- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 19. febrúar 2025
61. sveitarstjórnarfundur
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 61. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
2. Umsókn um lóð- Þingbraut 15
Lögð fram umsókn um lóðina Þingbraut 15 frá fyrirtækinu Traust tækni ehf., sem á og rekur stálsmiðju sem sérhæfir sig í hönnun, smíði og uppsetningu ryðfrís vélbúnaðar til matvælaframleiðslu og þá aðallega til fiskvinnslu. Öll vinna er unnin innandyra og í snyrtilegu umhverfi. Reksturinn á sér 50 ára sögu og þjónustar verksmiðjur út um allan heim.
Lagt er upp með að á lóðinni verði byggt 500 m2 húsnæði með lager og skrifstofu á annarri hæð, með möguleika á stækkun húsnæðis í allt að 1000 m2.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atvæðum að úthluta Traust Tækni ehf. lóðinni Þingbraut 15 sem er 3.653 m2 að stærð.
3. Samningur um efnisnám og fyrirkomulag greiðslna fyrir efnisnám innan þjóðlendna
Lögð fram drög að samningi milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar um efnisnám og fyrirkomulag greiðslna fyrir efnisnám innan þjóðlendna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfi sé tekið fyrir hverri efnistöku og er hver efnistaka háð tilskyldum leyfum. í fylgiskjali 1 með samningnum er tilgreint um hvaða námur ræðir sem samningurinn nær til. Er samningurinn gerður fyrir tilstilli forsætisráðuneytisins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að samningi og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
4. Efnisgeymsla fyrir Búðafossveg
Lagt fram erindi frá Eflu fyrir hönd Vegagerðarinnar. Framundan er útboð á Búðafossvegi og nýrri brú yfir Þjórsá. Í grjótvarnir fyrir nýja brú þarf að koma með um 5.000 m3 af grjóti sem þarf að vera hægt að haugsetja nálægt Búðafossvegi. Óskað er eftir því hvort sveitarfélagið geti útvegað stað fyrir efnisgeymsluna svo hægt verði að koma með efnið í vor/sumar og geyma það í allt að eitt ár.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í erindið og að hægt sé að bjóða geymslu á efninu á einhverri af óbyggðum atvinnulóðum við Þingbraut. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna málið áfram og finna ákjósanlegan stað í samráði við Vegagerðina.
5. Bakkavörn við Fossá í Þjórsárdal
Lagt fram erindi frá Landsvirkjun er varðar rof á árbakka Fossár. Á undanförnum árum hefur átt sér mikið rof á árbakka Fossár um 550 m ofan ármótanna við frávatn Búrfellsstöðvar. Í flóði um miðjan janúar 2025 varð talsvert rof þannig að ljósleiðari og vatnslögn féllu niður í ána. Til að bregðast við þessu hyggst Landsvirkjun verja bakkann á um 350 m löngum kafla. Bakkavörnin verður gerð þannig að grafa stendur á árbakkanum og mótar fláa bakkans með efni úr árfarveginum og raðar síðan grjóti á fláan. Framkvæmdin verður unnin utan niðurgöngutíma seiða og utan veiðitíma. Landsvirkjun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um framkvæmdina og þegar leyfi Fiskistofu liggur fyrir mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni til Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við framkvæmdina miðað við framlagðar forsendur.
6. Þjónustusamningur vegna bókhaldsvinnu
Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna bókhaldsþjónustu fyrir Hússtjórn Þjóðveldisbæjarins. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er aðili að Hússtjórn Þjóðveldisbæjarins og hefur bókhaldsþjónustan hingað til verið í höndum Landsvirkjunar. Með þjónustusamninginum færist þjónustan frá Landsvirkjun til Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum þjónustusamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Gunnar Örn Marteinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
7. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Í samráðsgátt stjórnvalda er nýtt frumvarp til laga um jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Frumvarpið ásamt upplýsingum um fjárhagsleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélögin lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn.
8. Landsbankinn- viðskiptasamningur
Á fundi sveitarstjórnar 20. desember 2024 samþykkti sveitarstjórn að taka tilboði Landsbankann í lánalínu sem gildir til 24 mánaða að upphæð 600 milljónir og fól sveitarstjóra að ganga frá samningum um lánalínuna. Viðskiptasamningurinn um lánalínuna hefur verið undirritaður af sveitarstjóra og Landsbankanum og er lagður fram til kynningar fyrir sveitarstjórn.
9. Bréf til allra sveitarstjórna frá tilnefningarnefnd Lánasjóðsins
Lagt fram bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðsins síðdegis fimmtudaginn 20. mars 2025 á Hilton Reykjavik Nordica, en fundurinn verður boðaður sérstaklega síðar í samræmi við lög um hlutafélög. Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi mánudaginn 24. febrúar 2025.
10. Umsögn varðandi umhverfismatsskýrslu Vikurnáms á Búrfellshólma (244/2024)
Lögð fram umsögn til staðfestingar sveitarstjórnar er varðar umhverfismat vegna vikurnáms á Búrfellshólma.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn.
11. Fundargerð 296. fundar skipulagsnefndar
Sultartangavirkjun; Búrfells og Skeljafellsland L223324 og Gnúpverjaafréttur L223326; Rafstrengur og ljósleiðari; Framkvæmdarleyfi - 2501081
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Sultartangavirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst lagning rafstrengs og ljósleiðararörs frá spennir við Hólaskóg að vinnusvæði Landsvirkjunar við Búrfellslund. Ástæða lagnarinnar er að tengja Búrfellslund við fjarskiptakerfi Orkufjarskipta til stýringa á raforkukerfi landsmanna.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en leyfið verður samþykkt til útgáfu verði tryggt að hægt verði að tengja aðra raforkuþörf fyrir svæðið í gegnum spennir við Hólaskóg og leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila og forsætisráðuneytisins þar sem um svæði á þjóðlendu er að ræða. Sveitarstjórn mælist til þess að úrvinnsla framkvæmdaleyfis verði unnin í samráði við Rangárþing ytra. Sett verði fram skilyrði fyrir útgáfu leyfisins á grundvelli þeirra umsagna sem berast vegna málsins.
Gunnar Örn Marteinsson víkur af fundi.
Steinsholt 1 L166598; Steinsholt 2 L166600; Staðfesting landamerkjalínu milli jarðanna - 2501077
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 12.11.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á innmældri landamerkjalínu milli jarðanna Steinsholts 1 L166598 og Steinsholts 2 L166600. Um er að ræða landamerkjalínu milli hnitpunkta 1-54, frá Kálfá að lóðarmörkum Birkikinnar 2 L219054, skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun landamerkjalínunnar samkvæmt framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið.
Gunnar Örn Marteinsson kemur aftur inn á fund.
Fossnes L166548; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi - 2502024
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistökusvæðis E25 og E26 í landi Fossness L166548 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á svæði E26 er óskað eftir heimild fyrir efnistöku allt að 200.000 m3, samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku á svæðinu. Á svæði E25 er óskað eftir heimild fyrir efnistöku allt að 30.000 m3 í samræmi við heimildir aðalskipulags. Náma E26 er undir lónsstæði Hvammsvirkjunar og fellur undir umhverfismat virkjunarinnar. Efnistaka þessi er þó óháð framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar.
Að mati sveitarstjórnar er umsótt framkvæmdaleyfi í samræmi við stefnu aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps og samþykkir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæðum E25 og E26 á grundvelli heimilda aðalskipulags og umhverfismats sem unnið hefur verið vegna Hvammsvirkjunar, þar sem tekið er til viðkomandi efnistöku á svæði E26.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæði E25 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.
Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæði E26 er háð leyfi Fiskistofu samkvæmt 33.gr. laga um lax og silungsveiði nr. 21/2006. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna greinagerð sem tekur til samræmis framkvæmdarinnar við umhverfismat, mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar leyfi Fiskistofu liggur fyrir og er skipulagfulltrúa falið að gefa út leyfi fyrir efnistökunni þegar leyfi Fiskistofu liggur fyrir.
Axel Á. Njarvík situr hjá vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæði E26 og leggur fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur dags 15. janúar 2024 mál nr. E-2457/2024 þá var ákvörðun Orkustofnunnar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun ógild, þá er fallið úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarstjórn veitti Landsvirkjun þann 24. október 2024 fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdaleyfið er því fallið úr gildi og ekki rétt að ganga lengra að sinni við að veita leyfi til framkvæmda sem ótvírætt eru tengd Hvammsvirkjun.
Hellnaholt L226725; Veglagning; Framkvæmdaleyfi - 2502026
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Hellnaholts L226725 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í framkvæmdinni felst veglagning að sumarhúsalóð F2.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli heimilda deiliskipulags svæðisins.
12. Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 960, 961, 962 og 963
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
14. Fundargerð 80. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Fundargerð stjórnar SASS nr. 618
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 25-220.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17. Fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18. Fundargerð 81. fundar stjórnar Bergrisans
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Fundargerð 21. stjórnarfundar Arnardrangans hses
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20. Fundargerði Hérðsnefndar Árnesinga nr. 26 og 27
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 11:43
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 5. mars, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.