- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022
Sveitarstjóri gerði grein fyrir álagningarforsendum fyrir árið 2022.
Útsvar helst óbreytt á milli ára og verður 14,52%.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að útsvar verði óbreytt, 14,52%.
Fasteignaskattur er óbreyttur á milli ára og er:
A-flokkur 0,45% af heildar fasteignamati:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B-flokkur 1,32% af heildar fasteignamati:
Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C-flokkur 1,65% af heildar fasteignamati:
Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir 3. gr. samþykktar sveitarstjórnar frá 7. febrúar 2006. Fólk 67 ára og eldra og fólk sem eru 75% öryrkjar eða meira geta sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirra íbúðar sem það býr í og ekki er nýtt af öðrum.
Afsláttur af fasteignagjöldum tekur breytingum frá árinu 2021 í samræmi við breytingi á vísitölu neysluverðs á tímabilinu 1. des 2020-1. des 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að álagningarhlutfall fasteigasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári, að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2021 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs frá des 2020 til des 2021 og að gjalddagar fasteignagjalda árið 2022 verði 10, frá feb- nóv.
Gjaldskrá vatnsveitu:
Heimæðagjald
Grunnur heimæðagjalds vatnsveitu er 150.000 kr. og var samþykktur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepp þann 6. október 2009, m.v. byggingarvísitölu grunnvísitölu í janúar 2009, 489,6 stig. Heimæðagjald í nóvember 2021, er þá 241.912 kr. m.v. byggingarvísitölu nóvember 2021, 789,6 stig.
Vatnsgjald:
Vatnsgjald helst óbreytt 0,2% af heildarfasteignamati íbúðarhúsi, lóða og atvinnuhúsnæði, þó að hámarki 37.000 kr. Eitt vatnsgjald er innheimt af sumarhúsum, 31.500 kr.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá vatnsveitu samhljóða með 5 atkvæðum.
Lóðarleigugjöld:
Lóðarleigugjöld innheimtast skv. lóðarleigusamningum.
Gjaldskrá fráveitugjalda/Seyrulosunargjalda:
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið er 0,25% af fasteignamati.
Stofngjald fráveitu/Heimtaugagjald verður:
Heimtaug 150 mm eða grennri 248.000 kr.
Heimtaug 151-200 mm 262.000 kr.
Heimtaug 201-250 mm 277.000 kr.
Semja þarf sérstaklega um stofngjald fráveitu á stöðum fjarri stofnlögnum holræsa, þ.e. yfir 20 metra og einnig ef um sérstakar úrlausnir fráveitumála er að ræða. Stofngjald fráveitu fylgir byggingarvísitölu. Grunnvísitala er byggingarvísitala, grunnur 2010, í dsember 2021, 159,3 stig.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa. Gert er ráð fyrir 3% hækkun á seyrlosunargjaldi. Árlegt gjald fyrir losun seyru þar sem tæming er á þriggja ára fresti verður 11.845 kr.
Fyrir aukahreinsun að beiðni eiganda greiðist eftirfarandi:
Aukalosun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun 46.350 kr.
Gjald vegna aukalosunar á rotþró í sérferð er 110.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 5 atkvæðum.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi:
Gert er ráð fyrir að að gjöld v. sorpeyðingar hækka um 7% og gjöld sorphirðu hækki um 3%
Sorphirðugjald m.v. ílátastærð:
240 lítra tunna 38.070 kr.
660 lítra tunna 53.705 kr.
1.100 lítra tunna 56.085 kr.
Sorpeyðingargjald m.v. ílátastærð:
240l 22.260 kr.
660 l 71.210 kr.
1100 l 120.410 kr.
Frístundahúsnæði 20.065 kr.
Sorpeyðingargjald fyrir dýrahræ:
Sorpeyðingargjald vegna dýrahræja er lagt á alla aðila með búrekstur.
Gjaldflokkur 1 (mikil notkun) 120.000 kr.
Gjaldflokkur 2 80.000 kr.
Örbú 15.000 kr.
Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2021 lögð og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn með 5 atkvæðum.
Aðrar gjaldskrár: Gjaldskrá leikskólans Leikholts: Gert er ráð fyrir 3% hækkun á fæði til nemenda og 5% hækkun á vistunargjöldum í Leikholti.
Gjaldskrá Þjórsárskóla: Gert er ráð fyrir 3% hækkun á fæði og gjöldum í skólavist.
Gjaldskrá v. fæðis til starfsfólks og eldri borgara: gert er ráð fyrir 3% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir fæði og vistunargjöld í Leikholti, Þjórsárskóla og fyrir starfsmenn og eldri borgara fyrir árið 2022 samhljóða með 5 atkvæðum.
Lagt er til að tómstundastyrkur verði 80.000 kr. pr. barn á aldrinum 6-18 ára.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að tómstundastyrkur verði 80.000 kr. pr. barn á árinu 2022.
2. Fjárhagsáætlun 2022 síðari umræða
Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2022 lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025. Byggist fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 í grunninn á áætlun fyrir árið 2021 með viðaukum.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022, eins og hún er lögð fram til síðari umræðu, er áætlað að rekstrarafgangur verði um 4 millj. kr. eftir fjármagnsliði, tekjuskatt og afskriftir. Byggjast úrsvarstekjur á áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þróun útsvarstekna sl. mánuði. Tekjur vegna jöfnunarsjóðs byggja á áætlun frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um þróun greiðslna úr sjóðnum.
Rekstrargjöld hækka milli ára. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri einstaka eininga og stofnan en útgjöld aukast þau m.a. vegna kjarasamningshækkana og verðlagshækkana á ýmsum vöru- og þjónustukaupum. Kjarasamningar kennara, leikskólakennara og stjórnenda leik- og grunnskóla eru lausir áramótin 2021-2022. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna fræðslumála verði um 437 milljónir en sá málaflokkur sem tekur mest til sín fjármagn og nemur sá málaflokkur um 48% af tekjum sveitarfélagsins. Útgjöld v. samstarfsverkefna sveitarfélagsins hækka milli ára, m.a. í velferðarþjónustu v. aukins fjölda mála þar, hækkun er á framlagi um 12% á mánuði til Brunavarna Árnessýslu sem
stafar af stórum hluta á hækkun brunabótamats í sveitarfélaginu og hefur það áhrif á kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins, framlag til Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita hækkar um 4,3% en uppgjör miðast þó að lokum á umfangi byggingar- og skipulagsmála í sveitarfélaginu. Gjaldskrárhækkarnir sem urðu hjá UTU á árinu eru því greinilega að skila sér inn.
Farið var í útboð á árinu um sorphirðu. Þrátt fyrir það er málaflokkurinn að skila tapi sem nemur um 17 milljónum þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir á komandi ári. Fráveitan er að sama skapi að skila tapi upp á 11,5 milljónir.
Á árinu 2021 var unnið að miklum endurbótum á húsnæði Leikholts í Brautarholti v. myglu þar. Áfram verður unnið að viðhaldi á leikskólanum og farið verður í viðhald á Þjórsárskóla einnig, en skipta þarf út nokkrum gluggum og mála húsið að utan. Farið verður í fjárfestingar á árinu sem koma að mestu við gatnagerð og fráveituframkvæmdir. Unnið hefur verið að nýju deiliskipulagi í Brautarholti og gera má ráð fyrir framkvæmdum í kringum það.
Helstu tölur fyrir árið eru að tekjur samstæðu nemi samtals um 909 milljónir á árinu 2022. Rekstrargjöld verða 895 milljónir, þar af afskriftir um 35 milljónir. Fjármagnsgjöld verða um 10 milljónir. Rekstrarafgangur samstæðunnar er því um 4 milljónir eins og fram kom að framan. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar í lok árs verður 15 milljónir. Afborganir langtímalána eru áætluð um 23 milljónir á árinu. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði um 38 milljónir á árinu og að tekið verið nýtt lán að fjárhæð 30.000.000 kr. til að greiða upp yfirdráttarheimild og standa undir framkvæmdakostnaði.
Ljóst er skv. útkomuspá fyrir árið 2021 að reksturinn muni skila halla á því ári. Það er því brýnt að sýna stöðugt aðhald í rekstri til að kostnaður málaflokka sé í sem bestu samræmi við þær tekjur sem sveitarfélagið hefur.
Þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 er ekki staðfest fjárhagsáætlun heldur einungis yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár. Gera má því ráð fyrir að fjárhæðir v. reksturs og framkvæmda breytist frá því sem kemur fram í áætluninni hverju sinni. Í áætlunnin sem lögð er fram núna er ekki gert ráð fyrir breytingum í rekstri málaflokka á milli ára heldur er gert ráð fyrir verðlagshækkunum útfrá spám. Mikilvægt er að leggja áherslu á að byggja upp innviði í sveitarfélaginu næstu árin. Skv. þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir rekstrarafgangi næstu árin eða 4,3 millj árið 2023, 3,3 millj árið 2024 og 2 millj. árið 2025.
Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlun og mikilvægi þess að leggja áherslu á uppbyggingu innviða í samfélaginu.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 er samþykkt samhljóða af sveitarstjórn með 5 atkvæðum.
3. Fjárhagsáætlun 2021- viðauki
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun lagður fram. Farið var yfir hvern flokk. Skatttekjur hækkaðar og rekstrargjöldum breytt til hækkunar og lækkunar eftir stöðu hvers málaflokks. Tekið var tillit til 10 millj kr. afskrifta og niðurfærslu á gatnagerðagjöldum á árinu. Árið 2020 var búið að afskrifa 12 milljónir og voru þær niðurfærðar á árinu. Auk þess var áður búið að greiða 5,170 millj tilbaka v. áður greiddra gatnagerðargjalda. Fjárfestingar sem ekki var farið í á árinu en gert hafði verið ráð fyrir voru teknar tilbaka og sumar færðar yfir á næsta ár. Viðauki hefur jákvæð áhrif á rekstur. Nettó breyting er 44,2 millj. og er gert ráð fyrir að lækka skammtímaskuld við lánastofnanir um 80 milljónir.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2021 samhljóða með 5 atkvæðum.
4. Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarbók
5. Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarbók
6. Loftslagsstefna- Tillaga um samstarf
Lögð fram tillaga frá Jóni Valgeirssyni sveitarstjóra í Hrunamannahreppi um að sveitarfélögin í uppsveitum vinni sameiginlega að loftslagsstefnu fyrir sveitarfélögin. Lagt er til að ráðinn verði verkefnastjóri í verkið. Vinna fulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins er hafin og er gert ráð fyrir að sú vinna haldi áfram.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að taka þátt í gerð sameiginlegrar loftslagsstefnu fyrir svæðið. Sveitarstjóra er falið að skoða það ásamt fulltrúum annarra þátttökusveitarfélaga hvort forsenda sé fyrir ráðningu verkefnastjóra. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun.
7. Leyfi Menntavísindastofnunnar til æskulýðsrannsókna
Menntavísindastofnun óskar eftir heimild til að hafa samband við skólastjóra grunnskóla til að afla þátttökuskóla fyrir æskulýðsrannsókn á tímabilinu 2021-2026. Rannsóknin er á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks og ætla að auka þekkingu og skilning á lífskjörum ungs fólks. Spurt er um líðan, næringu, viðhorf til skólans, svefn, hreyfingu, tómstundir, slys, tannhirðu, líðan, félagsleg tengsl og umhverfi nemenda.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og heimilar að haft verið samband við skólastjóra Þjórsárskóla.
8. Styrkur til uppbyggingu salernisaðstöðu við Hjálparfoss
Styrkbeiðni barst frá Skógræktinni vegna uppbyggingar á salernisaðstöðu við Hjálparfoss.
Skógræktin hyggst afhenda Umhverfisstofnun húsið til umsjónar þar sem landið er á friðlýstu svæði. Upphafleg styrkumsókn hljóðaði upp á 1.000.000 kr. Verkið hefur dregist á langinn af ýmsum orsökum. Óskað er eftir að fyrrnefnd styrkumsókn haldi áfram gildi sínu ásamt ósk um hærri styrkfjárhæð.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja uppbyggingu á salernisaðstöðu við Hjálparfoss um 1,5 milljón. Gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2022.
9. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. Samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi
Í síðustu drögum sem lögð voru fyrir sveitarstjórn vantaði upptalningu á tveimur aðilarsveitarfélögum og einu sveitarfélagi var ofaukið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi og hefur yfirfarið lokadrög. Samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi er því staðfest af sveitarstjórn.
10. Umsókn um breytingu á framkvæmdaleyfi
Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Ljósleiðaranum til að plægja rör frá sveitarfélagamörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps og meðfram Skeiða og Hrunamannavegi að Hlemmiskeiði 3.
Framkvæmdaleyfi hefur verið staðfest af sveitarstjórn með 5 atkvæðum
11. Samningur um Neslaug og Skeiðalaug
Drög að samningum um Neslaug og Skeiðalaug lagðir fram. Lagt er til að framlengdir verði samningar við Eyþór Brynjólfsson. Samningur um Neslaug gildir til 31.12.2023 og samningur um Skeiðalaug til 30.06.2022.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum samning um umsjón og rekstur Neslaugar og 4 atkvæðum samning um umsjón og rekstur Skeiðalaugar við Eyþór Brynjólfsson og felur sveitarstjóra að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.
Anna Sigríður Valdimarsdóttir greiddi atkvæði gegn afgreiðslu samnings um umsjón og rekstur Skeiðalaugar og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í ljósi þess að ákvörðun um framtíð Skeiðalaugar hefur verið í upplausn meira og minna allt kjörtímabilið, greiði ég gegn samningi þessum sem yfirlýsingu um að ég vil að sveitarstjórn gangi frá lausum endum er varðar framtíð sundlaugarinnar.“
12. Samband íslenskra sveitarfélaga. Breytt skipulag barnaverndar
Breytingar hafa verið gerðar á barnaverndarlögum og lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Barnaverndarnefndir verða lagðar niður og þess í stað verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar. Lámarksíbúafjöldi í umdæmi barnarverndarþjónustu verður að vera 6.000 manns. Huga þarf að samvinnu milli sveitarfélaga við rekstur þessara tveggja eininga sem og hvort sækja eigi um undanþágu frá lámarksfjölda íbúa að baki barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
13. Samband íslenskra sveitarfélaga. Uppfærsla svæðisáætlana v. lagabreytinga
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Uppfæra þarf svæðisáætlanir um meðhöndlum úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár um úrgangsmeðhöndlun.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að uppfæra samþykktir um meðhöndlun úrgangs í takt við lagabreytingar.
14. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita. Fundargerð nr. 227 og nr. 228.
Fundargerð 227
24. Stekkjartún, Stóru-Mástungu 2 L166604; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - 2110081
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til aðalskipulagsbreytingar í landi Stóru-Mástungu II. Breytingin varðar breytingu á landnotkun aðalskipulags á um 3,8 ha lands (mynd 1)
austan við núverandi bæjarhús að Stóru Mástungu II úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingu áforma landeigendur að deiliskipuleggja svæðið sem um ræðir fyrir þrjár lóðir ásamt þremur byggingarreitum fyrir frístundahús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Anna Sigríður Valdimarsdóttir greiddi atkvæði gegn breytingu á landnýtingu við Stekkjartún Stóru-Mástungu og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég hafna fyrir mitt leyti skipulagslýsingu um breytta landnotkun. Athugasemdir hafa verið gerðar við vægi og mikilvægi flokkunar landbúnaðarlands skv. aðalskipulagi, þ.e. að efstu flokkar taki til of einsleits lands og er svæðið sem um ræðir nú þegar að hluta til ræktað land. Þess fyrir utan þá er ég hugsi yfir þeirri þróun sem sveitarfélagið og önnur dreifbýlissveitarfélög hafa staðið frammi fyrir á undanförnum áratugum þar sem landbúnaður víkur fyrir frístundabyggð.“
Fundargerð 228
18. Hraunhólar lnr 166567 Íbúða- og frístundabyggð Stækkun svæðis og fjölgun lóða Aðalskipulagsbreyting - 1803045
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunhóla L166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins á auglýsingatíma tillögunnar. Nefndin telur að brugðist sé við umsögnum og þeim svarað með fullnægjandi hætti innan greinargerðar tillögunnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu og óskar verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. Skipulagsstofnun. Deiliskipulag Löngudælaholti, frístundasvæði
Skiplagsstofnun gerir athugasemd við afgreiðslu sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem hámarks byggingarmagn á lóðum er í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags um nýtingarhlutfall allt að 0,05 á eldri frístundasvæðum og að byggingarreitir frístundahúsa uppfylli ekki ákvæði skipulagsreglugerðar sem kveður á um 100 m. fjarlægð frístundahúsa frá stofn- og tengivegum. Að auki gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að í aðalskipulagi sé efnistökusvæði innan eða við svæðið. Gera þarf grein fyrir efnistökusvæðinu sé það innan deiliskipulags á uppdrætti og setja fram viðeigandi skimála. Skipulagsstofnun tekur þó jákvætt í að unnið sé að samræmdu og uppfærðu deiliskipulagi sem einni heild.
Sveitarstjórn tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og hefur vinnu við að láta lagfæra deiliskipulagið og sækja um undanþágur þar sem það á við.
16. Skipulagsstofnun. Umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingar í Kerlingafjöllum
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um fyrirhugaða framkvæmd Fannborgar við uppbyggingu í Ásgarði í Kerlingarfjöllum og skipulagslýsingu Hrunamannahrepps.
Meirihluti sveitarstjórnar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd við uppbyggingu í Ásgarði í Kerlingarfjöllum og skipulagslýsingu Hrunamannahrepps.
Anna Sigríður Valdimarsdóttir situr hjá.
17. Skólanefndar 16. fundur Þjórsárskóla
16. fundargerð skólanefndar Þjórsárskóla haldinn 16.11.2021 lögð fram og kynnt.
18. Skólanefnd. 17.fundur Leikholts
17. fundargerð skólanefndar Leikholts haldinn 16.11.2021 lögð fram og kynnt.
19. Bergrisinn. Aðalfundargerð Bergisans og tillaga um húsnæðissjálfse. Stofnun
Aðalfundargerð Bergrisans lögð fram og kynnt.
Lögð fram tillaga að stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Gert er ráð fyrir 1 millj kr. stofnfé sem skiptist hlutfallslega á milli sveitarfélaga miðað við íbúafjölda í janúar 2021. Þegar kemur að framkvæmdum er gert ráð fyrir að sjálfseignarstofnunin fái stofnframlag frá HMS og viðkomandi sveitarfélagi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.
Að öðru leyti er fundargerð aðalfundar Bergrisans lögð fram og kynnt.
20. Seyrverkefni. Fundargerð og fjárhagsáætlun 2022.
Fjárhagsáætlun v. seyruverkefnisins fyrir árið 2022 samþykkt af sveitarstjórn með 5 atkvæðum. Fundargerð var áður lögð fram og kynnt.
21. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Fundargerð aðalfundar
Fundargerð aðalfundar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita sem haldinn var 10. nóvember 2021 lögð fram og kynnt.
22. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 903. fundar stjórnar
Fundargerð lögð fram og kynnt
23. Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Aðalfundargerð og fundargerðir 574 og 575 fundur
Fundargerðir lagðar fram og kynntar
24. Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerðir 3. og 4. funda stjórnar
Fundargerðir lagðar fram og kynntar
25. Sorpstöð Suðurland.s Fundargerð aðalfundar
Fundargerð aðalfundar lögð fram og kynnt
26. Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga
Fundargerð lögð fram og kynnt
Fundi slitið kl. 18:15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 12. janúar 2022, kl 14.00, í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: