- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Minnum á íbúafundinn á morgun, þriðjudaginn 11. júní kl. 20:00, í Árnesi um uppbygginguna sem er framundan í Árnesi.
Á fundinum verður farið yfir vinnuna sem hefur átt sér stað frá síðasta íbúafundi og kynntar hugmyndir að því hvernig framtíðarskipulag í Árnesi geti litið út. Hönnun á íþróttamiðstöð er langt komin og verður kynning á skipulaginu og þeirri starfssemi sem hugsuð er í húsinu ásamt því að sýna húsið í þrívíddarumhverfinu bæði að innan og utan.
Meðfylgjandi eru tvær skýrslur sem voru unnar í framhaldi af síðasta íbúafundi. Önnur skýrslan inniheldur niðurstöður spurningalista sem gestir fylltu út og hin skýrslan fjallar um aðdraganan og upphafsár Árnes.