- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundargerð: 18. Fundur sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps
1. Velferðarþjónusta Árnesþings kynning
Sigrún Símonardóttir, forstöðumaður heimaþjónustu Velferðarþjónustu Árnesþings, mætti til fundarins og greindi frá umfangi þjónustunnar og verkefnum sem eru töluverð. Rætt um nauðsyn þess að auka möguleika fólks til hreyfingar.
Mikill kostur að hafa miðstöð heimaþjónustu inni í heilsugæslunni.
Verið að fækka dvalarrýmum vegna stefnu um aukna heimaþjónustu. Vöntun á aðstöðu þar sem hægt er að hafa bæði sjúkra- og dvalarheimilis úrræði á sama stað til að koma í veg fyrir aðskilnað hjóna. Vöntun á hjúkranarrýmum töluverð.
Farið vítt yfir möguleg úrræði fyrir eldra fólk, öryrkja og sjúklinga. Aðkallandi að bæta akstur fólks til nauðsynlegrar þjónustu. Mætti finna leiðir til að bæta skipulag.
2. Reykholt - Umsögn - umhverfismat
Magnús Orri og Hartmann Kárason mættu fyrir hönd Rauðakambs og fóru yfir stöðu verkefnisins í ljósi úrskurðar skipulagsstofnunnar um þörf á umhverfismati.
Farið yfir umsögn forsætisráðuneytis um byggingu baðlóns og hótels við Rauðakamb í þjórsárdal. Önnur erindi sem málefninu tengjast koma of seint fram til að hægt sé að ræða formlega.
Anna Sigríður lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er mjög ósátt við að langri kynningu frá aðstandendum Rauðakambs sé troðið inn á dagskrá án fyrirvara, a.m.k til sums fundarfólks, og að vera sett í þá stöðu að þurfa mótmæla að þeim aðilum viðstöddum."
3. Nýtt vegstæði að Hjálparfossi
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að Landsvirkjun hafi með tilkynningu um matskyldu í fl. C, og þeirri greinargerð sem fylgdi með, gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmdaþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Þó að um uppbyggðan veg sé að ræða þá muni sjónræn áhrif verða hverfandi þegar fram líða stundir. Færsla vegarins er talin vera óveruleg.
Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er framkvæmdin ekki talin af þeirra stærðargráðu að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum .
4. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Viðbrögð við bréfi Skipulagsstofnunar
Afgreiðslu frestað vegna þess að gögn hafa ekki borist.
5. Færsla á Sultartangabrú og veglagning
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að Landsvirkjun hafi með tilkynningu um matskyldu í fl. C, og þeirri greinargerð sem fylgdi með, gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmdaþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ljóst er að nauðsynlegt er vegna skemmda í núverandi brú og frárennslisskurði að fara í ofangreindar framkvæmdir, þ.e. færslu á vegi og byggingu nýrrar brúar.
Það er mat skipulagsnefndar/ sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að færsla vegarins og bygging brúar sé talin vera óveruleg og verður nýtt vegstæði fært inn á aðalskipulagsuppdrátt í endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun.
Að mati Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er framkvæmdin ekki talin af þeirra stærðargráðu að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum.
6. Tilboð íbúðir fyrir sveitarfélagið 2019
Sveitarstjóra og oddvita falið að meta tilboðin og ræða við aðila til að meta kosti og galla tilboðanna fyrir næsta fund.
7. Fjárhagsmál viðauki við fjárhagsáætlun
Ekki þörf á að ræða vegna liðar 6.
8. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2018
Kynnt og staðfest
9. Ráðning starfsmanns áhaldahús
Alls 4 sóttu um og einn dró umsókn til baka. Eftir viðtöl og mat á umsækjendum var Bjarni Jónsson talinn hæfastur og Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi með ákvæðum um reynslutíma.
10. Starfsmannamál
Samþykkt að lækka vinnuskyldu starfsmanna sveitarfélagsins frá 67 ára aldri um 10% í tilraunaskyni frá og með 1. Apríl. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.
11. Tilnefning fulltrúa í ungmennaráð Suðurlands
Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps tilnefnir Matthías Bjarnason sem aðalmann í ungmennaráð Suðurlands. jafnframt biðst Ástráður Unnar Sigurðsson lausnar sem aðalmaður og verður tilnefndur sem varamaður.
12. Beiðni um umsögn vegna umsóknar á rekstrarleyfi Skeiðháholt 2B
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti.
13. Fundur skipulagsnefndar nr. 174. 29 mars. 2019
Mál 14. Hlemmiskeið 2F L227089 (Hraunsnef); Lögbýli; Landbúnaðartengd starfsemi; Deiliskipulag - 1903044
Lögð fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar, dags. 20.03 19 um heimild til að deiliskipuleggja 11,3 ha landspildu í Hraunsnefni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Hlemmiskeiði 2F). Áætlun er um að á landskikanum rísi lögbýli með landbúnaðartengda starfssemi.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn um heimild til að deiliskipuleggja 11,3 ha landspildu í Hraunsnefni í samræmi við skipulagslög.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu skipulagsnefndar
Mál 15. Kálfhóll 2 lnr. 166477; Kálfhóll 2A; Stofnun lóða - 1712019
Lögð er fram ný umsókn Gests og Hrafnkels Þórðarsona, mótt. 1. mars 2019. Vegna breyttra aðstæðna er óskað eftir að felld verði niður fyrri umsókn um landskipti sem samþykkt voru í sveitarstjórn, þ. 4. júlí 2018, og er nú sótt um landskipti í samræmi við nýtt lóðablað, dags. 15.02 2019 sem sýnir skiptingu jarðarinnar Kálfhóll 2 L 166477 í tvo hluta. Nýja landeignin fær heitið Kálfhóll 2A eins og áður hefur veirð samþykkt og er 34 ha að stærð og verður heildarstærð jarðarinnar Kálfhóls 2 samtals 104 ha eftir landskiptin. Aðkoma að Kálfhóli 2A erum núverandi aðkomu frá Kálfhólsvegi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á landamörkum. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu skipulagsnefndar
14. Fundur Oddvitanefndar 27.03.19
Fundargerð lögð fram og samþykkt.
Sveitarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af mikilli óvissu á endanlegum byggingakostnaði. Setur jafnframt fram spurningu um val á byggingastað.
15. Samstarfssamningur um þjónustukort
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi
16. Afgreiðslufundur Byggingafulltrúa nr 97
17. Hólaskógur
18. Aðalskipulag Sandhóll Kálfhóll Áshildarmýri breyting
19. AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
20. Tónlistarskóli Árnessýslu Fundargerð 192 18.03.2019
21. Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga fjárhagsáætlun
22. Yfirlýsing Kjarasviðs Sambandsins
23. Erindi frá skólanefnd Flúðaskóla (snjalltækjanotkun)
24. Skóla- og velferðarþjónusta- Framtíðarsýn
25. Frumvarp 710 lög um gjaldtöku af fiskeldi
26. Frumvarp 711 br laga um ávana og fíkniefni
27. Önnur mál; Verklagsreglur vegna matsskyldu í C flokki
Oddvita og sveitarstjóra falið að móta verklagsreglur um mat á matsskyldu C flokki.
Fundi slitið kl. 12:50 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 17. apríl næstkomandi. Kl. 09.00.
Gögn og fylgiskjöl: