- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Markaðsstofa Suðurlands. Kynning. Máli frestað.
2. Erindi frá Bæjarráði Árborgar varðar sameiningarviðræður sveitarfélaga.
Lagt var fram erindi frá Bæjarráði Árborgar undirritað af Ástu Stefánsdóttur er það óskað eftir upplýsingum frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um hvort áhugi sé fyrir umræðum um sameiningu við Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. Sveitarstjórn telur þann sameiningarmöguleika sem um er rætt koma vel til skoðunar. Hins vegar er það mat sveitarstjórnar að ekki sé heppilegt að efna til slíkra umræðu nú, þar sem stutt er í kosningar. Að svo stöddu hafnar sveitarstjórn að taka þátt í þeim umræðum sem boðað er til.
3. Beiðni um tilnefningar í Ráðgjafarnefnd um Þjórsárver. Lagt var fram erindi frá Umhverfisstofnun undirritað af Kristínu Lindu Árnadóttur þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver. Oddviti lagði fram tillögu um Sigþrúði Jónsdóttir og Einar Bjarnason sem fulltrúa i ráðgjafanefndina. Gunnar Örn lagði fram tillögu að Lilju Loftsdóttur. Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa Sigþrúði. Samþykkt með fjórum atkvæðum að tilnefna Einar. Gunnar Örn sat hjá.
4. Brú lífeyrissjóður. Samkomulag um lífeyrisuppgjör.
Lögð voru fram drög að samkomulagi um uppgjör milli Lífeyrissjóðsins Brúar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Uppgjörið kemur til vegna breytingar á lögum um breytingu á lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Sú breyting hefur áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1 júní 2017. Það kallar á framlag sveitarfélagsins til A deildar sjóðsins. Lagt var fram uppgjör launagreiðanda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr.1/1997. Samkvæmt uppgjöri ber sveitarfélaginu að greiða í jafnvægissjóð kr 22.677.526 í lífeyrisauka kr 44.905.083 í varasjóð kr. 4.831.023 samtals kr.72.413.632. Gjalddagi greiðslu er 31.janúar 2018. Afgreiðslu málsins fresta til næsta fundar sveitarstjórnar.
5. Gjaldskrá sorpmála 2018. Leiðrétting. Mál fellt niður.
6. Fjárhagsmál. Sjóðsstreymisyfirlit og áætlun. Heimild til töku yfirdráttar.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjármála og grófar tölur úr rekstri fyrstu 11 mánuði ársins 2017. Fjárfestingar á árinu 2017 námu um 84 mkr. Útgjöldum vegna fjárfestinganna hefur verið mætti með veltufé úr rekstri auk yfirdráttar sem nemur, 10.01.2018 14 mkr. Auk þess lagði sveitarstjóri fram sjóðsstreymisáætlun fyrir janúar- apríl 2018. Í ljósi mikilla útgjalda er þörf á heimild til töku yfirdráttarláns allt að 35 mkr samkvæmt sjóðsstreymisáætlun til 1 maí 2018. Samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra heimild til töku yfirdráttarláns allt að fjárhæð 35 mkr til 1 maí 2018.
7. Reglur um úthlutanir lóða í sveitarfélaginu. Oddviti lagði fram drög að reglum um úthlutanir lóða.
1.Umsóknir skulu vera skriflegar. Þar skal koma fram nafn og heimili umsækjanda og um hvaða lóð er sótt.
2. Að jafnaði er það svo að fyrstur kemur fyrstur fær og ræður sá tími er umsókn er komin í hendur sveitarstjóra.
3. Umsækjendur skulu vera fjárráða og ekki vera í fjárhagslegum vanskilum við sveitarfélagið.
4. Við úthlutun lóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða
5. Við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóðinni vera 8 mánuðir frá því að lóð er tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir. Lóð telst tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir þegar götur eru tilbúnar og stofnkerfi lagna við viðkomandi lóð er klárt. Framkvæmd telst vera hafin við fyrstu áfangaúttekt . Framlenging á frestinum kemur því aðeins til greina að lóðarhafi sæki um slíkt skriflega áður en fresturinn rennur út og geti fært fram rök fyrir slíkri beiðni hámarks viðbótarfrestur er 4 mánuðir. Lóðaúthlutun fellur úr gildi ef frestur rennur út án þess að lóðarhafi hefji byggingar-framkvæmdir eða setji fram rökstudda beiðni um lengri frest.
6. Stöðvist byggingarframkvæmdir í eitt ár eða lengur getur Skeiða- og Gnúpverjahreppur fellt byggingarleyfið úr gildi að undangenginni aðvörun. Hafi byggingarframkvæmdir stöðvast í tvö ár eða lengur getur Skeiða- og Gnúpverjahreppur fellt úr gildi lóðaleigusamning og farið fram á eignarnám á ófullgerðum mannvirkjum til greiðslu kostnaðar.
7. Áður úthlutaðar lóðir taka frest miðað við gildistöku þessarar samþykktar. Framlagðar ofangreindar reglur um lóðaúthlutanir samþykktar samhljóða.
8. Rammasamningar Ríkiskaupa - samningur um aðild. Ríkiskaup hafa endurskoðað gjald fyrir aðild að Rammasamningunum. Hefur það verið lækkað í tilfelli SKOGN úr 620.000 í 248.000 kr. Aðild samþykkt samhljóða.
9. Rauðikambur – erindi. Lagt fram erindi frá Rauðakambi undirritað af Magnúsi Orra Schram. Í erindinu er óskað eftir samstarfi við Skeiða- og Gnúpverjahrepp um stefnumótun og í framhaldi gerð aðgerðaráætlunar um hvernig náttúra Þjórsárdals og heimamenn geti með sem bestum hætti tekið á móti auknum fjölda ferðamanna svo vel megi fara. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
10. Fossá – veiðiréttur. Lagt fram erindi frá Laugardalsá ehf. Fulltrúar Laugardalsár óska eftir framlengingu samnings til eins árs gegn hækkun greiðslu í 1.8 mkr pr ár. Erindi samþykkt samhljóða.
11. Nónsteinn-hús og lóð. Umfjöllun um ráðstöfun. Samþykkt samhljóða að auglýsa hús og lóð til nýtingar. Sveitarstjóra falið að annast auglýsingu.
12. Landgræðslan. Erindi er varðar endurheimt votlendis-Umsögn Sambands. Erindi lagt fram og kynnt.
13. Umsókn um lóð á Löngudælaholti. Lögð fram umsókn frá Landshúsum ehf um lóð nr 20 við Löngudælaholt. Samþykkt samhljóða að úthluta Landshúsum lóðinni.
14. Viðbragðsáætlun Almannavarna. Lögð fram viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið um samfélagsleg áföll sem unnin var undir umsjón Víðis Reynissonar lögreglufulltrúa. Viðbragðsáætlun samþykkt samhljóða.
Skipulagsmál
15. Umsögn Skipulagsstofnunar um br. Deilisk Holtabrautar 1-7. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti.
16. Umsögn Skipulagsstofnunar um br. Deilisk við Árnes. Skipulag samþykkt með fyrirvara um að mörk lóðar við Bugðugerði 5 verði skoðuð sérstaklega. Skipulagráðgjafa falið að taka tilheyrandi gögn til skoðunar.
17. Staðfesting Skipulagsstofnunar um landbreytingu við Árnes. Staðfesting lögð fram og kynnt.
18. Umsögn Skipulagsstofnunar um Deilisk. Réttarholt A við Árnes. Umsöng lögð fram og kynnt.
19. Aðalskipulag Rangárþings ytra. Beiðni um umsögn. Gögn vegna aðalskipulags Rangárþings ytra lögð fram Birgi Haraldssyni um aðalskipulagið og óskað eftir umsögn sveitarstjórnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið.
20. Ásólfsstaðir erindi- skipulagsmál. Lagt fram erindi frá Jóhannes Sigurðssyni. Verið er að skipta jörðinni Ásólfsstaðir 1 nr:166538 upp. Jóhannes er að kaupa landskika úr Ásólfsstöðum 1 um 20 hektara, hann óskar eftir að skikinn verði sameinaður landi nr:166536. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við erindið.
21. Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku við Ísakot. Lögð fram beiðni um frá Vegagerðinni um efnistöku undirrituð af Svani Bjarnasyni. Beiðni samþykkt samhljóða.
22. Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku við Skáldabúðir.Lögð fram beiðni um frá Vegagerðinni um efnistöku undirrituð af Svani Bjarnasyni. Beiðni samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
23. Fundur Skipulagsnefndar nr 146. 07.12.2017. Mál 12,13 og 14 þarfnast afgr
Mál 12. Sandlækur 1 lóð 5 lnr 166643: Rauðhólatún: Stofnun lóðar - 1712007 |
|
Lögð fram umsókn Sesselju Loftsdóttur og Gunnhildar Loftsdóttur dags. 9. nóvember 2017 um skiptingu landsins Sandlækur 1 land 5 lnr. 166643 í tvo hluta. Gert er ráð fyrir að stofnuð verði nú 8,78 ha spilda með heitið Rauðhólatún og að landið sem eftir verður (5,12 ha) fái nafnið Grandi. |
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við ný nöfn. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir skiptingu lóðarinnar og ný nöfn. |
|
Mál 13. Skeiðháholt 1 lnr 166494: Skeiðháholt 1A: Stofnun lóðar - 1712005 |
|
Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu, dags. 1. desember 2017, f.h. eigenda Skeiðháholts 1 lnr. 166494 um stofnun nýrrar 10.965 fm íbúðarhúsalóðar. |
|
Ekki er gerð athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu lóðarmarka og grenndarkynningu á því að á lóðinni verði byggt ibúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun íbúðarhúsalóðarinnar með ofangreindum fyrirvörum. |
|
Mál 14. Álftröð lnr 222125 (Engjateigur): Álfholt: Breytt heiti lóða - 1711059 |
|
Lögð fram umsókn B. Guðjónsdóttir ehf. um stofnun fimm lóða úr landinu Álftröð lnr. 222125. Eru lóðirnar í samræmi við gildandi deiliskipulagi en óskað er eftir að þær fái annað nafn en kemur fram á skipulaginu. Er óskað eftir að lóðirnar fái heitið Álfholt 1,2,3,4,5 en ekki Engjateigur 2,4,6,8,10. |
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðirnar fái heitið Álfholt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir nýtt nafn lóðarinnar. 24. Fundur Skipulagsnefndar nr 147.21.12.2017. Mál 9,13,14,15,16,17,18,19 og þarfnast afgreiðslu. |
Mál 9. Búrfellsvirkjun 166701: Lega jarðstrengs, vatnsból og vatnslögn: Deiliskipulagsbreyting - 1712026 |
|
Umsókn Landsvirkjunar dags. 14. desember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Í breytingunni felst að lega jarðstrengs breytist og afmarkað er vatnsból og vatnslögn frá því. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur, umsögn Minjastofnunar dags. 11. ágúst 2017 og tpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. dags. 8. desember 2017. |
|
Skipulagsnefnd mat deiliskipulagsbreytinguna óverulega og gerði ekki athugasemd við hana. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. |
|
Mál 13. Hraunvellir: Ólafsvellir: Breyttur byggingarreitur: Fyrirspurn - 1712027 |
|
Fyrirspurn Haraldar Þórs Jónssonar dags. 14. desember 2017 um hvort að breyta megi afmörkun byggingarreits fyrir gistihús á landi Hraunvalla í samræmi við tilheyrandi gögn. |
|
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við breytta afmörkun byggingarreitar með fyrirvara um umsögn Veðurstofu Íslands vegna flóðahættu. Er breytingin óveruleg að mati nefndarinnar og er ekki talin þörf á að kynna hana fyrir öðrum en Veðurstofunni. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. |
|
Mál 14. Réttarholt A lnr 166587: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag - 1612035 |
|
Við afgreiðslu málsins hjá Skipulagsnefnd var lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 5. desember 2017 varðandi Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar, Réttarholt A, Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar voru lagðar fram við afgreiðsluna ásamt lagfærðum uppdrætti. til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðarinnar. |
|
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði samþykkt að nýju með breytingum til að koma til móts við athugsemdir Skipulagsstofnunar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar að nýju. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. |
|
Mál 15. Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting - 1709046 |
|
Lögð fram að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna afmörkunar á verslunar- og þjónustusvæði fyrir baðlón og hótel við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem bárust við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem kynnt var skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu sem birtist 5. október 2017. |
|
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna breytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Gert er ráð fyrir að drög að deiliskipulagi svæðisins verði kynnt samhliða. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti að breytingin verði kynnt með ofangreindum hætti. |
|
Mál 16. Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag - 1712021 |
|
Lögð fram umsókn Rauðakambs ehf. dags. 12. desember 2017 þar sem óskað er eftir að drög að deiliskipulag fyrir svæði við gömlu laugina við Reykholt í Þjórsárdal verði tekið fyrir. Meðfylgjandi er deiliskipulagið sem sett er fram á uppdrætti og sér greinargerð auk mynda sem sýna hugmynd að svæðinu í þrívídd. |
|
Skipulagsnefnd samþykkir að drög að deiliskipulagi verði kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar.
|
|
Mál 17. Áshildarvegur borhola lnr 225906: Hitaveita Áshildarmýrar: Framkvæmdaleyfi - 1712029 |
|
Lögð fram umsókn Hitaveitu Áshildarmýrar dags. 18. desember 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu frá borholu í Áshildarmýri meðfram þjóðvegi nr. 30, síðan þjóðvegi nr. 1 að Bitru og Hnaus. Verður hitaveita lögð í sumarhúsahverfi sem liggja þar nálægt og endað í hóteli í landi Hnauss. Meðfylgjandi er yfirlitskort sem sýnir fyrirhugaða lagnaleið. |
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði framkvæmdaleyfi verði út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu í samræmi við umsókn, með fyrirvara um samþykki þeirra landeigenda sem eiga land sem lögnin fer um auk samþykkis vegagerðarinnar. Þá þarf einnig að skila inn öllum gögnum varðandi legu og gerð lagnar til tæknisviðs. |
|
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands auk samþykkis Vegagerðarinnar. Skilyrði er að gögn er varða legu og gerð lagna verði skilað til Umhverfis- og tæknisviðs. Mál 18. Ásólfsstaðir 1 lnr 166538 og Ásólfsstaðir 1 lnr 166536: Staðfest afmörkun og sameining lóða - 1712031 |
|
Lögð fram umsókn Jóhannesar Hlyns Sigurðssonar og Sigurðar Páls Ásólfssonar dags. 10. desember 2017 um stofnun 19,1 ha lands úr jörðinni Ásólfsstaðir 1 (lnr. 166538) og sameina við landið Ásólfsstaðir 1 (lnr. 166536) sem er skráð sem íbúðarhúsalóð. |
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Ákvörðun um sameiningu lóðanna er frestað þar sem ekki er hægt að sameina lóðina við lóðina Ásólfsstaðir 1 lnr. 166536 þar sem hún er skráð sem íbúðarhúsalóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir stofnun lóðarinnar. |
|
|
|
Mál 19. Ásólfsstaðir 1 lnr 166538: Akurhólar 1-4: Stofnun fjögurra lóða - 1712032 |
|
Lögð fram umsókn Sigurðar Páls Ásólfssonar dags. 10. desember 2017 um stofnun fjögurra lóðar úr landi Ásólfsstaða 1, sem samtals eru 2 ha að stærð. |
|
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita nánari upplýsinga hjá umsækjenda um fyrirhugaða notkun lóðanna og afmörkun, sérstaklega hnitsetningu á mörkum við Skriðufell.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. |
25. Fundur Skiplagsnefndar nr 143.27.10.17. Mál 22 þarfnast afgreiðslu.
Mál 22. Vorsabær 1 lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús - 1710026 |
Lögð fram umsókn Unnar Lísu Schram dags. 13. október 2017 um leyfi til að byggja 18,6 fm gestahús á lóðinni Vorsabær 1 lóð. |
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu byggingafulltrúa.
|
26. Fundur oddvita vegna Seyrustaða 23.11.2017.
Lögð fram fundargerð oddvita Uppsveita vegna fundar um restur Seyrustaða
Á fundinum var samþykkt að leggja til við aðildarsveitarfélögin að kaupa bifreið og búnað til seyrulosunar og nemur fjárfestingin um 49 millj á árinu 2018. Skipting kostaðar verði í sömu hlutföllum og almennt um fjárfestingu á Seyrustöðum og hvert sveitarfélag mun fjármagna sinn hlut.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og er oddvita falið að skrifa undir samstarfssamning sveitarfélaganna.
27. Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans nr. 28. 19.09.2017. fundargerð lögð fram og kynnt.
28. Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans nr. 29. 19.10.2017. Fundargerð lögð fram og kynnt
29. Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu 18.12.2017. fundargerð lögð fram og kynnt.
30. Fundargerð 12. Fundar Afréttarmálanefndar 23.08.2017. Í fundargerðinni er bent á að standsetning og umsjón fjallaskála á afrétti hefði verið ábótavant. Sveitarstjóra falið að ræða við nefndina um útfærslu á þeim verkþáttum.
31. Fundargerð 25. Fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar. 05.12.2017. fundargerð lögð fram og kynnt.
Samningar og umsagnir
32. Hjálparfoss samningur við Skógræktina um lóð. Lögð fram drög að samning um afnotarétt af Þjóðlendu við Hjálparfoss í þjóðlendunni ,,Landgræðslusvæði í Þjórsárdal“ verður það notað undir fyrirhugaða salernisaðstöðu í eigu Skógræktarinnar. Samningur samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
33. Samningur við Rauðakamb ehf um Hólaskóg. Máli frestað.
34. Samningur um snjómokstur. Þarfnast staðfestingar. Samningar við Strá ehf og Georg Kjartansson. Samningar staðfestir. Halla Sigríður sat hjá.
35. Leyfi til gistingar Vorsabær- beiðni um umsögn. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til gistingar. Undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi verði veitt.
36. Leyfi til gistingar – Áshildarmýrarvegur 35- beiðni um umsögn. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til gistingar. Undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til byggingafulltrúa.
37. Í skugga valdsins. Greinargerð Sambandsins. Lögð fram bókun frá stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með umfjöllun stjórnar Sambandsins um málið.
38. Kæra eigenda hjólhýsa í Þjórsárdal. Úrskurður Kærunefndar húsamála undirritaður af nefndinni. Sveitarstjórn og Skógræktin eru sýknuð af kröfum eigenda hjólhýsa.
Styrkir
39. Íþróttasamband fatlaðra – beiðni um styrk. Lög fram beiðni styrk til starfs sambandsins sambandið gefur út blaðið Hvata. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Íþróttasambands fatlaðra til góðra verka veita styrk til þess með kaupum á auglýsingu 1/4 úr síðu fyrir 37.000 kr.
40. Snorraverkefnið- beiðni um styrk. Lögð fram beiðni um styrk til Snorraverkefnis, beiðni hafnað.
41. Önnur mál
I. Halla Sigríður vakti máls á hvort tilefni væri til að kanna þörf fyrir akstur eldri borgara. Samþykkt samhljóða að fela Velferðar- og jafnréttisnefnd að taka málið til skoðunar.
Mál til kynningar
A. Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
B. Afgreiðslur byggingafulltrúa 17-68.
C. Afgreiðslur byggingafulltrúa 17-69.
D. Rannsóknarleyfi vegna Stóru- Laxár.
E. Félagsfundur Sorpstöðvar des 2017.
F. Fundur Fagráðs TÁ nr. 186.
G. Fundur stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga.
H. Fundur stjórnar SASS nr. 527.
I. Fundur Heilbrigðisnefndar nr. 183.
J. Eftirspurn eftir lóðum í Árneshverfi.
K. Umhverfisstofnun. Beiðni um upplýsingagjöf vegna svæðisáætlunar.
L. Frumvarp til br á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þingskjal 11.
M. Frumvarp til br á lögum um fatlað fólk. Þingskjal 26.
N. Frumvarp til br á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
O. Frumvarp til br á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
P. Ársskýrsla Þjónusturáðs.
Q. TÁ Kostnaðarskipting sveitarfélaga.
R. Byggiðn. Jarðarmörk Stóra-Hofs.
S. Skýrsla sveitarstjóra
Fundi slitið kl 16:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: