Framtíðar uppbygging í Árnesi

Árið 2023 hófst undirbúningur að því hvernig uppbygging og skipulag byggðar verði til framtíðar í Árnesi. Haldnir voru íbúafundir í mars og júní síðastliðnum þar sem hugmyndirnar voru kynntar og unnar áfram. Á báðum fundunum var mjög góð mæting og svöruðu þáttakendum spurningalistum sem hafa verið notaðir við að þróa skipulagið áfram.

Búið er að taka saman myndbandskynningu þar sem efni beggja íbúafundanna hefur verið dregið saman í u.þ.b. 30 mínútna myndband og er hægt að horfa á kynninguna á eftirfarandi slóð:

20240710 Árnes frumhugmynd kynning (youtube.com)

Einnig eru hér fyrir neðan meðfylgjandi glærur af íbúafundunum ásamt skýrslum með niðurstöðum úr spurningarkönnunum sem framkvæmdar voru á íbúafundunum.

Vinnan heldur áfram og verður næsti íbúafundur haldinn í nóvember þar sem við munum verða komin lengra í vinnunni um framtíðarskipulag miðsvæðis í Árnesi ásamt því að kynna frumhugmyndir að því hvernig íbúðabyggðin byggist upp til framtíðar.

Við viljum hvetja fólk til að gefa sér tíma í að horfa á myndbandið ásamt því að skoða niðurstöðurnar af spurningarlistunum. Svörin af spurningalistunum gefa góða mynd að því hvernig þeim sem mættu á íbúafundina hugnaðist þær hugmyndir og útfærslur sem kynntar hafa verið hingað til.

Á íbúafundinum sem verður haldinn í nóvember munum við verða með beint streymi fyrir þá sem geta ekki komist á staðinn. Dagsetning verður auglýst síðar.

Árnes - kynningarfundur 16.03.2024
Árnes - niðurstöður kynningarfundar 16.03.2024
Árnes - íbúafundur skipulagslýsing
Árnes - niðurstöður kynningarfundar 11.06.2024