Sveitarstjórn

25. fundur 07. ágúst 2019 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
  • Elvar Már Svansson er mætti í forföllum Önnu Sigriðar Valdimarsdóttur
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið svo reyndist ekki vera

Árnesi, 7. ágúst, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201904-0036

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Brú yfir Þjórsá ofan við þjófafoss. Albert Guðmundsson og Axel Birgisson starfsmenn Landsvirkjunar mættu á fundinn undir þessum lið. Þeir greindu í máli og myndum frá undirbúningi framkvæmda við byggingu brúar á Þjórsá við Þjófafoss. Brúin verður fyrir gangandi umferð og hestaumferð, ekki umferð vélknúinna ökutækja. Um nokkra valkosti við staðsetningu brúarinnar eru að ræða. Albert útskýrði þessa mismunandi valkosti. Verkfræðingar hafa komið að hönnun og mun arkitekt einnig verða kallaður til á síðari stigum. Lögð verður áhersla á lágstemmt yfirbragð brúarinnar, sem falli vel að náttúrunni og að umhverfisrask verði í lágmarki. Framkvæmdir munu fara fram árið 2020. Axel ræddi um ferli í skipulagsmálum vegna verkefnisins.

2. Breytingar á íbúð í Björnskoti vinnuskjal. Lögð fram drög að teikningu að breytingum á íbúð fyrir fatlaðan einstakling í Björnskoti. Unnið er að kostnaðargreiningu verkefnisins.

3. Álit vegna álagningar gatnagerðargjalda. Lagt var fram álit lögmanna vegna gatnagerðargjalda. Mál lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

4. Umsókn um lóð Hamragerði 1. Lögð fram umsókn Ingva Þórs Sigfússonar kt 230757-4539 um lóðina Hamragerði 1 í Árneshverfi. Úthlutun lóðarinnar samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að semja lóðarleigusamning.

5. Sumarlestur Þjórsárskóli. Lögð fram beiðni um styrk 100.000 kr. vegna verkefnisins Sumarlestur. Undirrituð af Kristínu Gísladóttur. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. Sveitarstjórn mælir með að framlög sem þessi verði framvegis innan fjárheimilda Þjórsárskóla

6. Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar Ásólfsstaðir. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi til gistingar að Álfsstöðum. Undirritað af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

7. Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar Hraunvellir. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi til gistingar að Hraunvöllum. Undirritað af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

8. Ályktun um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lögð fram eftirfarandi ályktun um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þau  sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktunina.

9. Umgengni á Gaukshöfðanum. Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Guðlaugsdóttur fyrir hönd eigenda Gaukshöfða. Þar lýsir hún óánægju með umgengni og ástand lands við Gaukshöfða. Sveitarstjórn sýnir erindi Sigrúnar skilning og óskar eftir að hún mæti til næsta sveitarstjórnarfundar af þessu tilefni.

10. Tvísteinabraut 4 Lóðarleigusamningur. Lagður fram undirritaður lóðarleigusamningur milli sveitarfélagsins og Bilunar ehf um lóðina Tvísteinabraut 4. Lóðarleigusamningur staðfestur.

11. Umsagnir um aðalskipulag. Lagðar fram kynntar athugasemdir Samgöngustofu og Forsætisnefndar um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

12. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 180. Frá  10.07.2019

Þrándarholt 5 L200573; Borhola; Framkvæmdaleyfi – 1907034

Lögð er fram umsókn Arnórs Hans Þráinssonar, dags. 3.júlí 2019, um framkvæmdaleyfi vegna borun eftir köldu í landi Þrándarholts, L200573. Áætluð bordýpt er 35m. Einnig verði lögð vatnslögn að inntaki í fjósi um 560m.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu vatni sbr. umsókn. Skipulagsnefnd metur að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin getur talist að varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint framkvæmdaleyfi samhljóða.

Hólabraut 5; Móholt; Breytt heiti lóðar - 1906070

Lögð fram umsókn Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, dags. 26. júní 2019 um breytingu á heiti búgarðalóðarinnar Hólabraut 5 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Móholt. Lóðin er við götu sem nefnist Hólabraut og er skilgreind sem smábýlalóð innan samþykkts skipulagssvæðis fyrir Réttarholt og Árnes en nokkrar smábýlalóðir við sömu götu hafa þegar fengið samþykkt sér heiti. Fyrir liggur rökstuðningur landeiganda fyrir nýju heiti lóðarinnar.

Móholt er þegar til í Flóahreppi sem er með sama póstnúmer og Skeiða- og Gnúpverjahreppur en þar sem fyrirhuguð er póstnúmerabreyting þessara sveitarfélaga á næstu vikum þá gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að lóðin fái heitið Móholt, og mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki nafnabreytinguna

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda nafnabreytingu samhljóða.

13. Samningur vegna aðgengis sveitarfélags að Byggingargátt. Lagður fram samningur undirritaður. Samningur staðfestur.

14. Báran staðan í kjaramálum. Lagt fram bréf frá Bárunni stéttarfélagi. Undirritað af  Halldóru Sveinsdóttur. Þar er farið fram á að sveitarfélög á starfssvæði Bárunnar greiði 105.000 kr. eingreiðslu 1. ágúst. Til þeirra sem stafa eftir samningi SGS miðað við fullt starf. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að greiða umrædda greiðslu og hafnar erindinu.

15. Stefna í úrgangsmálum. Lögð fram stefna Umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn leggur áherslu á að farið verði í gagngert átak í sorpflokkunarmálum. Heimsókn á hvert heimili í sveitarfélaginu af því tilefni er í undirbúningi.

Mál til kynningar.

16. 282. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 9.07.19

17. Breyting á vöxtum LS

18. Fróðleiksmolar vegna lífeyrismála hjá sveitarfélögunum

19. Ensk nöfn á íslenskum stöðum

20. Vegagerðin svar við umsókn um styrk til vegagerðar

Fundi slitið kl. 10:55.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  21. ágúst nk. kl  09.00. í Árnesi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: