Sveitarstjórn

46. fundur 02. september 2020 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Anna Maria Flygenring
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Bjarni Hlynur Ásbjörnsson starfandi sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Árnesi, 2 september, 2020   -  Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202008-0017

46. sveitarstjórnarfundur

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Rekstraruppgjör, janúar - júní 2020

Bjarni lagði fram rekstaryfirlit fyrstu sex mánuði ársins og skýrði niðurstöðu þess. Tekjur hafa dregist saman um tæp 8% í heild sinni miðað við fjárhagsáætlun ársins á meðan gjöld hafa aukist um 11% frá fjárhagsáætlun. Gjöld sveitarsjóðs umfram tekjur fyrstu 6 mánuðina eru rúmar 42,9 milljónir.

2. Frestun fasteignagjalda

Lagt var fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. apríl 2020 um framkvæmd frestunar á fasteignagjöldum.

Sveitarstjórn samþykkir að gefa kost á frestun fasteignagjalda skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga

3. Beiðni sveitarstj. ráðherra vegnafasteignask.álagningar  2021

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júní 2020 um beiðni sveitarstjórnarráðherra til sveitarfélaga að taka tillit til hækkunar fasteignamats við álagningu fasteignagjalda á næsta ári.

Sveitarstjórn samþykkir að taka það til skoðunar hvaða möguleikar verði í málinu við álagninu á næsta ári.

4. Stöng í Þjórsárdal - Deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 1511004 frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 25. mars 2020 fyrir minjastað og ferðamannastaðnum Stöng í Þjórsárdal.

Málinu var frestað í apríl 2020.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagið eins og það liggur fyrir og sendir það til skipulagsnefndar UTU til frekari afgreiðslu.

5. Stöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi

     Lögð fram umsókn um  framkvæmdaleyfi frá Umhverfisstofnun, dags. 21. ágúst 2020 við framkvæmdir á göngustígum og pöllum víð Gjána í Þjórsárdal.

Gerð er athugasemd við ranga notkun á nafn Gjárinnar í gögnum frá umsækjanda. Staðurinn heitir Gjáin, en ekki Gjáinn.

Umsóknin er samþykkt.

6. 200. fundur skipulagsnefndar

Lögð var fyrir 200. fundargerð skipulagsnefndar UTU frá 26. ágúst 2020

    17.  Andrésfjós L166434; Vorhús; Stofnun lóðar - 2008014

Lögð er fram umsókn frá Ingimar Þorbjörnssyni og Magneu R. Ástmundsdóttir, dags. 10. ágúst 2020, er varðar stofnun um 2,78 ha lóðar úr jörðinni Andrésfjós L166434. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á afmörkun lóðarinnar á meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Vorhús og í rökstuðningi kemur fram að fyrirhugað sé að byggja sumarhús á lóðinni í komandi framtíð og verði hugsað sem vorhús og að einnig viðkomandi ætt að rekja til Vorhúss á Eyrarbakka.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu og lagfæringu gagna þar sem m.a. skal sýna betur vegtenginguna sem og veghelgunarsvæði og fjarlægja byggingarreit af lóðarblaði þar sem engin byggingarheimild liggur fyrir á lóðinni. Skipulagsnefndin bendir á að ef fyrirhugað er að byggja sumarhús á lóðinni þá telji hún að forsendur til þess að fá byggingarleyfi sé að gert verði deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna ábendina skipulagsnefndar.

    18. Holtabraut 15 L166453; Bygging bílgeymslu; Fyrirspurn - 2008071

Lögð er fram fyrirspurn frá Sigurði U. Sigurðssyni fh. lóðarhafa er varðar byggingu bílageymslu á lóð Holtabrautar 15. Í umsókninni felst að óskað er eftir því að heimild verði veitt til að byggja umsótta bílgeymslu utan skilgreinds byggingarreits lóðarinnar í samræmi við bílskúr sem byggður var innan lóðar Holtabrautar 17 þar sem samskonar íbúðarhús er á jafn stórri lóð.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Brautarholts þar sem gert verði ráð fyrir stærri byggingarreit innan lóðar Holtabrautar 15 fyrir bílageymslu. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20-125


Lögð var fram afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 13. Ágúst 2020.

Leiti (L166576); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr - viðbygging - 2006067

Fyrir liggur umsókn Páls I. Árnasonar, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við bílskúr 76,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Leiti (L166576) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á bílskúr eftir stækkun verður 106,3 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

Sandholt 6 (L228781); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr - 2008008

Fyrir liggur umsókn Eiríks Arnarssonar, móttekin 03.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr 84,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sandholt 6 (L228781) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Holtabraut 1 (L230102); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með sex íbúðum - 2007033

Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf., móttekin 09.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með sex íbúðum 388,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 1 (L230102) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Holtabraut 3 (L230103); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með sex íbúðum - 2007034

Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf., móttekin 09.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með sex íbúðum 388,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 3 (L230103) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Þjórsárdalur Stöng (L178333); umsókn um byggingarleyfi; safnhús - endurbætur og viðbygging - 2002058

Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Karls Kvaran fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps, móttekin 28.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja við safnahús 55 m2, gera endurbætur innanhúss og einnig byggja útsýnispall á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjórsárdalur Stöng (L178333) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á safnhúsi verður 386,5 m2.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8. Altus lögmenn -  v br á dsk  í Áshildarmýri

Lagt var fyrir bréf frá Jóni Ögmundssyni hjá Altus lögmönnum, dags. 19. ágúst 2020 fyrir hönd umbjóðenda sinna í Áshildarmýri. Erindið er svar við bréfi frá sveitarstjóra dags. 3. júlí og varðar skaðabótakröfu vegna breytinga á deiliskipulagi í Áshildarmýri.

Starfandi sveitarstjóra er falið að leita álits lögmanns á viðbrögðum við kröfum í bréfinu.

9. Trúnaðarmál

Trúnaðarmal fært í trúnaðarmálabók.

10. Brunavarnir í hjólhýsabyggð ( Þjórsárdalur)

Lagt var fyrir bréf frá brunavörnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ódagsett varðandi brunavarnir á hjólhýsasvæðum.

Samþykkt að vísa málinu áfram á landeigendur þar sem  hjólhýsasvæðið er staðsett í Þjórsárdal.

11. Bréf Umboðsmanns barna um ungmennaráð

Lagt fram bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst 2020 um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaganna.

Fram kom m.a. að ætlast er til að í ungmennráð verði valið ungt fólk á aldrinum 13 - 17 ára, enda hafi þau ekki öðlast kosningarétt til áhrifa.

Sveitarstjórn óskar eftir tilnefningum frá fráfarandi ungmennaráði um nýja aðila í nýtt ungmennaráð.

12. 14.fundur stjórnar Bergrisans 03.03.2020

Lögð var fyrir til kynningar 14 fundargerð stjórnar Bergrisans frá 3. mars 2020.

13. 15. fundur stjórnar Bergrisans 01.04.2020

Lögð var fram til kynningar 15. fundargerð stjórnar Bergrisans frá 1. apríl 2020.

14. 16. fundur stjórnar Bergrisans

Lögð var fram til kynningar 16. fundargerð stjórnar Bergrisans frá 5. maí 2020.

15. 19. fundur stjórnar Bergrisans

Lögð var fram til kynningar 19. fundargerð stjórnar Bergrisans frá 6. júlí 2020.

16. Heilbrigðisnefnd 206. fundur 18.8.2020

Lögð var fram til kynningar fundargerð 206. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. ágúst 2020.

17. Fundargerðir stjórnar UTU nr. 78-79

Lagðar voru fyrir til kynningar fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU nr. 78 frá 12. ágúst 2020 og nr. 79 frá 26. ágúst 2020.

18. 12. fundargerð Afréttarmálanefdar undirrituð 13.08.2020

Lögð var fram til samþykktar 12. fundargerð afréttamálanefndar Gnúpverjaafréttar frá 13. ágúst 2020.

Fundargerðin samþykkt.

19. Afréttamálanefnd - fjallferð og réttir

Lögð var fram áætlun afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar frá 25. ágúst 2020 varðandi leitir og réttir í ljósi Covit-19.

Áætlunin var samþykkt.

20. Samstarfsyfirlýsing Landlæknis og SKOGN. Heilsueflandi samfélag

Lögð var fram samstarfsyfirlýsing milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landlæknisembættisins um heilsueflandi samfélag sem áætlað er fari fram þann 14. september.

Sveitarstjórn samþykkir samstarfssamninginn og felur oddvita að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.

21. Seyrumál

Lögð var fyrir til kynningar fundargerð af fundi oddvitanefndar UTU um stöðu seyrumála og Seyrustaða á Flúðum, sem haldinn var 26. ágúst 2020.

22. Afsláttur af gatnagerðargjöldum - álit

Lagður var fram tölvupóstur frá Steinunni Kolbeinsdóttur hjá Lögmönnum Suðurlands, dags.28. ágúst 2020 varðandi aðstöðu sem komin er upp í Brautarholti vegna óska um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Bent er á að færa þurfi texta samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps til samræmis við texta laga um gatnagerðargjöld

Samþykkt er að gera breytingar á samþykktum um gatnagerðargjöld og starfandi sveitarstjóra falið að ganga frá því. Jafnframt að komast að samkomulagi við aðila um framkvæmd gatnagerðar.

23. Önnur mál

Lagðar voru fram upplýsingar frá afréttamálanefnd Flóa og skeiða varðandi skipulag Reykjarétta 2020 og smölun á afrétti þetta haustið.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirlagt skipulag á leitum og réttum.

Bjarni skýrði frá samtali sem hann átti við Þórhall Ólafsson framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar vegna uppsetningar á farsímasendum á Hlíðarkistu.

Þegar tengingum verður lokið, kemst símasamband á þau svæði þar sem sambandið hefur verið ábótavant.

Sveitarstjórn lýsir mikilli ánægju með það að sjái fyrir endann á þessum fjarskiptavanda.

Fundi slitið kl. 18:50.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  16. september kl  09.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: