- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Fundur Velferðar-og Jafnréttisnefndar Skeiða og Gnúpverjahrepps, haldinn í Árnesi mánudagskvöldið 12. Okt. 2015 Kl. 20:00
Gengið var til dagskrár.
1. Mál.
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar það lesið yfir og engar athugasemdir gerðar.
2. Mál.
Um stofnun Öldrunarráðs Skeiða og Gnúpverjahrepps ?
Rætt var um stofnun Öldrunarráðs nefndin tekur ekki aðstöðu til málsins að svo komnu máli.
3. Mál.
Félagsstarf og félagsleg einangrun eldrafólks hér.
Rætt var um einangrun eldra fólks og lítum svo á að þessi mál sé í góðum höndum hjá Velferðaþjónustu Árnesþings. Og hvetjum jafnframt til að svo verði áfram.
4. Mál.
Jafnrétti.
Lítum svo á að jafnrétti sé í góðum farvegi í sveitarfélaginu jafnt í leik og starfi.
5. Málefni fatlaðra.
Velferðar og Jafnréttisnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps skorar á sveitastjórn að sjá til þess að helstu stofnanir sveitafélagsins sé aðgengilegar fyrir fatlaða jafnt og ófatlaðra.
6. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21.40.