Sveitarstjórn

51. fundur 18. september 2024 kl. 09:00 - 11:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gerður Stefánsdóttir
  • Gunnar Örn Marteinsson
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla oddvita á 51. sveitarstjórnarfundi

Vinnufundur með Sókn lögfræðistofu.
Fundur með Landsvirkjun.
Skólahreysti.
Fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi.
Fjölmiðlaumfjöllun.
Heilsueflandi Uppsveitir.

2. Hvammsvirkjun - umsókn um framkvæmdaleyfi

​Lögð fram umsókn frá Landsvirkjun þar sem sótt er um að nýju um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á grundvelli umsóknar frá 14. desember 2022 og fylgiskjala sem fylgdu þeirri umsókn með þeim breytingum sem tilgreindar eru í fylgiskjölum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar umsókninni til umfjöllunar í Loftslags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins og til Skipulagsnefndar.

 

3. Svarbréf stjórnar BÁ við fyrirspurn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepp

​Lagt fram svar stjórnar Brunavarna Árnessýslu við erindi frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til stjórnar Brunavarna Árnessýslu er varðar kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaganna dagsett 3. júlí 2024. Í svari stjórnar Brunavarna Árnessýslu er fjallað um þann laga- og reglugerðarramma sem settur er varðandi málaflokkinn til að átta sig á eðli og umfangi starfseminnar. Einnig kemur fram ítarleg greining vegna þeirra útkalla sem berast til Brunavarna Árnessýslu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar stjórn Brunavarna Árnessýslu fyrir gott og ítarlegt svar sem greinir vel frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem Brunavarnir Árnessýslu þurfa að kljást við í sínum störfum. Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir svar stjórnar Brunavarna Árnessýslu það að engar tölfræðilega staðreyndir eru á bak við forsendur núverandi kostnaðarskiptingar á rekstri Brunavarna Árnessýslu. Í 15.gr. reglugerðar nr. 747/2018 kemur fram hver mannaflaþörf slökkviliðs skuli vera. Þar kemur fram að þegar íbúar á starfssvæði slökkviliðs fara yfir 5.000 komi fram krafa um vakt á slökkvistöð á dagvinnutíma og að þegar íbúar í einstöku þéttbýli á starfssvæði slökkviliðs fari yfir 15.000 íbúa skuli manna slökkvilið með fastri mannaðri sólarhringsvakt slökkviliðsmanna á slökkvistöð. Það er því aukinn íbúafjöldi á svæðinu sem orsakar forsendur fyrir auknum kröfum sem sett eru á sveitarfélög þegar kemur að lögbundinni skyldu sveitarfélaga til að starfrækja brunavarnir samkvæmt lögum nr. 75/2000 um brunavarnir.

 

Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er því eina rétta og sanngjarna leiðin til að deila kostnaði við rekstur brunavarna að miða út frá íbúafjölda. Sé það vilji aðildarfélaga Brunavarna Árnessýslu að hafa aðrar forsendur til kostnaðarskiptingar en einungis íbúafjölda er mikilvægt að það sé gert á jafnræðisgrundvelli milli sveitarfélaga og í samræmi við þau verkefni sem koma fram í svari stjórnar Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar því á stjórn Brunavarna Árnessýslu að leggja fram nýjar tillögur að kostnaðarskiptingu fyrir haustfund Héraðsnefndar Árnessýslu, hvort sem hún byggir eingöngu á íbúafjölda, út frá raunverulegum verkefnum eins og kemur fram í svari stjórnar Brunavarna eða sambland af hvoru tveggja.

 

4. Erindi vegna reiðvegar meðfram Þjórsárdalsvegi

Lagt fram bréf frá Ágústi Inga Ketilssyni, bónda á Brúnastöðum og fjallkóngi Vesturleitar á Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Í bréfinu er skorað á sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Vegagerðina að bæta reiðvegi á svæðinu frá Sandlækjarholtinu að Þrándarholti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að ræða við reiðveganefnd Hestamannafélagsins Jökuls og Vegagerðina um hvernig hægt sé að standa að breytingum sem bætir öryggi hestafólks á þessu svæði.

 

Vilborg Ástráðsdóttir víkur af fundi.

 

5. Samningar vegna byggingar íþróttahúss

​​​Lagðir fram til staðfestingar sveitarstjórnar samningar við aðalhönnuð, byggingarstjóra og jarðvinnu vegna aðkomuveg, púða og plan fyrir íþróttamiðstöð í Árnesi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fjórum atkvæðum framlagða samninga og felur sveitarstjóra að undirrita samningana.

 Vilborg Ástráðsdóttir kemur aftur inn á fund.

 

6. Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfis á Kálfhóli

​​​Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í flokk II, H-Frístundahús á Kálfhóli. Um er að ræða 5 hús með allt að 6 gestum í hverju húsi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki athugasemdir við útgáfu á fyrirhuguðu rekstrarleyfi.

 

7. Styrkbeiðni vegna Uppsveitakastsins

Lagt fram bréf frá Jónasi Yngva Ásgrímssyni er varðar Uppsveitakastið, nýtt hlaðvarp sem er hugsaður sem sameiginlegur vettvangur fyrir íbúa Uppsveitanna. Þar mun verða fjallað um fólk og málefni sem varða sveitarfélögin í Uppsveitunum. Óskað er eftir styrk til þess að halda úti Uppsveitakastinu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Jónasi Yngva fyrir gott framtak að koma á slíkum vettvangi sem Uppsveitakastið er. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja Uppsveitakastið um 70.000 kr. Skilyrði styrkveitingar er að umsjónaraðili hlaðvarpsins fá álit hjá fjölmiðlanefnd hvort hlaðvarpið sé orðið skráningarskylt. Sé hlaðvarpið skráningarskylt að mati fjölmiðlanefnar skal hlaðvarpið skráð sem fjölmiðill hjá fjölmiðlanefnd. Styrkurinn rúmast innan fellur innan samþykktra fjárheimilda.

 

8. Tillaga frá U-lista, flugeldalaus áramót

Lagt fram erindi frá Axel Árnasyni, fulltrúa U-lista í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að bönnuð verði notkun flugelda í sveitarfélaginu, þó með þeirri undanþágu að notkun neyðarblysa vegna vár eða hættu verði áfram heimil.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur mikilvægt að fjalla nánar um málið vísar málinu til frekari umfjöllunar í Loftslags- og umhverfisnefnd.

 

9. Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025

Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2024 frá Kvennaathvarfinu

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja kvennaathvarfið um 100.000 krónur og fellur styrkurinn innan samþykktra fjárhagsheimilda.

 

10. Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn þann 9. október nk. kl. 13:00-14:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á aðalfundi, sem samkvæmt samþykktum samtakanna skal halda annað hvert ár, er kosið í stjórn samtakanna.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tilnefndir oddvita, Harald Þór Jónsson, sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps til framboðs í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga.

 

​11. Fundargerð 287. fundar skipulagsnefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar. Engin mál í fundargerðinni eru til staðfestingar sveitarstjórnar.

12. Afgreiðslur byggingarfulltrúa 24-210

Fundargerð lögð fram til kynningar.

​13. Fundargerðir 14. og 15. fundar Afréttarmálanefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Fundargerðir 12., 13., 14. og 15. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Gerður Stefánsdóttir lagði fram bókun við 1. tl á dagskrá 15. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar:

 

Í ljósi þess að Umhverfisstofnun lagði fram kröfu um að mál er varðar borholur Rauðukamba færi fyrir Loftslags- og umhverfisnefnd  sveitarfélagsins þá er gagnrýnivert að sveitastjórn hafi afgreitt málið án þess að málið hafi fengið umfjöllun í nefndinni. 

15. Fundargerð stjórnar SVÁ frá 10. september 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Fundargerð 8. fundar oddvitanefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18. Fundargerðir 21. og 22. fundar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

19. Fundargerð ársfundar Arnardrangs hses 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20. Fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21. Fundargerð 74. og 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

22. Fundargerð stjórnar Þjóðveldisbæjarins 22. ágúst 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23. Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 11:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. október, kl. 9.00, í Árnesi.

Skjöl