- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 5. mars 2025
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 62. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
2. Tilboð í hurðar, glugga og reisningu íþróttamiðstöðvar
Tvö útboð vegna verksins íþróttamiðstöð í Árnesi, „Framleiðsla á gluggum og hurðum fyrir íþróttamiðstöð“ og „Reising á límtréshúsi – íþróttamiðstöð í Árnesi“ voru birt til auglýsingar þann 1. febrúar 2025 á vefsíðu sveitarfélagsins og útboðsvef, sameiginlegs auglýsingavettvangs opinberra innkaupa. Útboðsgögn voru afhent á rafrænu formi frá og með laugardeginum 1. febrúar 2025. Skilafrestur tilboða var til kl 10:00 hinn 17. febrúar 2025 og bárust 14 tilboð.
-----------------------------------------------------------------------------------
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Framleiðsla á gluggum og hurðum fyrir íþróttamiðstöð:
Héðinshurðir ehf., kt. 450810-0960 15.254.762 kr.
Jupo Íslandi ehf., kt. 630615-1270 15.782.747 kr.
Álfag ehf., kt. 480312-1040 17.130.000 kr.
Gluggatækni ehf., kt. 710817-1030 19.980.772 kr.
Gluggavinir ehf., kt. 480411-1610 22.974.791 kr.
Endurbætur ehf., kt. 560915-0710 29.934.973 kr.
Kambar ehf., kt. 580169-7839 30.990.548 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam 15.600.000 kr.
Í útboðsskilmálum kom fram að við val á tilboðum muni verkkaupi miða við lægsta verð en að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum.
Eftir yfirferð tilboðs Héðinshurða ehf. var ljóst að tilboðið uppfyllti ekki kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnunum og er tilboðið því ógilt í skilningi 82. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Í kafla 0.4.6 um meðferð og mat á tilboðum kemur fram að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3. og aðrar kröfur sem gerðar eru í útboðsgögnunum. Er tilboði Héðinshurða ehf. því vísað frá sem ógildu.
Eftir yfirferð tilboðs Jupo Íslandi ehf. var ljóst að bjóðandi uppfyllti ekki kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnunum og er tilboðið því ógilt í skilningi 82. gr. laga um opinber innkaup. Í kafla 0.4.6 um meðferð og mat á tilboðum kemur fram að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3. og aðrar kröfur sem gerðar eru í útboðsgögnunum. Er tilboði Jupo Íslandi ehf. því vísað frá sem ógildu.
Eftir yfirferð tilboðs Álfags ehf. liggja fyrir fullnægjandi staðfestingar á því að bjóðandi uppfyllir allar kröfur útboðslýsingar sem komu fram í kafla 0.1.3 ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Tilboð Álfags ehf. er því lægsta tilboðið af gildum tilboðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði Álfags ehf. í framleiðslu á gluggum og hurðum fyrir íþróttamiðstöð
-----------------------------------------------------------------------------------
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Reising á límtréshúsi – íþróttamiðstöð í Árnesi:
Þrándarholt sf., kt. 681207-1710 72.816.208 kr.
Tré- og Straumur ehf., kt. 520706-0380 110.730.000 kr.
Tindhagur ehf., kt. 450917-1250 117.237.500 kr
Múr- og Málningarþj. Höfn ehf., kt. 660190-2019 149.200.000 kr.
Húsameistari ehf., kt. 550917-0330 149.460.000 kr
Neglan byggingarfélag ehf., kt. 480923-0300 222.000.000 kr
Perago Bygg ehf., kt. 610322-1660 233.854.955 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam 97.337.221 kr.
Eftir yfirferð tilboðs Þrándarholts sf. liggja fyrir fullnægjandi staðfestingar á því að bjóðandi uppfyllir allar kröfur útboðslýsingar sem komu fram í kafla 0.1.3 ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Tilboð Þrándarholts sf. er því lægsta tilboðið af gildum tilboðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði Þrándarholts sf. í reisingu á límtréshúsi – íþróttamiðstöð í Árnesi.
3. Samþykkt um akstursþjónustu eldri borgara
Lögð fram samþykkt að styrk vegna akstursþjónustu eldri borgara sem sækja þurfa dagdvöl út fyrir sveitarfélagið. Samþykkt þessari er ætlað að styðja við þá íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps, 67 ára og eldri, sem njóta þurfa dagdvalar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum samþykkt að styrk vegna aksturs í dagdvöl.
4. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi – síðari umræða
Lögð fram til síðari um ræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Markmið samþykktar þessarar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, stuðli að endurnotkun og endurnýtingu og að sveitarfélagið nái settum markmiðum fyrir endurvinnslu og urðun úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
5. Lóðamál í Árnesi
Á fundi sveitarstjórnar 22. janúar 2025 fól sveitarstjórn sveitarstjóra að senda út bréf til allra þeirra aðila sem fengið hafa úthlutaða lóð í Árnesi á tímabilinu 2021-2023 og gefa þeim kost á að skila inn upplýsingum um byggingaráform og staðfestingu á fjármögnun innan tveggja vikna. Með byggingaráformum skyldi leggja fram teikningar, raunhæfa tímaáætlun um upphaf og lok byggingarframkvæmda, með hliðsjón af tímaramma skv. lóðarleigusamningi, og staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Kæmu engar upplýsingar innan tveggja vikna teldist leiguréttur lóðahafa fallinn úr gildi skv. samningnum og muni sveitarfélagið þá afturkalla lóðina og aflýsa lóðarleigusamningi. Viðunandi svör hafa borist frá sumum lóðarhöfum á meðan aðrir hafa ekki svarað erindinu. Í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og til að gæta jafnræðis við alla lóðahafa leggur sveitarstóri til að öllum lóðahöfum verði gefinn kostur á að skila viðunandi upplýsingum, skila inn öllum teikningum og hefja framkvæmdir eigi síðar en 5. júní 2025.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að gefa öllum lóðahöfum í Árnesi frest til 5. júní 2025 til þess að skila öllum upplýsingum í samræmi við áður sent erindi, skila inn og fá samþykktar teikningar af viðkomandi byggingum og hefja framkvæmdir á lóð. Hjá þeim lóðahöfum sem ekki hafa byrjað framkvæmdir 5. júní 2025 telst leiguréttur lóðahafa fallinn úr gildi skv. samningum og mun sveitarfélagið þá afturkalla lóðina og aflýsa lóðaleigusamningi.
6. Skeiðalaug verðskrá
Síðustu tvö ár hefur staðið yfir mikið viðhald á Skeiðalaug og aðstaðan stórbætt. Opnunartími laugarinnar hefur verið aukinn til muna og er opið alla daga vikunnar frá 16-22. Lögð er fram ný verðskrá fyrir Skeiðalaug. Markmiðið með nýrri verðskrá er að gestir sem koma einu sinni borgi nær raunkostnaði á meðan árskort og klippikort eru á mjög hagstæðum kjörum fyrir fastagesti.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum nýja gjaldskrá fyrir Skeiðalaug og að hún taki gildi 20. mars 2025.
7. Aðalfundarboð Veiðifélags Þjórsár 2025
Lagt fram aðalfundarboð 2025 frá Veiðifélagi Þjórsár fyrir starfsárið 2024.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fela oddvita, Haraldi Þór Jónssyni, kt. 270576-5089 að mæta á fundinn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps og veitir honum umboð til að fara með atkvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum.
8. Kærumál nr. 126-129 og 132-144/2024 hjá UUA
Lagt til kynningar fram bréf frá Hæstarétti Íslands sem staðfestir heimild hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar 2025 í máli nr. E-2457/2024.
9. 2025018285 umsókn um gistileyfi í flokki II C minna gistiheimili
Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C minna gistiheimili að Vesturkoti fyrir gestafjölda allt að 8 manns.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II C minna gistiheimili að Vesturkoti.
10. Fundargerð 297. fundar skipulagsnefndar
19. Klettar L166589; Klettar 4; Stofnun lóðar - 2502018
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.02.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 10.632,53 fm landeign, Klettar 4, úr landi Kletta L166589. Innan lóðarinnar er gistihús, starfsmannaíbúð og geymsla.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir með fimm atkvæðum framlagða merkjalýsingu. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
20. Vorhús L233199; Skilgreining lands, íbúðarhús, skemma og gestahús; Lögbýli; Deiliskipulag - 2502050
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Vorhús L233199 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jörðin er 2,8 ha að stærð og á svæðinu eru engin mannvirki. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að reisa þar íbúðarhús, skemmu/geymslu og gestahús. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir innan þeirra.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fimm atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Eigendum aðliggjandi landeigna verði kynnt tillagan sérstaklega.
21. Malarbraut 4 L234683 og 6 L234684, Brautarholti; Sameina byggingarreiti; Deiliskipulag - 2502065
Lögð er fram beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Malarbrautar 4-6 í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að lóðirnar Malarbraut 4 og 6 eru sameinaðar í eina lóð.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við beiðni um breytt skipulag í formi sameiningar lóða Malarbrautar 4-6 í Brautarholti og samhliða að einn byggingarreitur taki til lóðarinnar í heild. Sveitarstórn mælist til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
22.Hvammsvirkjun; Efnistökusvæði E26, aukin heimild; Aðalskipulagsbreyting - 2501068
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar auknar heimildir fyrir efnistöku úr námu E26 á aðal- og deiliskipulagsáætlana. Samkvæmt núverandi stefnumörkun er gert ráð fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku sem verður 950.000 m3 eftir breytingu. Efnið verður fengið innan framkvæmdasvæðis Hvammsvirkjunar sem styttir efnisflutninga verulega og minni akstur eykur umferðaröryggi. Efnið verður jafnframt tekið af svæði sem búið er að heimila að raska með því að sökkva því undir inntakslón Hvammsvirkjunar. Efnistökusvæðin verða því lítt sýnileg að framkvæmdum loknum svo engin breyting verður á ásýndaráhrifum frá því sem búið er að heimila. Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að finna aðra valkosti í nágrenninu sem bjóða upp á sama efnismagn með minni umhverfisáhrif. Aðgengi að efnistökusvæðunum er gott og eru skipulagðir vegir eða vinnuvegir að þeim. Efnistökusvæðin munu leggjast af eftir að Hvammslón verður tekið í notkun. Samhliða eru mörk á milli sveitarfélaga samræmd.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Axel Á. Njarðvík greiðir atkvæði á móti og leggur fram fyrri bókun um málið:
Í ljósi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur dags 15. janúar 2024 mál nr. E-2457/2024 þá var ákvörðun Orkustofnunnar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun ógild, þá er fallið úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarstjórn veitti Landsvirkjun þann 24. október 2024 fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdaleyfið er því fallið úr gildi og ekki rétt að ganga lengra að sinni.
23. Árnes, Hamragerði 10, 12 og 14; einbýli í raðhús; Deiliskipulagsbreyting – 25020
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða Hamragerðis 10, 12 og 14 í Árnesi. Í breytingunni felst að notkun lóðanna er breytt úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir, nýtingarhlutfall par- og raðhúsalóða við Hamragerði verður 0,4, bílastæðum fjölgar, göngustígur milli Hamragerðis 10 og 12 fellur út og lóð Hamragerðis 10 stækkar örlítið.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Hamragerði og Heiðargerði.
24. Kílhraunsvegur 1-56; Frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting - 2403054
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kílhraunsvegar 1-56 eftir kynningu. Í breytingunni felst að skilgreindu frístundasvæði er breytt í íbúðarsvæði. Samhliða er unnin breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu sem tekur til svæðisins.
25. Réttarholt L166586 Árnesi; Stækkun skólalóðar og byggingarreits og afmörkun fyrir rofahús; Deiliskipulagsbreyting - 2502070
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur lóðar Skólabrautar 2, Þjórsárskóla. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis skóla og íþróttahús. Jafnframt er skilgreind lóð fyrir rofahús rafveitu sunnan skólalóðar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
11. Fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa 25-221
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. Fundargerð 25. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 965, 966, 967, 968, 969 og 970
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
14. Fundargerð stjórnar SVÁ frá 17.02.2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Fundargerð 15. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Fundargerð 13. fundar stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12:03
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. mars, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.