- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Oddviti stjórnaði fundi og spurðist hann fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Fundur haldinn með Teams fjarfundarbúnaði
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202003-0033
39. sveitarstjórnarfundur.
1. Félagsþjónusta – trúnaðarmál.
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður tók þátt í fundinum undir þessum lið. Bókun vegna málsins færð í trúnaðarmálabók.
2. Aðgerðaáætlun fyrir íslenskt atvinnulíf vegna COVID-19.
Lagt var fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Undirritað af Karli Björnssyni, þar sem því er beint til sveitarfélaga og ríkisstjórnar að aðgerðum verði hrint í framkvæmt til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi samdráttar sem liggur fyrir vegna heimfaraldursins vegna Covid-19 veirunnar. Eru sveitarfélögin jafnframt hvött til að móta frekari hugmyndir sem nýtast atvinnulífinu og íbúum þeirra á þessum tíma. Lagt fram og kynnt.
3. Beiðni um fornleifarannsókn á Bergsstöðum í Þjórsárdal 31.03.2020. Lagður fram tölvupóstur frá Ragnheiði Gló Gylfadóttur fornleifafræðingi fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands. Greint er frá því að stofnunin hafi fengið styrk til fornleifarannsóknar á eyðibýlinu Bergsstöðum í Þjórsárdal. Óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar til fornleifarannsóknarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umrædd fornleifarannsókn fari fram að því tilskyldu að leyfi annarra hlutaðeigandi aðila liggi fyrir.
4. Breyting á deiliskipulagi í Kílhraunslandi.
Lagt fram bréf frá lögmannsstofunni Altus undirritað af Jóni Ögmundssyni lögmanni sem gætir hagsmuna Sigríðar Friðriksdóttur og Hlyns Árnasonar Áshildarvegi 33, eigendur landsvæðis í Áshildarmýri. Málið varðar breytt deiliskipulag Kílhrauns við Áshildarveg. Breytingin felur í sér breytingu á landi úr frístundabyggð í íbúabyggð. Sigríður og Hlynur hafa að þeirra sögn lagt í aukinn kostnað við breytingu skipulagsgagna vegna misvísandi upplýsinga skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins. Þau óska eftir að sveitafélagið mæti þeim með þann kostnað. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.
5. Skipulags- matslýsing, endursk. á Aðalsk.lagi Ásahrepps 2020-2032. Lögð fram skipulag- og matslýsing á endurskoðuðu aðalskiplagi Ásahrepps. Lýsingin er unnin af Eflu verkfræðistofu. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við framlagða skipulags- og matslýsingu á endurskoðuðu aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032.
6. Sveitahátíð 2020. Menningar- og æskulýðsnefnd kallar eftir ákvörðun sveitarstjórnar um hvort halda eigi sveitahátíð í sveitarfélaginu á komandi sumri eins og til hefur staðið. Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun til næsta sveitarstjórnarfundar vegna þess óvissuástands sem ríkir í þjóðfélaginu um þessar mundir.
7. Vatnsveitur-umsagnir. Óskað er umsagna vegna framkvæmda við kaldavatnsveitur við bæina í Þrándarholti annars vegar og Haga hins vegar. Lögð voru fram gögn frá ábúendum jarðanna um fyrirhugaðar framkvæmdir við veiturnar sem og rök fyrir að þeirra sé þörf. Sveitarstjórn staðfestir að full þörf sé á að umræddar framkvæmdir eigi sér stað. Sveitarstjóra falið að afgreiða umsagnir fyrir hönd sveitarfélagsins
8. 193. Fundur Skipulagsnefndar. Mál nr. 34,35,36 og 37 þarfnast afgreiðslu.
Mál 35. Kálfhóll 2 L166477; Kálfhóll 2B; Stofnun lóðar - 2003044
Umsókn Gests Þórðarsonar, dags. 21. febrúar 2020, óskað er eftir að stofna 64.571 fm landeign, Kálfhóll 2B, úr landi Kálfhóls 2 L166477 sem verður 97,5 ha eftir skiptin skv. skráningu í Þjóðskrá. Íbúðarhús er innan nýju landeignarinnar. Aðkoman er um núverandi veg frá Kálfhólsvegi og er kvöð um aðkomu að Kálfhóli 2A um Kálfhól 2B.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né staðfangið Kálfhóll 2B skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að fram komi kvöð um aðkomu að jörðinni Kálfhóli 2 um Kálfhól 2A og lagfæringu lóðablaðs þar sem aðkoman er sýnd með skýrari hætti. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. Vigfús Þór Hróbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun ofangreindrar landeignar sem og staðfangið Kálfhóll 2B með þeim fyrirvörum sem skipulagsnefnd leggur til. Sveitarstjórn samþykkir auk þess landskiptin skv. 13 gr. jarðarlaga.
Mál 36. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal Deiliskipulag - 1511004
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð dags. 25.3.2020 og uppdráttur dags, fyrir minjastað og ferðamannastaðinn Stöng og Gjáin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis Stangar og Gjárinnar í Þjórsárdal. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annarsvegar Stöng og nágrenni og hinsvegar Gjáin. Þá er á skýringaruppdrætti gerð grein fyrir stígum á milli svæðna tveggja. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið. Skipulagssvæðið er um 8 ha að stærð. Stöng hefur landnúmerið 178333 og er lóðin skráð 1 ha í
Þjóðskrá. Í Gjánni eru göngustígar og brýr en svæðið hefur látið talsvert á sjá vegna ágangs ferðamanna sem ekki fylgja stígum. Deiliskipulag fyrir Gjána gerir ráð fyrir stíg fyrir hreyfihamlaða frá Stöng að Gjánni. Gerð verður hringleið um Gjána með brúm yfir ár og læki og útsýnispöllum/áningarstöðum. Einnig tröppustíg
niður í Gjána að austanverðu. Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð. Aðkoma að Stöng er af Þjórsárdalsvegi (nr. 32) og um Stangarveg (nr. 327). Í dag er vegurinn ógreiðfær en gert er ráð fyrir að hann verði endurbættur og gerður greiðfær fyrir alla bíla. Aðkoma að Gjánni er um göngustíga frá Stöng, beggja vegna Rauðár. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði AF13 og AF14.
Gjáin og Stöng eru friðlýst skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, eins og nánar er greint frá í kafla 2.4. Svæðið er jafnframt undir hverfisvernd skv. aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Forsætisráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands,Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
fgreiðslu málsins frestað þar sem gögn vantar.
Mál. 37. Árnes; Skólabraut 5 og Bugðugerði 5a; 5 íbúða raðhús og bílskúrsreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2004009
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Árnes á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Umsækjandi er sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum lóðanna Skólabrautar 5 og Bugðugerðis 5a. Byggingarreitur Skólabrautar 5 er stækkaður lítillega til austurs og vestur og er gert ráða fyrir 5 íbúða raðhúsi á lóðinni. Bætt er við 54 m2 byggingarreit fyrir bílskúr á lóð Bugðugerðis 5a, steyptur sökkull er til staðar innan reitsins nú þegar. Lóðarmörk og nýtingarhlutfall haldast óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 3. mgr. 41. gr. sömu laga.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagstillögu sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skv. 3. mgr.41. gr. sömu laga.
Mál. 38. Skáldabúðir L166594; Hrútmúlavirkjun; Vindorka; Aðalskipulagsbreyting – 2004012
Lögð er fram umsókn frá Gunnbirni ehf. þar sem óskað er heimildar til að hefja vinnslu við gerð skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst skilgreining á hugsanlegum vindorku virkjanakosti í landi Skáldabúða undir heitinu Hrútmúlavirkjun. Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við gerð skipulagslýsingar samkvæmt ofangreindu, samkvæmt 1. mgr 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Samstarfssamningur um þjónustukort Byggðastofnun.
Lagður fram undirritaður samningur milli sveitarfélagsins og Byggðastofnunar um söfnun og vinnslu gagna vegna þjónustukorts. Samningurinn felur ekki í sér kostnað fyrir sveitarfélagið. Samningur staðfestur.
Mál til kynningar.
10. 8. fundur ráðherra með samráðshópi um skólastarf á tímum COVID-19
11. Heilbr.nefnd 203.fundur 24.03.2020
12. 880. fundarg. stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 27.03.2020
13. Bréf v frestunar aðalfundar Lánasjóðs ísl. sveitarfélaga
Fundi slitið kl. 17:40 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 6. maí.
kl 16.00.
Gögn og fylgiskjöl: