Sveitarstjórn

40. fundur 06. maí 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður sat fundinn undir lið nr. 1

Árnesi, 6 maí, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202004-0015

40. sveitarstjórnarfundur. Kl 16:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Félagsþjónusta -Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

2. Tilslakanir á takmörkunum á samkomubanni. 04. 05.2020.

Lagt fram og kynnt bréf þess efnis frá samhæfingarnefnd Almannavarna.

3. Minnisblað til ráðherra um afléttingu samkomubanns 04.05.2020. Lagt fram og kynnt minnisblað frá embætti landlæknis til heilbrigðisráðherra.

4. Innkaupareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lögð fram drög að innkaupareglum fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Síðari umræða. Innkaupareglur samþykktar samhljóða.

5. Þjórsárdalur - skipulag og framkvæmdir. Lögð fram greinargerð um skipulag og framkvæmdir í Þjórsárdal. Styrkveiting frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða hefur verið samþykkt til verkefnisins.

6. Húsnæðisáætlun 2020-2025. Lögð fram uppfærð drög að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2020-2025. Drögin hafa tekið talsverðum breytingum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.  

7. Samþykktir sveitarfélagsins. 40 gr. breyting seinni umræða. Lögð fram drög að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins. Síðari umræða. Breyting á samþykktum samþykkt samhljóða.

8. 194. fundur Skipulagsnefndar 29.04.2020.

Mál nr. 22. Kálfhóll 2 (L166477); umsókn um byggingarleyfi; gestahús - 2004037

Fyrir liggur umsókn Gests Þórðarsonar fyrir hönd Kálfhóls ehf. móttekin 22.04.2020 um byggingarleyfi til að flytja fimm 46 fm hús frá Brekkuskógi á jörðina Kálfhól 2 (L166477) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps að útgáfa byggingarleyfis verði samþykkt með fyrirvara um málsmeðferð í samræmi 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Nefndin mælist jafnframt til þess að unnið verði heildar deiliskipulag fyrir svæðið þar sem framtíðar byggingarheimildir og kvaðir verða skilgreindar.

Sveitarstjórn samþykkir að byggingaleyfi vegna málsins og það verði gefið út með fyrirvara um málsmeðferð. í samræmi 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum

Mál nr. 23. Húsatóftir 2 lóð 2 (Húsatóftir 4A) L222395; Húsatóftir 4B-4D; Stofnun lóða - 1604035

Lögð fram, að nýju, umsókn Gylfa Guðmundssonar um skiptingu landeignarinnar Húsatóftir 2 lóð 2 L222395 í 4 lóðir. Málið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þ. 28. nóvember 2018 og var frestað sem snéri m.a. að staðföngum og aðkomu lóðanna en málið hafði áður verið tekið fyrir og var þá óskað eftir að aðkoma að lóðunum yrði sýnd á uppdrætti. Uppfærð lóðablöð dags. 05.03.2020 hafa nú borist þar sem aðkoman er sýnd á nýjum stað og með kvöð um aðkomu í gegnum lóðirnar og óskað er eftir að nýju lóðirnar fái staðföngin Húsatóftir 4B til 4D og að upprunalandið fái staðfangið Húsatóftir 4A í stað Húsatófta 2 lóð 2.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna né staðföng þeirra. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.

Sveitarstjórn samþykkir stofnun ofangreindra lóða og staðföng þeirra. Samþykkt er jafnframt landsskipti samkvæmt 13. gr. Jarðarlaga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi umsókn.

9. Samningar um refaveiðar. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningnum við Berg Björnsson, Jón Bogason og Skúla Helgason um refaveiði í sveitarfélaginu fyrir árin 2020-2022. Samningsdrög samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samningana fyrir hönd sveitarfélagsins. Áætluð útgjöld rúmast innan fjárhagsáætlunar.

10. Fundargerð 11. og  12. fundar - Menn-og æsk. Fundargerðir lagðar fram og staðfestar.

11. Afgreiðslur  Byggingarfulltrúa 20. fundur  22.04.2020

12. Samráðsfundur 24.04.2020

13. 1. Fundur 2020 Þjóðveldisbær. 28.04.2020

14. 557. fundur SASS 22.4.2020

15. Stjórn fundargerð - 881 Samband ísl sveitarfélaga

16. 882. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

17. 292.stjf.SOS 22.04.202

18. Skýrsla sveitarstjóra

19. 38 - 39. 40 fundargerðir skóla- og velferðanefnd.

20. Hreyfivika UMFÍ  2020

 

Fundi slitið kl. 17:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  20 maí.

Kl. 16.00. í Árnesi.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: