Sveitarstjórn

22. fundur 05. júní 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  •  
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Fundur hófst kl 9:00

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Reykholt, Hólaskógur kynning á stöðu verkefnis Rauðakambs 5. Júní
1.Bergrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri íslenskra heilsulinda og Magnús Orri Schram frá Rauðakambi ehf mættu til fundar og greindu frá undirbúningi uppbyggingar baðlóns við Reykholt í Þjórsárdal. Verði ekki tafir á tímalínu verkefnisins vegna samningsmála eða kæru gera áætlanir ráð fyrir því að hefja framkvæmdir vorið 2020 og opna baðstað og veitingaþjónustu í Reykholti árið 2022.
Auk þess greindu þau frá áformum um uppbyggingu í Hólaskógi. Gert er ráð fyrir því að „hostel“ verði rekið í Hólaskógi 2019 og 2020 en fjölbreyttari gistimöguleikar og veitingaþjónusta verði í boði frá og með 2021.
 
2. Fjárhagsmál
Sveitarstjóri lagði fram sjóðstreymisáætlun fyrir rekstur sveitarfélagsins fyrir júní til september 2019. Einnig lagði hann fram yfirlit yfir rekstur málaflokka janúar til apríl 2019 með samanburð við fjárhagsáætlun. Rekstur er undir væntingum. Einkum vegna lækkunar á tekjum frá Fjársýslu ríkisins og aukins sameiginlegs kostnaðar.
Lagður fram viðauki við fjárfestingaáætlun þar sem gert  er ráð fyrir 25 mkr framlagi á árinu 2019 til kaupa á íbúð í Brautarholti.  Mætt með lántöku. Viðauki samþykktur samhljóða.
Samkvæmt sjóðsstreymisáætlun er útlit fyrir mikla fjárþörf vegna fjárfestinga á tímabilinu júní til september 2019. Innan tímabils geta komið stutt tímabil þar sem þörf getur orðið fyrir allt að 50.000.000 kr yfirdrátt. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til töku yfirdráttarheimildar sem þeirri fjárhæð nemur ef þörf gerist á áðurgreindu tímabili. Frá 5. júní til  30. september. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita sveitarstjóra heimild til töku yfirdráttarláns allt að 50.000.000 kr. á umræddu tímabili.
3. Umsókn um Iðnaðarlóð 224437 Bílaspítalinn
Lögð fram umsókn frá félaginu Bilun ehf 580610-0560 um iðnaðarlóð nr 224437 við Tvísteinabraut. Umsókn send af Þórði Guðna Ingvasyni fyrir hönd félagsins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa  umsækjanda um úthlutun lóðarinnar.
 
 
 
4. Kaup á Íbúð - NPA stuðningur við fatlaðan einstakling - í vinnslu
Til skoðunar er að sveitarfélagið kaupi íbúð til afnota fyrir fatlaðan einstakling. Málið lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar. 
5. Heilsueflandi Sveitarfélag
Á Skeiða og Gnúpverjahreppur að verða heilsueflandi samfélag
https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item28551/Heilsueflandi-samfelag
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item28628/heilsueflandi-samfelag-thatttakendur
Lögð fram gögn til kynningar á heilsueflandi samfélagi. Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun. Embætti landlæknis vinnur að því í samstarfi við sveitarfélagið, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök. Markmið með verkefninu er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra  íbúa. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir að fá Gunnar Gunnarsson heilsufræðing á næsta sveitarstjórnarfund með kynningu á heilsueflandi samfélagi.
 
6. Beiðni um umsögn vegna umsóknar á rekstrarleyfi 1067-001
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, undirritað af Agli Benediktssyni um umsögn  um rekstrarleyfi skv. Lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Embættinu hefur borist umsókn um rekstrarleyfi frá Íslandshótelum ehf vegna Hótels Heklu á Brjánsstöðum fnr 220-1806 til sölu gistingar í flokki 4. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og gerir ekki athugasemd við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.
 
7. Skólabílstjórar samningsdrög Maí 2019
Sveitarstjóri lagði fram drög að samningum við verktaka um skólaakstur í sveitarfélaginu skólaárin 2019-2020 og 2020-2021. Samningsdrög samþykkt samhljóða. Skólastjóra og sveitarstjóra falið að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.
Auglýst var eftir verktaka á einni af akstursleiðunum. Tvær umsóknir bárust. Skólastjóra og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur og koma með tillögur um val á verktaka á næsta fundi sveitarstjórnar.
 
8. Húsmæðraorlof
Lagt fram bréf frá nefnd um húsmæðraorlof í Árnes- og Rangárvallasýslum. Undirritað af Önnu Kr. Ásmundsdóttur.
Samkvæmt lögum um orlof húsmæðra eiga konur sem veita heimili forstöðu án endurgjalds rétt á að sækja um orlof.
Upphæð miðast við íbúafjölda í byrjun árs. Upphæðin er nú 113 kr. pr. íbúa. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá greiðslu samkvlmt ofangreindu.
 
 
9. Fundur 177. fundar Skipulagsnefndar mál 19 og 20 þarfnast afgreiðslu
 
1.Mál 19. Hlemmiskeið 2F L227089 (Hraunsnef); Lögbýli; Landbúnaðartengd starfsemi; Deiliskipulag - 1903044
Lögð fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar, og deiliskipulagstillaga dags. 20.3.2019, fyrir 11,3 ha landspildu í Hraunsnefi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Hlemmiskeið 2F). Áætlun er um að á landskikanum rísi lögbýli með landbúnaðartengda starfsemi. Heimilt verði að byggja allt að 800 m² íbúðarhúsnæði (þrjú hús) og 4400 m² húsnæði tengt búrekstri. Þar er m.a. um að ræða 500m² gripahús, 1000m² reiðhöll og 1000m2 fjölnota skemmu/gripahús. Uppbygging mannvirkja sætir ekki frekari skilmálum en þeim sem gilda um landbúnaðarland í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Heildarbyggingarmagn samtals verður allt að 5.200 m2. Aðkoma að svæðinu er af Skeiða- og Hrunamannavegi nr. 30 og um land Hlemmiskeiðs.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir umsögnum frá    Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands
 
Mál 20. Mörk L191428; Breyting á stærð frístundahúsa; Deiliskipulagsbreyting - 1905043
Lögð er fram umsókn Kára Fanndals Guðbrandssonar, dags 13. maí 2019, eiganda jarðarinnar Mörk, L191428, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga. Skilmálabreyting varðar leyfilega stærð frístundahúsa sem breytist úr 120 m2 að grunnfleti í 200 m2.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn samþykkri að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til varðveislu. Auk þess samþykkir sveitarstjórn að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
 
10. 5. Fundur Skólanefndar Grunnskóli 20.05.19
Fundargerð lögð fram og kynnt.
11. 5. Fundur Skólanefndar Leikskólamál 20.05.19
Fundargerð lögð fram og staðfest. Sveitarstjórn vekur athygli á að liður 4. í fundargerð getur ekki talist trúnaðarmál. Sveitarstjórn metur það svo að um tæknilega villu sé að ræða.
12. 6. Skólanefndarfundur Flúðaskóla 2. Maí 2019
Fundargerð lögð fram og staðfest.
13. Fundargerð hússtjórnar Þjóðveldisbæjar 29. Apríl 2019
Fundargerð lögð fram og kynnt
14. Fundargerð hússtjórnar Þjóðveldisbæjar 2. fundur 21.05.19
Fundargerð lögð fram og kynnt
15. 18. Verkfundur Árnes og Brautarholt gatnagerð 16.05.19
Fundargerð lögð fram og kynnt
16. Mál til umsagnar Þingskjal 1345 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almanntryggingar (hækkun lífeyris)
Lagt fram og kynnt
17. Verkefni nefndar um stofnun Þjóðgarðs á miðhálendinu Mörk verndarflokkar aðkomuleiðir þjónustumiðstöðvar
Lagt fram og kynnt. Umsögn frestað til næsta fundar.
18. Grænbókin
Lagt fram og kynnt. Umsögn frestað til næsta fundar.
19. Mál til umsagnar, Þingskjal 1303 Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra
Lagt fram og kynnt
20. Mál til umsagnar Þingskjal 0274 Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun
Lagt fram og kynnt
21. Unicef tilmæli um  heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu
Lagt fram og kynnt. 
 
Fundi slitið kl. 11:40   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 19 júní. kl  09.00. í Árnesi.
 
_______________________
                                  Björgvin Skafti Bjarnason
 
_____________________________ ___________________________
Einar Bjarnason Ingvar Hjálmarsson
 ________________________         _______________________
 Matthías Bjarnason Anna Sigríður Valdimarsdóttir
 

Gögn og fylgiskjöl: