Umhverfisstefna Leikholts

Leikholt er umhverfisvænn leikskóli og er ætíð stefnt að því að sýna umhverfinu fyllstu nærgætni og virðingu.
Skólinn hefur verið viðurkenndur grænfánaskóli frá árinu 2017 og unnið er markvisst að umhverfismálum í starfi skólans sem allt skólasamfélagið tekur þátt í.

Nánari upplýsingar um Grænfánann má finna á heimasíðu verkefnisins https://landvernd.is/graenfaninn/

Markmið:

  • Að auka virðingu barna gagnvart náttúru og umhverfi.
  • Að stuðla að breyttu viðhorfi í samfélaginu.
  • Að flokka og endurnýta og  minnka þannig magn þess sorps sem frá okkur fer.
  • Að fara sparlega með orku og vatn.
  • Að nota umhverfisvænar vörur.
  • Að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni.

Leiðir:

  • Börnin eru frædd um náttúru, átthaga og umhverfi og þær leiðir sem hægt er að fara til þess að varðveita og vernda landið okkar.
  • Með því að fræða foreldra og börn um umhverfisvernd er verið að reyna að fá sem flesta til liðs við okkur við að vernda umhverfið.
  • Pappír, plast og  ál er flokkað og sent í endurvinnslu. Spilliefni eru flokkuð í spilliefnadall og skilað til eyðingar. Matarafgangar eru nýttir sem fóður fyrir hænur.
  • Farið er sparlega með rafmagn t.d. með því að slökkva ljós í ónotuðum stofum og passa að engin raftæki séu í gangi að óþörfu.
  • Verslað er inn með það í huga að sem flestar vörur séu umhverfisvænar.
  • Ýmsar leiðir er hægt að fara til þess að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni t.d.
  • Með því að gera gera tilraunir
  • Með því að leita að upplýsingum á netinu og í fræðibókum.
  • Með því að fara í könnunarleiðangra í náttúrunni o.f.l.
  • Með því að setja börnum gott fordæmi og leyfa þeim að taka þátt í umhverfisverndarstarfinu er verið að kenna þeim umhverfisvæna lífshætti.