Sveitarstjórn

47. fundur 20. september 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

            Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 20. september 2017  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Hvammsvirkjun. Mat á aðstæðum og framkvæmdaáformum. Rætt var um hugsanlega beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að afgreiða það og með hvaða hætti. Sveitarstjórn gagnrýnir að  athugasemdir vegna Hvammsvirkjunar séu ekki aðgengilegar almenningi og hvetur Skipulagsstofnun til að bæta úr því. Samþykkt samhljóða.

2.     Snjómokstur útboðsgögn. Lögð fram drög að gögnum til útboðs/verðkönnunar á snjómokstri í sveitarfélaginu. Gögnin unnin í samráði við Vegagerð ríkisins. Útboðsgögn samþykkt og sveitarstjóra falið að auglýsa útboð.

3.     Neslaug leiga. Seinni umræða. Lagt fram erindi að nýju frá Eyþóri Brynjólfssyni. Hann óskar eftir að fá að reka Neslaug árin 2018-2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eyþór, samþykkt að greiðsla til hans verði kr. 500.000 pr mánuð á samningstímanum. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Eyþór.

4.     Erindi frá Samgöngu og sveitarstj.ráðuneyti. Varðar sameiningar.

Lagt fram erindi frá Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneyti. Ráðgjafanefnd um sameiningarmál. Lagt fram og kynnt.

5.     Nónsteinn ákvörðun um framhald rekstrar. Leigutíma núverandi leigutaka á gistiheimilinu Nónsteini líkur 30 september nk. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á húsinu, ákvörðun frestað um framvindu hússins þar til úttekt hefur farið fram.

6.     Ríkiskaup aðildarsamningar. Lögð fram gögn frá ríkiskaupum, krafist er greiðslu fyrir aðild að aðildarsamningum/ramma-samningum. Samþykkt að hafna áframhaldandi aðild að aðildarsamningum Ríkiskaupa.

7.     Umsókn South Central ehf um lóð við Malarbraut við Brautarholt. Lögð fram umsókn South central ehf undirrituð af Hermanni Kristjánssyni um verslunar og þjónustulóðir við Malarbraut nr 4 og 6. við Brautarholtshverfi. Samþykkt samhljóða að úthluta lóðunum til South central. Sveitarstjóra falið að útbúa lóðarleigusamninga.

Fundargerðir

8.     Fundargerð 140. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 14 og 15 þarfnast umfjöllunar.

14. mál

Hvammsvirkjun virkjun Þjórsár á móts við  Skarðsfjall : Deiliskipulag 1509062.  Kynningar á athugasemdum og umsögnum sem bárust við tillögu að deiliskipulagi samhliða aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að málinu verði frestað til næsta fundar Skipulagsnefndar.

15. mál

Reykholt í Þjórsárdal. Verslunar – og þjónustusvæði : Aðalskipulagsbreyting 1709046. Varðar umsókn Rauðakambs ehf. Um breytingu á aðalskipulagi á svæði við Reykholt í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna lýsinguna skv 1. Mgr. 30. Gr skipulagslaga nr 123/2010. Með fyrirvara um breytingar á texta í samráði við skipulagsfulltrúa

9.     Fundargerð 17. Fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

10. Fundargerð Atvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

11. Fundargerð NOS. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12.  Bréf frá skipulagsstofnun. Varðar Búrfell 2. Undirritað af Agli Þórarinssyni. Þar er óskað eftir að sveitarfélagið veiti umsögn um hvort nægjanlega sé ferð fyrir framkvæmdinni við virkjunina, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa.

13.  Leyfi til reksturs Gististaðar og veitinga Steinsholt 2. Beiðni um umsögn. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirritað af Agli Benediktssyni þar sem leitað er umsagnar sveitarfélagsins umveitingu leyfisins. Sveitarstjórn samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti. Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi undir þessum lið

14. Önnur mál löglega framborin.

I.  Búrfell 2. Sveitarstjórn lýsir óánægju með samráðsleysi við hönnun og skipulag aðgengis að Búrfellsskógi í tengslum við framkvæmdir við Búrfell 2. Samþykkt að óska eftir fundi með stjórnendum Landsvirkjunar um málið svo fljótt sem auðið er.

II. Lokun Þjórsárdalsvegar vegna fjárreksturs.  Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun : Talsverðrar óánægju gætir vegna lokunar á Þjórsárdalsvegi vegna fjárrekstrar föstudaginn 15 september þar sem fólki taldi að veginum hefði verið lokað mun fyrr en þörf var á, auk þess hafi lokun vegarins komið fólki á óvart þar sem aðeins voru auglýstar tafir á umferð. Sveitarstjórn skorar á lögregluna ásamt fjallkóngum og sveitarstjórn að skoða hvernig best sé að standa að þessum málum í framtíðinni þannig að sem minnst röskun hljótist af. Samþykkt samhljóða. Oddvita falið að fylgja málinu eftir.

Mál til kynningar

A.   Fundargerð 523. Fundar stjórnar SASS.

B.    Afgreiðslur byggingafulltrúa. 17-62. 06.09.17.

C.    Fundargerð 182. Fundar Tónlistarskóla Árnesinga

D.   Fundargerð 852. Fundar stjórnar Sambands Ísl svf.

E.    Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda.

F.     Kynningarefni um húsnæðisáætlanir.

G.   Aðalskipulagsvinna. Landbúnaðarland -skilgreining.

Fundi slitið kl : 16:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. október  næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: