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu á grundvelli 44.gr.skipulagsreglugerðar nr.123/2010.

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkir útgáfu byggingarleyfis með fyrirvörum skipulagsnefndar.

26. Birnustaðir 2 L166438; Birnustaðir 1 land L179545; Staðfesting á afmörkun jarðar og sameining - 2005016

Lögð er fram umsókn Kristbjörns Guðmundssonar f.h. eigenda, dags. 7. maí 2020, þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Birnustaðir 2 L166438. Samhliða er óskað eftir að fella niður lóðina Birnustaðir 1 land (750 fm) L179545 með sameiningu við Birnustaði 2. Sömu eigendur er að báðum landeignum. Birnustaðir 2 er skráð 30 ha í fasteignaskrá en er 28,7 ha skv. nákvæmari mælingu. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á meðfylgjandi uppdrætti sem og áður samþykkt lóðablað frá 2007 fyrir Álfsstaði II L215788 sem á sameiginlegan hornpunkt (nr. 9) með Birnustöðum 2.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlögð gögn er varðar afmörkun jarðarinnar Birnustaða 2 L166438 og niðurfellingu lóð Birnustaða 1 land L179545 með sameiningu við Birnustaði 2. Ekki er gerð athugasemd við sameiningu í samræmi við 15.gr.jarðarlaga.

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkir framlögð gögn er varða afmörkun jarðarinnar Birnustaða 2, niðurfellingu lóðar Birnustaða 1 og sameiningu við Birnustaði 2 í samræmi við tillögu skipulagsnefndar.

27.   Eystra-Geldingaholt I L166546; Klúka; Breytt heiti lóðar - 2005021

Lögð er fram umsókn Sigurðar Stefánssonar og Mörtu Ólafsdóttur, dags. 28. apríl 2020, um breytingu á staðfangi sumarbústaðalóðarinnar Eystra-Geldingaholt I L166546 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Óskað er eftir að landeignin fái staðfangið Klúka. Í rökstuðningi umsækjenda kemur fram að nafnið sé tilkomið vegna þess að Sigurður er ættaður frá Klúku í Hjaltastaðaþingi og hefur kennt sig við Klúku frá unglingsaldri.

 Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkir fyrir sitt leyti nafnið Klúka.

28. Hamratunga L166562; Staðfesting á afmörkun lóðar - 2005023

Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar, f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 07. maí 2020, þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun landeignarinnar Hamratunga L166562. Landið er skráð 3,5 ha í fasteignaskrá en skv. innmælingu á vettvangi mælist landið 51.525 fm.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki staðfesta afmörkun landareignarinnar Hamratungu L166562.

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps staðfestir afmörkun landareignarinnar Hamratunga L166562.

29. Reykhóll L166490; Reykhóll 1 L194482 og Reykhóll 2; Breytt skráning og stofnun lóðar - 2005017

Lögð er fram annars vegar umsókn Haralds Ívars Guðmundssonar og hins vegar umsókn Guðmundar Sigurðssonar og Bergljótar Þorsteinsdóttur, dags. 5. maí 2020 um stofnun nýrrar landeignar og staðfestingu á afmörkun þegar stofnaðrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 1.815 fm landeign utan um íbúðarhús, F2202049 mhl 13, úr jörðinni Reykhóll L166490 og hún fái staðfangið Reykhóll 2. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Reykhóll lóð L194482 og að hún fái staðfangið Reykhóll 1. Innan lóðarinnar er þegar byggt íbúðarhús, F2202053 mhl 01. Lóðin er skráð 10.000 fm í fasteignaskrá en engin afmörkun hefur legið fyrir og skv. hnitsettri mælingu þá mælist lóðin 1.035 fm. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa og eigenda aðliggjandi landeigna. Landamerki milli nýrrar lóðar og L194482 liggur á milli mhl 01 og 13 sem er sambyggt.  Ekki liggur fyrir samþykkt eignaskiptayfirlýsing fyrir íbúðarhúsin.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi. Ekki er tekin afstaða til stærðar jarðarinnar Reykhóll L166490 sem sýnd er á mæliblaði þar sem afmörkun hennar liggur ekki fyrir samþykkt. Þá er ekki gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefndin mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um að eignaskiptayfirlýsing fyrir matshluta 01 og 13 liggi fyrir við skráningu nýrrar landeignar og breyttrar stærðar á L194482.

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögur skipulagsnefndar með þeim fyrirvörum sem þar eru gerðir.

11. 9. Skólanefndarfundur Þjórsárskóla 18.05.2020

Sveitarstjórn vísar erindi um nýtt skipurit til skólastjóra og óskar eftir að tillögum um nýtt skipurit verði komið sveitarstjóra.

Sveitarstjóri er hvattur til að láta klára þau verkefni sem hafa tafist fram úr hófi og hafa þegar verið ákveðinn.

Sveitarstjórn tekur undir hrós til starfsmanna skólans vegna starfa í Covit 19.

12. 9. Skólanefndarfundur Leikskólamál 18.05.2020

Sveitarstjórn tekur undir hrós til starfsmanna leikskólans vegna starfa í Covit 19.

13. 11. Fundur skólanefndar Flúðaskóla 14.Maí 2020

Sveitarstjórn tekur undir hrós til starfsmanna skólans vegna starfa í Covit 19.

14. 2 Fundargerðir jan og maí  Framkvæmdaráð Almannav. Árn

Lagt fram og kynnt.

15. Frumvarp um fráveitur

Ekki tekið fyrir og kynnt, vantar gögn.

16. 27.04.2020 7. fundur stjórnar Brunavarna  Árnessýslu

Lagt fram og kynnt.

17. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga Eiríkur B.  bréf

Lagt fram og kynnt.

18. Fundargerð SASS nr 557

Lagt fram og kynnt.

19. 884.  fundargerð stjórnar  SÍS

Lagt fram og kynnt.
 

20. Samráðsfundur SASS

Lagt fram og kynnt.
 

21. Frv. til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir 662

Lagt fram og kynnt.
 

22. Afgreiðslur Byggingarfulltrúa -20 -120

Lagt fram og kynnt.
 

Fundi slitið kl. 19:20.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn   3. júní kl  16.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: