- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 2. apríl 2025
Fundargerð 64. sveitarstjórnarfundar
Mætt til fundar:
Haraldur Þór Jónsson oddviti, Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Gunnar Örn Marteinsson og Axel Á. Njarðvík.
Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundinn.
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 64. sveitarstjórnarfundi
Oddviti fer yfir verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Axel Á. Njarðvík tók til máls undir skýrslu oddvita og lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum 5. mars sl. að fela oddvita, Haraldi Þór Jónssyni, kt. 270576-5089 að mæta á aðalfundar Veiðifélags Þjórsár 2025 fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps og veitti honum umboð til að fara með atkvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum. Ætlun Haraldar að komast til formanns var ekki rætt og því þá síður ljóst að hugur hans stefndi þangað. Sveitarstjórnin veitti honum ekki umboð til þess að bjóða sig fram til stjórnar. Ég skora á Harald að segja nú þegar af sér, sem formaður veiðifélags Þjórár í ljósi þess að hann getur ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins.
Yfirtaka veiðifélagsins með þessum hætti sem var, ber vott um afar ólýðræðileg vinnubrögð sem er ekki sæmandi kjörnum fulltrúum. Vegferð sem þessi fellur ekki undir eðlilega stjórnsýsluhætti.
2. Heimsókn Landstólpa
Arnar Bjarni Eiríksson, eigandi Landstólpa, kom á fund sveitarstjórnar til að fara yfir núverandi byggingaframkvæmdir Landstólpa í Brautarholti ásamt því að kynna þá miklu starfsemi sem Landstólpi stendur fyrir í sveitarfélaginu.
3. Umsókn um lóðir
Umsókn hefur borist í einbýlishúsalóðina að Vallarbraut 6 og einnig hefur borist umsókn í lóðina að Vallarbraut 21. Báðar lóðir hafa áður verið auglýstar til úthlutunar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni að Vallarbraut 6 til Sölva Ragnarssonar. Einnig samþykkir sveitarstjórn með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni að Vallarbraut 21 til Sif lækning slf.
4. Umsókn um stækkun á lóð
Lagt fram erindi frá Gunnari Egilssyni þar sem óskað er eftir stækkun á lóð verslunarinnar Árborg. Gert er ráð fyrir að reisa allt að 400 m2 hús til viðbótar við núverandi húsnæði undir verslun og þjónustumiðstöð ásamt bílastæðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í fyrirhuguð áform um stækkun verslunarinnar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
5. Erindi um deiliskipulagsbreytingu við Skólabraut
Óskað er umsagnar sveitastjórnar og skipulagssviðs er varðar heimild til breytingu frá samþykktu deiluskipulagi hvað varðar skipulag lóða við Skólabraut 1a-b og 3a-b. Ósk um breytingu snýr að breyttri skilgreiningu lóða og stækkun byggingareits beggja lóða með það fyrir augum að reist verði á hvorri lóð fyrir sig 3 íbúða raðhús sem verða samliggjandi á lóðarmörkum milli lóðar 1 og 3.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnar erindi lóðhafa um breytingu á deiliskipulagi á þann hátt að byggð verði samliggjandi raðhús á lóðunum Skólabraut 1a-b og Skólabraut 3a-b. Sveitarstjórn samþykkir hins vegar með fimm atkvæðum að heimilt verði að fara í breytingu á samþykktu deiliskipulagi á þann hátt að heimilt verði að byggja tvö aðskilin þriggja íbúða raðhús. Samþykkið er háð því að breytt deiliskipulag verði samþykkt, fjármögnun liggi fyrir og að framkvæmdir verði hafnar á lóðunum báðum innan þess tíma sem fyrri bókun sveitarstjórnar frá 5. mars sl. segir til um, eða eigi síðar en 5. júní nk.
6. Fjallaskálar- framkvæmdir
Lagðar fram teikningar, kostnaðaráætlun og tilboð í efni af hesthúsi/fjölnotahús sem Afréttamálanefnd Gnúpverja og Starkaður, hagsmunafélag um fjallaskála á Gnúpverjaafrétti, hafa hug á að reisa við Bjarnalækjarbotna sumarið 2025. Fyrirhugað er að farið verði í framkvæmdir í ágúst. Um er að ræða 35,6 m2 húsnæði sem mun nýtast sem hesthús og fjölnotahús. Kostnaðaráætlun við húsið nemur um 3,8 millj. kr. og mun Afréttamálafélag Flóa og Skeiða mun leggja 800.000 kr. til framkvæmdanna.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framkvæmdina og rúmast kostnaður innan núverandi fjárhagsáætlunar.
7. Boð í þátttöku í könnun um Sveitarfélag Ársins
Lagt fram bréf frá Gallup vegna árlegrar könnunar um sveitarfélag ársins sem er í umsjón Mannauðssjóðsins Heklu. Félagsfólk svarar spurningum sem tengjast starfsumhverfi þeirra og líkt og undanfarin ár bjóða bæjarstarfsmannafélögin (sjá neðar) innan BSRB sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni fyrir allt starfsfólk.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar fyrir boð um þátttökuna en telur þátttöku í samræmi við könnun síðustu ár vera nægjanlega.
8. Samningur um umsjón Laugarásjarðar
Lagður fram samningur um umsjón Laugarásjarðar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning um felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
9. Fundargerð 299. fundar skipulagsnefndar
Grjótnáma í Syðra Langholti; Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu; Umsagnarbeiðni - 2503058
Lögð er fram umsagnarbeiðni til Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna tilkynningar um matsskyldu sem tekur til grjótnámu í Syðra-Langholti.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir við framlagða matskyldufyrirspurn sem tekur til grjótnámu að Syðra-Langholt. Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og helstu áhrifaþáttum s.s. er varðar lífríki- og gróðurfar, landslag og ásýnd og samfélag. Líkt og fram kemur í matsskýrslu er aukning á efnistöku háð aðal- og deiliskipulagsbreytingu auk útgáfu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmdarinnar sjálfrar
Þjórsárdalur; Nýting jarðhita; Umsagnarbeiðni - 2503047
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna nýtingar á jarðhita í Þjórsárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir við framlagða umsagnarbeiðni. Viðkomandi nýting er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og útgáfu framkvæmdaleyfa sem taka til boranna eftir jarðhita á svæðinu.
Hæll 1 L166569; Afmörkun 4 landskika og byggingarheimildir; Deiliskipulag - 2502076
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Hæls 1 L166569. Í deiliskipulaginu felst afmörkun fjögurra landskika á bilinu 1,3 - 4,6 ha að stærð auk skilgreiningar á byggingarheimildum innan þeirra. Á hverjum skika er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, aukahúsa og fjölnotahúsa til atvinnurekstrar tengdum búskap.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Húsatóftir 2 L166472; Húsatóftir 5; Stofnun lóðar - 2503025
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 11.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 20.324,6 m2 landeign, Húsatóftir 5, úr landi Húsatófta 2 L166472. Innan landeignarinnar er annars vegar veitingahús (Hestakráin) og hins vegar svefnskáli.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum erindið en bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Breytt nýtingarhlutfall á landbúnaðarlóðum; Aðalskipulagsbreyting - 2503054
Lögð er fram tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á landbúnaðarlóðum sem eru 3 ha eða minni hækkar úr 0,03 í 0,05.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 25-223
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð 18. fundar skólanefndar
Sveitarstjórn staðfestir skóladagatöl Leikholts og Þjórsárskóla og ásamt því að staðfesta uppfærðar gjaldskrár Þjórsárskóla og Leikholts skv. 5. tl. og 6. tl. fundargerðarinnar.
12. Fundargerð 19. fundar Loftslags- og umhverisnefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13. Fundargerð 19. Fundar Menningar- og æskulýðsnefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14. Fundargerð 26. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Fundargerðir 118. og 119. fundar stjórnar UTU bs.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
16. Fundargerð 243. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17. Fundargerðir hússtjórnar Þjóðveldisbæjar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18. Fundargerð 332. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Fundargerð 16. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20. Fundargerð 9. fundar oddvitanefndar
Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að samið verði við Bláskógabyggð um að sjá hér eftir um gerð ársreiknings fyrir Laugaráshérað skv. 1. tl. fundargerðar.
Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að fengin verði ráðgjöf til að skoða eignarhald og framtíð Laugaráshérðas skv. 2. tl. fundargerðar.
Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
21. Fundargerð 620. fundar stjórar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar.
22. Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
23. Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2024
Ársreikningur Listasafn Árnesinga lagður fram til kynningar.
24. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024.
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands lagður fram til kynningar.
25. Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga 2024
Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga lagður fram til kynningar.
26. Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024
Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu lagður fram til kynningar.
27. Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2024
Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu lagður fram til kynningar.
28. Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónust Árnesþings 2024
Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings lagður fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12:20
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 16. apríl, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.