Sveitarstjórn

52. fundur 09. desember 2020 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
Starfsmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir Björgvin Skafti Bjarnason

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sveitarstjóri óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt á dagskrá fundarins. Erindi frá foreldrafélaginu Leiksteini og erindi vegna fjallaskála. Var það samþykkt

Árnesi, 9 desember, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202011-0025

 

52. sveitarstjórnarfundur 09.12.2020

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarmálabók.

  1. Gjaldskrár 2021 lokaumræða. Gjaldskrár Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2021 lagðar fram. Almenn hækkun er 3,5% en hækkun sorpþjónustugjalda nemur 15 %. 

Heimæðagjald vatnsveitu

Grunnur að gjaldinu er samþykkt sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 6. október 2009. Samþykkt á þeim tíma að gjaldið sé 150.000 kr-. og miðist það við byggingavísitölu með grunni frá 1987 sem í janúar 2009 var 489,6 stig.

Byggingavísitala frá 1987 er í desember 2020, 747,7 stig

Samkvæmt því er heimæðagjald vatnsveitu í janúar 2021 229.075 kr-.

Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði verður óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.

Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 37.000 kr. Vatnsgjald sumarhúsa er 31.500 kr.

Seyrulosunargjald :Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveitu  vatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 11.500  á rotþró.

Fráveitugjald : Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,25% af fasteignamati. Innheimt með fasteignagjöldum. Miðar á gámasvæði afhendast í 12 miða blokkum á hvert heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og til eigenda sumarhúsa og gilda fyrir gjaldskyldan úrgang allt að  6 m3 á gámasvæðum sveitarfélagsins þeim að kostnaðarlausu. Eins munu sumarbústaðaeigendur geta sótt miða á skrifstofu sveitarfélagsins.

 1 miði  ½ m3. Reiknað er með að utan afgreiðslutíma geti fólk skilað almennu sorpi í smáum stíl.

Opnunartímar gámasvæða

• Árnes   þriðjudaga frá  kl :14 – 16 og laugardaga frá kl:10 – 12

•  Brautarholt miðvikudaga  frá kl 14.00-16.00  og laugardaga  frá kl: 10 - 12

 Gámar fást leigðir frá þjónustuaðila vegna sérstakra tilefna og greiðast samkvæmt gjaldskrá þjónustuaðila.

Fyrirtæki greiða ekki sérstakt sorphirðugjald heldur greiða fyrir sorp samkvæmt gjaldskrá.

Gámasvæðin taka  við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gámasvæðin taka við Almennu sorpi, grófum úrgangi, dýrahræjum, málmum brotajárni og lituðu timbri. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.

     1. gr.

  Innheimta skal gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. samþykkt nr. 32/2007 um meðhöndlun úrgangs, og nr. 149/2004 um hirðu og meðhöndlun seyru. Gjöldin eru lögð á árlega og innheimt samhliða fasteignaskatti.

 

  1.  gr.  Sorphirðugjald.

a) 240 lítra tunna                                     kr.36.960

b) 660 lítra tunna                                     kr. 52.140

c) 1.100 lítra tunna                                   kr. 54.450                                                                 

                 

3. gr. Sorpeyðingargjald.  A

Íbúðir                                                         kr. 20.800

Sumarhús                                                 kr. 18.200

Grá tunna  660                                         kr. 66.550

Grá tunna 1100 l                                      kr. 112.530                 

          Almennt sorp 1/2 m3                               kr    3.850

          Flokkað sorp gjaldskylt  ½ m3                 kr 2.000 kr            

                         

            4.gr.  Gjald fyrir dýrahræ.  B

           Lagt á aðila með búrekstur

           Gjaldflokkur 1  (mikil notkun)                 120.000 kr

            Gjaldflokkur 2                                         80.000 kr.

          

           Aðilar með búrekstur og ársveltu undir 5 mkr geta sótt um 40% afslátt af gjaldi fyrir dýrahræ.

 

      5. gr.  Seyrulosunargjald.

          Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa er. 11.500

            Aukalosun seyru 45.000 kr

Lóðaleigugjöld:
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis :

Gjaldskrá grunnskóla og leikskóla

Gjaldskrá frá 2021:

Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 330-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 330 kr. –
Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða.

Gjaldskrá Þjórsárskóla :
Morgunhressing kr. 83.-Skólavistun klst. kr. 326 Aukavistun klst. kr.400.- Náðarkorter 15 mín. 600 kr.-

Gjaldskrá leikskólans Leikholts :
Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.
Stök morgunhressing kr. 88- Stök síðdegishressing kr.98- 

Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr.1.264. fyrir 30 mínútur kr. 632.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 316.-

Gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt frá fyrra ári.

Gjaldskrár samþykktar samhljóða.

3. Útsvar 2021 ákvörðun

Samþykkt að útsvarsprósenta ársins 2021 verði 14,52 %

  1. Fasteignagjöld og álagningarprósentur 2021.

A-flokkur.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,45% af heildarfasteignamati.

B-flokkur.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.
C-flokkur.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eignum eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006. Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.
Samþykkt að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2020 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2019 til 1.des 2020.

Samþykkt að gjalddagar fasteignagjalda 2020 verði 10  í samræmi við það sem lög og reglur heimila. Álagningarhlutfall fasteignagjalda samþykkt samhljóða.

5. Fjárhagsáætlun 20121-2024 lokaumræða. Bjarni Ásbjörnsson lagði fjárhagsáætlun áranna 2021- 2024 til lokaumræðu. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur  og fasteignaskattur nemi 599,1 mkr. Tekjur frá Jöfnunarsjóði áætlaðar 106,6 mkr Aðrar tekjur 105,6 mkr.

Rekstrargjöld samstæðu áætluð 806,8 mkr

Þar af afskriftir  36,3 mkr

Rekstrarniðurstaða. samstæðu A og B-hluta hagnaður 3,4 mkr      

Handbært fé frá rekstri samstæðu 10,4 mkr.

Næsta árs afborganir langtímalána 1,9 mkr.

Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar 11 mkr.

Lögð fram fjárhagsáætlun 2022-2024. Skatttekjur eru áætlaðar þær sömu hvert ár og árið 2021, Framlög úr jöfnunarsjóði, og aðrar tekjur eru áætlaðar  614,9 mkr til 646,5 mkr, árin 2022-2024 og árið 2021. Ef ekki kemur til breytingar útsvarshlutfalls er áætlað að rekstrarniðurstaða samstæðu eftir fjármagnsliði verði  neikvæð um 9,1 mkr. árið 2022, neikvæð um 16,1 mkr árið 2023  og neikvæð um 23,6 mkr árið 2024. Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna muni nema 1.067 mkr í lok árs 2023. Útlit er fyrir að handbært fé lækki frá ári til árs og nemi 1,7 mkr í lok árs 2024. Ítarlegar umræður urðu um fjárhagsáætlunina. Fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022 til 2024 samþykktar samhljóða.

6. Seyruverkefni- fundargerð og gjaldskrá. Lögð fram fundargerð 27.11.20 og gjaldskrá Seyrustaða fundargerð staðfest og gjaldskrá samþykkt.

7. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 Sjóðsstreymi- yfirdráttarheimild. Sveitarstjóri lagði fram sjóðsstreymisáætlun fyrir sveitarsjóð sem nær yfir desember 2020 – apríl 2021. Sveitarstjóri óskaði eftir heimild til töku yfirdráttarheimildar á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins allt að 70.000.000 kr frá 10. desember 2020 til 1. mars  2021 til að mæta útgjöldum. Ofangreind beiðni um yfirdráttarheimild samþykkt samhljóða. Lagt var til að skoða möguleika á að breyta yfirdráttarláni í lán til lengri tíma.

Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárfestingar í fjárhagsáætlun 2020.

Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að leggja 10.000.000 kr í vegagerð á árinu 2020, samþykkt að færa þá fjárhæð í sama verkefni til ársins 2021. Gert ráð fyrir sölu eignarinnar Bugðugerði 9B. Breytingar samþykktar samhljóða.

8. Niðurfelling skulda 2019: Lagðar fram upplýsingar um skuldir viðskiptavina við sveitarfélagið sem ekki er útlit fyrir að innheimtist. Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

9. Tillögur að götunöfnum við Búðaveg. Vegna úthlutana á lóðum liggur fyrir að gefa þarf  götum neðan Þjórsárdalsvegar við Árnes nöfn. Mikil umræða varð um nafngiftirnar. Samþykkt að leggja til nöfnin; Hagavað, Nautavað og Hofsvað

10. Umsóknir um rekstur Árness. Lagðar voru fram umsóknir um rekstur félagsheimilisins Árnes. Tvær umsóknir bárust. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við umsækjendur.

11. Stytting vinnuviku tillaga Leikholts. Lagðar voru fram útfærslur að styttingu vinnutíma í leik- og grunnskóla sem taka á gildi um næstu áramót samkvæmt kjarasamningum. Sveitarstjóra og launafulltrúa falið að vinna að því að ljúka við útfærslu málsins með stjórnendum skólanna.

12. Hólaskógur samningsdrög – Rauðikambur. Lögð fram drög að leigusamningi við Rauðakamb ehf um fjallaskálann Hólaskóg. Gerðar voru athugasemdir við drögin. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Rauðakambs ehf.

13. Samningur við Héraðsskjalasafn um persónuvernd. Lögð fram drög samningi um persónuverndarþjónustu við Héraðsskjalasafn Árnesinga. Afgreiðslu frestað.

14. Frumathugun á sameiginlegri vatnsveitu. Lagt fram minnisblað um frumathugun á sameiginlegri vatnsveitu. Unnið af Eyþóri Sigurðssyni verkfræðingi hjá Verkís.

15. Bugðugerði 9 B Kaupsamningur. Lagður fram og staðfestur undirritaður kaupsamningur að Bugðugerði 9B.

16. Markaðsstofa Suðurl. Endurnýjun samnings -ársreikn 2019 og áfangastaðask. Lögð fram drög að endurnýjun aðildarsamningi sveitarfélagsins við Markaðsstofu Suðurlands. Samningsdrög samþykkt og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

17. Stafrænt ráð – fylgigögn. Lögð fram kynningargögn um stafrænt ráð.  Afgreiðslu frestað.

18. Samningar um snjómokstur 2020-2022. Lagður fram undirritaður samningur um snjómokstur sveitarfélagsins við Strá ehf og Georg Kjartansson framlenging á eldri samningi nær yfir árin 2020 – 2022. Um helmingamokstur á móti Vegagerð er að ræða. Samningur staðfestur.

19. Fjárhagsáætlun UTU 2021. Oddviti lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita árið 2021. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

20. Fundargerð Skipulagsnefndar 206. fundur 25.11.2020 Mál n. 12,13,14,15, og 16 þarfnast afgreiðslu

12. Klettar L166589; Bygging íbúðarhúss; Fyrirspurn - 2011021

 Lögð er fram fyrirspurn frá Söru Dögg Ásgeirsdóttir og Ásgeiri S. Eiríkssyni er varðar byggingu íbúðarhúss á landi Kletta.

 Skipulagsnefnd UTU telur að forsenda fyrir útgáfu byggingarleyfis á svæðinu sé að unnið verði deiliskipulag sem nær til lands L166589. Innan deiliskipulags verði gert grein fyrir byggingingarreitum núverandi húsa innan svæðisins auk þess sem skilgreindur verði m.a. byggingarreitur, byggingarskilmálar, aðkoma og eftir atvikum mörk lóðar umhverfis fyrirhugað íbúðarhúss á landinu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.             

13. Hellnaholt; Fossnes; Nýjar lóðir; Deiliskipulag - 1803004

 Lagt er fram deiliskipulag fyrir Hellnaholt, Fossnesi. Málið hefur áður verið auglýst frá 24.6-4.9.2020 og samþykkt til gildistöku. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna fjarlægðar frá vegi. Óskað var undanþágu frá ANR vegna fjarlægðar frá vegi og var umsókn þess efnis samþykkt með bréfi frá ráðuneytinu þann 12. nóvember 2020. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur tillögunnar rann út er málið tekið fyrir að nýju. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar.

 Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir ofangreint deiliskipulag og samþykkir að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.           

14. Vesturkot L166500; Brenna; Stofnun lóðar - 2011048

      Lögð er fram umsókn Huldu Finnsdóttur og Þórarins Ragnarssonar, dags. 14. nóvember 2020, er varðar stofnun lóðar úr jörðinni Vesturkot L166500. Óskað er eftir að stofna 6.830 fm lóð sem fengi staðfangið Brenna. Skv. umsækjendum þá kemur fram að þetta svæði er í örnefnaskrá í jarðarbók Skeiðahrepps.

      Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn samþykki erindið með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna þar sem við á.

Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna þar sem við á.

15. Hæll 1 (L166651); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging - 2011018

      Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Steingríms Dagbjartssonar, móttekin 10.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæll 1 (L166651) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 108,4 m2.

      Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar                  

16. Áshildarvegur 7 L230355; Áshildarvegur 7A og 7B; Skipting lóðar; Fyrirspurn - 2010019

      Lögð fram fyrirspurn Skúla Baldurssonar og Ingunnar Magnúsdóttur, dags. 4. október 2020, þar sem óskað er eftir að fá að skipta íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 7 L230355 í tvær lóðir sem fengju staðföngin Áshildarvegur 7A og 7B. Lóð 7B yrði 3.000 fm sem nýtt yrði til að ræktunar og útivistar og lóð 7A yrði 10.000 fm eftir skiptin og yrði áfram íbúðarhúsalóð. Málinu var hafnað á 203. fundi skipulagsnefndar en er nú tekið fyrir á nýjan leik að beiðni umsækjanda með frekari rökstuðningi.

      Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn synji uppskiptingu lóðarinnar með sömu rökum og í fyrri bókun nefndarinnar þar sem segir að ekki verði samþykkt að skipta lóðum upp á þegar skipulögðum svæðum í íbúðarlóðir og ræktunar - og útivistarlóðir. Almennt skuli lóðum innan skipulagðra svæða ekki skipt upp nema mjög ríkar ástæður liggi að baki. Að auki er slík uppskipting ekki í samræmi við núverandi byggðarmynstur eða notkun innan deiliskipulagssvæðisins. Umsókn um heimildir fyrir slíkum uppskiptingum er í öllum tilfellum háð breytingu á deiliskipulagi svæðisins og ætti sú heimild að taka til svæðisins í heild sinni. Innan ítrekaðar umsóknar lóðarhafa kemur fram að önnur lóð innan svæðisins sé skilgreind með sambærilegum hætti innan skilgreinds flóðasvæðis nr. 9 á uppdrætti deiliskipulags. Sú lóð er skilgreind innan skipulagsins með það í huga að hún sé hluti af lóð 13 sem mundi þá ná upp í 10.000 fm. að stærð sem virðist hafa verið sett sem lágmarksstærð lóða innan svæðisins. Skipulagsnefnd mælist til þess að skilmálar vegna þessa verði skýrðir innan deiliskipulags í takt við ábendingu umsækjanda og að gert verði ráð fyrir sameiningu lóða 13 og 9.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

21. Vikurnám -samningamál. Oddviti sagði frá viðræðum við aðila sem hafa áhuga á að semja við sveitarfélagið um vikurnám í sveitarfélaginu. Vinna þarf útboðsgögn vegna málsins. Oddvita og sveitarstjóra falið að undirbúa útboð og samningagerð um vikurnám.

22. Hálendisþjóðgarður bókun Bláskógabyggðar 05.11.2020.

Lögð fram bókun frá sveitastjórn Bláskógabyggðar frá 5. nóvember 2020 um frumvarp um hálendisþjóðgarð.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir  lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég styð frumvarp um Hálendisþjóðgarð og tel það framfaraskref í nýtingar- og verndunarstefnu fyrir hálendi Íslands. Ég tel að þjóðgarðurinn eigi að tryggja jafnvægi milli nýtingar og 

verndunar, stuðla að enn frekari endurheimt vistkerfa og samræmi í uppbyggingu þeirra innviða sem útivist og ferðaþjónusta krefst innan þess svæðis. Hefðbundnar nytjar, svo sem 

búfjárbeit, eiga að vera tryggðar áfram svo fremi sem téð nýting sé sjálfbær.  

Þá kemur stofnun Hálendisþjóðgarðs til með að dreifa fjölbreyttum störfum um landsbyggðin á jaðri hans sem hlýtur að teljast styrkur fyrir viðkomandi sveitarfélög.  

Í ljósi ofangreinds, sé ég mörg tækifæri við stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvort sem er fyrir 

aðildarsveitarfélögin eða þjóðina alla.  

Ingvar Hjálmarsson lagði fram svohljóðandi bókun:

Ég er alveg á móti þessum stóru hugmyndum um Miðhálendisþjóðgarð. Hef áður bókað um það hér á fundi sveitarstjórnar. Þetta er að mínu viti of hratt farið og ég tel að við  séum ekki tilbúin í stofnun Þjóðgarðs að svo stöddu. Þetta þarfnast mikið meiri undirbúnings og sameiginlegrar vinnu með sveitarstjórnum og hagsmunaaðilum um land allt.

Björgvin Skafti, Einar og Matthías lögðu fram eftirgreinda bókun: Við styðjum hugmynd um Hálendisþjóðgarð og teljum felast í því mörg tækifæri ef vel er að verki staðið og þokkaleg sátt næst um málið.

Þó er að okkar viti of hratt farið og teljum að við  séum ekki tilbúin í stofnun Þjóðgarðs að svo stöddu. Þetta þarfnast mikið meiri undirbúnings og sameiginlegrar vinnu með sveitarstjórnum og hagsmunaaðilum um land allt.

Mál til kynningar:

23. Manntal 2021

24. Þingsálykt. Félagsráðgjöf í skólum þingskjal 114

25. 04.12.2020 Leyfisbréf Áshildarvegur 25 rekstrarleyfi HÁ

26. Ákall frá baráttuhóp smærri fyrirtækja

27. Aðalfundargerð Bergrisans bs. 25.11.2020

28. Aðalfundur Bergrisans.fundargögn

29. Frv. til laga um varnir v. ofanflóða

30. Fundargerð Stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga nr. 891

31. 01.12.2020 Þakkarbréf v minningardags látinna í umferðinni

32. Frv. til laga um fæðingarorlof þingskj. 375

33. Þingsálykt. um skákkennslu þingskj.107

34. Fundargögn fyrir aðalfund Heilbriðgiseftirlits 2020

35. Frv. til laga um Tækniþróunarsjóð

36. Fundargerð aðalfundar Samt. Orkusveitarfélaga

37. Þingsályktun um bætta stjórnsýslu þingskj. 0105

38. Frv. til laga opinb. stuðningur v. nýsköpun

39. Þjónusta í Leikskólanum Leikholti. Lagt fram bréf frá formanni foreldrafélagsins Leiksteins. Í bréfinu er mótmælt fyrirhugaðri lokun leikskólans Leikholts dagana milli jóla og nýjárs í ár án samráðs við foreldrafélagið. Sveitarstjóri sendi út bréf þess efnis til foreldra leikskólabarna. Gerð er athugasemd við fleira er snýr að leikskólanum. Um er að ræða þjónustuskerðingu að mati félagsins. Gerð er athugasemd við að þessi breyting sé tilkynnt án þess að málið hafi verið tekið til afgreiðslu í skólanefnd né sveitarstjórn. Sveitarstjórn leggur til að lokun leikskólans á umræddum dögum verði endurskoðuð og felur sveitarstjóra að vinna að lausn málsins.

40. Fjallaskálar. Tilboð í umsjón.

Lagður fram tölvupóstur frá Hrönn Jónsdóttur og Gylfa Sigríðarsyni. Þau óska eftir að taka að sér rekstur fjallaskálanna í Gljúfurleit, Tjarnarveri og Bjarnalækjarbotnum. Samþykkt samhljóða  að semja við umsækjendur um rekstur skálanna árið 2021.

Fundi slitið kl. 21:30.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn   13. janúar næstkomandi kl 16.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: