Sveitarstjórn

24. fundur 03. júlí 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Oddviti setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að þremur málum yrði bætt á dagskrá fundarins. Rekstrarleyfi Áshildarmýrarvegur 35, Rekstarleyfi Hólaskógur og erindi frá Valdimar Jóhannssyni. Samþykkt samhljóða að bæta málunum á dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Fjárhagsmál - sjóðsstreymi viðauki við fjárhagsáætlun

Sveitarstjóri lagði fram áætlun um sjóðsstreymi júlí – september 2019. Auk þess lagði hann fram rekstrartölur málaflokka janúar til og með maí 2019. Útsvarstekjur eru undir væntingum. En útgjöld eru innan áætlunar. Lagt fram og kynnt. Viðauka frestað til næsta fundar.

2. Drög að samkomulagi um lóðarleigu við Reykholt Þjórsárdal

Oddviti lagði fram drög að samkomulagi um lóðaleigu til Rauðakambs ehf vegna lands við Reykholt í Þjórsárdal.  samkomulag lagt fram og kynnt. Talsverðar umræður urðu um innihald og efnisatriði samkomulagsins. Unnið verður áfram að gerð samkomulagsins.

3. Kaupsamningur Bugðugerði 9B, Þrándarholt sf.

Sveitarstjóri lagði fram drög að kaupsamningi milli sveitarfélagsins og Þrándarholts sf um kaup á íbúð að Bugðugerði 9B. Drög að kaupsamningi samþykkt. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4. Akstursbann á hálendinu 2019

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Inga Jónssyni hjá Vegagerðinni. Einnig lagt fram kort frá Vegagerðinni sem sýnir akstursbann á hálendi innan sveitarfélagsins.  Leitað er álits sveitarstjórnar um framlagt kort. Sveitarstjórn telur mögulega tilefni til að endurskoða akstursbann um hálendi sveitarfélagsins og kallar eftir verkferlum Vegagerðarinnar varðandi akstursbann á hálendinu.

5. Landshlutaáætlun í Skógrækt. Bréf til sveitarstjórna

Lagt fram bréf frá Skógræktinni undirritað af Hreini Óskarssyni og Hrefnu Jóhannesdóttur. Varðar bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi til framtíðar, landsáætlun  og landshlutaáætlanir í skógrækt. Óskað er  eftir fundi með sveitarstjórn um málefnin. Sveitarstjórn fagnar framtaki Skógræktarinnar. Máli vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

 

6. Byggingagátt kynning fyrir sveitarstjórnir

Lögð fram kynning á Byggingagátt ásamt drögum að samningi um aðgengi að gáttinni. Byggingagáttin veitir aðgang að fjölþættir þjónustu á rafrænan hátt. Markmiðið með gáttinni er að samræma og styrkja byggingaeftirlit á öllu landinu, auk þess að ná fram samræmdum upplýsingum um framleiðslu í byggingariðnaði á hverjum tíma allt frá útgáfu byggingarleyfis.

Sveitarstjórn samþykkir samning um aðild að gáttinni og felur sveitarstjóra að skrifa undir tilheyrandi samning.

7. Drög að leiðbeiningum um skólaakstur til umsagnar

Lögð fram drög frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti að leiðbeiningum um atriði sem snúa að þeim stunda skólaakstur til umsagnar. Undirritað af Sigríði Láru Ásbergsdóttur og Jóhanni Þorvarðarsyni. Í drögunum er lögð áhersla á að skólaakstur þurfi að taka mið af öryggi og velferð nemenda. Gera þurfi kröfu um að hæfi þeirra sem aka nemendum sé yfir allan vafa hafinn. Sveitarstjórn fagnar framlögðum drögum. Drögum vísað til skólanefndar.

8. Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

1.       Lögð fram drög að bókun varðandi yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, undirrituð af Karli Björnssyni. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir málið og vísar því til umsagnar hjá Umhverfisnefnd sveitarfélagsins.

2.

9. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 872. fundur.pdf

Til kynningar

10. Fundargerð 179. fundur skipulagsnefndar 26.06.19

Fundargerð lögð fram. Ekki tekin fyrir mál frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
 

11. 546. Fundur stjórnar SASS

Lagt fram og kynnt

12. 197. Fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands 11. Júní 2019

Lagt fram og kynnt

13. 281. Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 11. Júní 2016

Lagt fram og kynnt

14. 9. Fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga

Lagt fram og kynnt

15. 3. Fundur bygginganefndar Búðarstígur 22, Byggðasafn Árnesinga

Lagt fram og kynnt

16. Afgreiðslufundur Byggingafulltrúa 20.06.19 nr 19 102

Lagt fram og kynnt

17. Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ um álagspr. fasteignaskatts

Lagt fram bréf frá Alþýðusambandi Íslands til Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað af Drífu Snædal. Þar er mælst til þess að sveitarfélög lækki álagsprósentur fasteignaskatts vegna ársins 2020. Lögð fram bókun frá stjórn sambandsins þar sem mæst er til þess að sveitarfélög í landinu hækki ekki gjaldskrár sínar árið 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda.

18. Fasteignamat 2020

Lagt fram og kynnt

19. Skýrsla Sveitarstjóra Júní 2019

Lagt fram og kynnt

20. Beiðni um kaup á Hólabraut 1

Lögð fram beiðni frá Kristjönu Heyden og Birgi Erni Birgissyni um að fá lóðina Hólabraut 1 keypta, á árinu 2019 á veðri sem er sambærilegt við það sem gerst hefur með aðrar lóðir við Hólabraut. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá sölu lóðarinnar.

21. Áshildarmýri rekstrarleyfi

Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi  að Áshildarmýri 35 samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði. Beiðni und1rrituð af Agli Benediktssyni, ábyrgðaraðili Hlynur Árnason. Sveitarstjórn samþykkir að rekstrarleyfið verði veitt.

22. Hólaskógur rekstrarleyfi

Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi. Beiðni undirrituð af Agli Benediktssyni, ábyrgðaraðili Magnús Orri schram. Sveitarstjórn samþykkir að rekstrarleyfið verði veitt.

 

23. Vegamál -Vegur að Stóra Núpi

Lagt fram bréf frá Valdimar Jóhannssyni fyrir hönd íbúa á Stóra- Núpi. Þar er þess óskað  að sveitarstjórn hlutist til um að vegurinn að Stóra-Núpi verði hið fyrsta lagfærður og lagt á hann bundið slitlag. Bent er á að ástand vegarins að undanförnu hafi verið slíkt að ekki verði lengur við það unað. Bent er á að þar sé rekin opinber starfsemi sem fylgi mikil umferð. Sveitarstjórn tekur undir erindið og leggur áherslu á að sem fyrst verði hlutast til um að lagfæra veginn heim að kirkjustaðnum Stóra- Núpi. Anna Sigríður Valdimarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

24. Önnur mál.

            Rætt um umgengi á tilteknum stöðum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn fagnar

verkefninu ,,Hreint Suðurland“

 

 

 

 

 

 

 

Fundi slitið kl.  11.10   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  7. ágúst kl  09.00. í Árnesi.

 

 

 

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Hrönn Jónsdóttir                  

 ________________________                              _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir

 

Gögn og fylgiskjöl: