- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 01. nóvember 2017 kl. 14:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Skaftholt ses. Stjórnendur greina frá rekstri. Gunnþór Guðfinnsson og Guðjón T. Árnason frá Skaftholti sjálfseignastofnun greindu frá því að rekstur stofnunarinnar væri mjög erfiður. Þrengt hefur mjög að rekstrinum að þeirra sögn. Byggðasamlagið Bergrisinn annast málefni fatlaðra á Suðurlandi. Að sögn Gunnþórs og Guðjóns vantar mikið uppá að staðið sé skil á framlögum Bergrisans til starfsemi stofnunarinnar. Kröfur hafa einnig aukist um aukna þjónustu til fatlaðra og kallar það á fjölgun starfsfólks og hefur það í för með sér aukinn kostnað. Fram kom í máli Gunnþórs og Guðjóns að erfitt sé að sjá fram á að framhald verði á rekstrinum að óbreyttu. Sveitarstjórn lýsir þungum áhyggjum af rekstri Skaftholts ses og skorar á stjórn Bergrisans bs að leita leiða til úrlausna varðandi rekstur stofnunarinnar.
2. Fjárhagsáætlun 2018-2021. Fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram, og kynnti fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2018-2021. Ásamt framkvæmdaáætlun. Talsverð umræða varð um áætlunina og ennfremur um rekstur málaflokka. Samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.
3. Tillaga að útsvarsprósentu 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarsprósenta verði 14,48 á árinu 2018
4. Tillaga að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018. Lögð voru fram drög að gjaldskrá sveitarfélagsins árið 2018. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar
5. Rauðikambur – samningamál um Þjórsárdal. Oddviti lagði fram og kynnti framkomin drög að samningi milli sveitarfélagsins og Rauðakambs ehf með aðkomu Forsætisráðuneytis um Reykholtslaug og svæði umhverfis í Þjórsárdal. Samningagerð hefur staðið yfir um nokkurt skeið.
6. Niðurstaða útboðs snjómoksturs í SKOGN 2017-2020. Útboð/verðkönnun var opnað 17 október sl á snjómokstri í sveitarfélaginu árin 2017-2020 í umsjón Vegagerðarinnar. Georg Kjartansson og Strá ehf buðu hagstæðasta verðið fyrir þjónustuna. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Georg og Strá ehf og sveitarstjóra falið að vinna að samningagerð við þá ásamt Vegagerðinni.
7. Umsögn Forsætisráðuneytis um aðalskipulag SKOGN 2017-2029. Lagt fram og kynnt. Vísað til vinnu við aðalskipulag.
8. Umsögn Samgöngustofu um aðalskipulag SKOGN 2017- 2029. Lagt fram og kynnt. Vísað til vinnu við aðalskipulag.
9. Kærunefnd húsamála. Hjólhýsabyggð Þjórsárdal. Lagt fram bréf frá Kærunefnd húsamála. Undirritað af Jóhönnu Heiðdal Sigurðardóttur.
Nefndinni barst erindi frá Kolbrúnu Garðarsdóttur hdl fh.Félags leigutaka hjólhýsasvæða í Þjórsárdal. Þar er óskað eftir áliti nefndarinnar um réttindi og skyldur vegna lóða undir hjólhýsabyggð í Þjórsárdal í landi Skriðufells. Ágreiningsefnið er tilgreint, ásamt kröfum álitsbeiðenda. Sveitarfélaginu og Skógræktinni er gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina sjónarmiðum kröfum og rökstuðningi vegna málsins. Sveitarstjórn lýsir einróma andstöðu sinni gegn því að svæðinu verði breytt í frístundabyggð. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri sjónarmiðum, kröfum og rökstuðningi sveitarstjórnar vegna málsins.
Fundargerðir
10. Fundargerð 143. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 19, 20 og 21 þarfnast afgreiðslu.
19. mál.
Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun: Aðalskipulagsbreyting – 1704045 Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem felst í að íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis stækkar, þjónustusvæði Þ4 við Skólabraut (leikskólalóð) breytist í íbúðarsvæði, svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins merkt V3) stækkar auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á deiliskipulagi svæðisins þann 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Eitt athugasemdabréf barst á kynningartíma. Skipulagsnefnd mælir með að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt og skipulagsfulltrúa falið að vinna umsögn um athugasemd sem lögð verður fyrir þegar málið verður tekið fyrir í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna óbreytta. Lögð var fram umsögn vegna málsins frá Ívari Pálssyni hrl, lögmanni sveitarfélagsins.
20. mál
Nónsteinn og Bugðugerði: Árnes: Stækkun lóðar og fjölgun: Deiliskipulagsbreyting – 1706022 Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Árnes til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða. Í breytingunni felst m.a. að verslunar- og þjónustulóðin V3 (Nónsteinn) stækkar, gert er ráð fyrir 3 íbúða raðhúsi og parhúsi við enda Bugðugerðis og 4 íbúða raðhúsi við Skólabraut í stað lóðar fyrir leikskóla. Þá er nokkrar breytingar sem varða afmörkun lóða og vega til samræmis við nákvæmari mælingar. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins frá 31. ágúst til 13. október 2017. Eitt athugasemdabréf barst á kynningartíma. Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt og skipulagsfulltrúa falið að vinna umsögn um athugasemd sem lögð verður fyrir þegar málið verður tekið fyrir í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna óbreytta. Lögð var fram umsögn vegna málsins frá Ívari Pálssyni hrl, lögmanni sveitarfélagsins.
21. mál
Holtabraut 1-7: Holtabraut 1 og 3: Fækkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1704037 Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að fjórum einbýlisalóðum við Holtabraut (1,3,5 og 7) er breytt í tveir raðhúsalóðir fyrir 4-6 íbúðir á bilinu 40 ? 90 fm í hvoru húsi fyrir sig með sameiginlegu bílastæði vestan lóðanna. Þá er aðkomu frá Skeiðavegi að Malarbraut lokað og austurmörk lóðar nr. 3 færð fjær landamörkum við Húsatóftir 2. Tillagan var kynnt 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Eitt andmælabréf barst með undirskrift 15 aðila. Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Að mati nefndarinnar er umtalsverð eftirspurn eftir minni íbúðum á svæðinu og í tillögunni er þegar búið að gera breytingar til að koma til móts við ábendingar sem fram komu á fyrri stigum málsins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu.
Björgvin Skafti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
11. Fundargerð 46. Fundar stjórnar Bs. Skip- og bygg. Fundargerð lögð fram og kynnt.
12. Fundargerð aðalfundar NOS. Fundargerð aðalfundar frá 20. október sl. Lögð fram. Fjárhagsáætlun fyrir Nos 2018 samþykkt samhljóða.
Annað
13. Stígamót- Beiðni um stuðning. Lagt fram bréf undirritað af Guðrúnu Jónsdóttur talskonu Stígamóta, þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir rekstrarupplýsingum Stígamóta og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar sveitarstjórnar
14. Samtök lungnasjúklinga. Beiðni um stuðning. Bréf lagt fram frá Samtökum lungnasjúklinga þar sem óskað er eftir stuðningi. Samþykkt samhljóða að styrkja samtökin um 10.000 kr.
15. Drög að reglum við lóðaúthlutanir. Máli frestað.
16. Samningur um afnot af þjóðlendu. Skógræktin.
Lögð voru fram drög að samningi um afnot af þjóðlendu við Hjálparfoss ásamt lóðarblaði undir salernishús. Milli Skógræktarinnar og sveitarfélagsins. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
17.Önnur mál. Halla Sigríður vakti máls á girðingum á mörkum þess lands sem Traðarland ehf var með leigu, í landi Réttarholts frá sveitarfélaginu síðastliðið sumar. Halla Sigríður, Meike, Einar og Kristjana leggja áherslu á að girt verði skilmerkilega í þeim mörkum sem um ræðir.
Mál til kynningar
A. Fundargerð 524. Fundar SASS.
B. Fasteignamat 2018.
C. Afgreiðslur byggingafulltrúa 17-65.
D. Fundargerð 182. Fundar Heilbrigðisnefndar.
E. Skráðir nemendur í Tónsmiðju Suðurlands.
F. Fundargerð Stjórnar Tónlistarskóla Árn. Nr. 184.
G. Fyrirspurn Svarsins vegna þjónustuhúsa.
H. Hirðing seyru.
I. Áætluð framlög sveitarfélaga til SASS.
J. Íbúðalánasjóður opin hús.
K. Vörðufells-Hestvikjun- athugsemdir
L. Fundur um opinber innkaup.
Fundi slitið kl 17: 35. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 15. nóvember næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: