Sveitarstjórn

42. fundur 07. júní 2017 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Oddviti óskaði eftir að þremur málum yrði bætt á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða. Mál nr 25. Sandlækur 1. Breyting á skipulagi. Mál nr. 26. Kambaslóð 5, breyting á skipulagi. 27. mál. sumarlestur beiðni um styrk

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Hitaveita Gnúpverja. Stjórnarmenn félagsins. Birkir Þrastarson formaður og Sigríður Björk Gylfadóttir mættu til fundar. Fyrir fundinum lá erindi undirritað af formanni félagsins þar sem greint er frá aðstæðum félagsins, með vísan til samnings milli Gnúpverjahrepps og eigenda Þjórsárholts frá 1980 og samnings milli Gnúpverjahrepps og Hitaveitu Gnúpverja frá 1986.  Birkir greindi frá því að afkastageta borholu veitunnar væri svo til fullnýtt, ekki væru aðstæður að svo komnu máli til að tengja fleiri notendur. Mikil endurnýjunarþörf lagna liggur fyrir. Kostnaður getur numið meira en 100 milljónum. Ljóst er að afla þarf aukins vatns innan fárra ára, miðað við aukna eftirspurn eftir vatni. Fyrirsjáanlegt er að leita þurfi leiða til fjörmögnunar framkvæmdanna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er eigandi 40 % hlutar í félaginu. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að hækka afnotagjald veitunnar um 5 %. Gjaldið er samt sem áður hagstætt miðað við aðrar veitur. Sveitarstjóra falið að vinna með stjórn Hitaveitu Gnúpverja að undirbúningi framkvæmda og leiðum til úrræða í fjármögnun framkvæmda.

2.     Umsóknir um land til ferðaþjónustu í Þjórsárdal. Erindi barst 6. júní undirritað af Sigfúsi Sigfússyni, Josephine Denami, Önnu Sigríði Valdimarsdóttur, Gunnari Sigfúsi Jónssyni og Valdimar Jóhannssyni þar sem óskað er eftir að afgreiðslu umsókna verði frestað. Sveitarstjórn hafnar samhljóða beiðni um frestun. Tvær umsóknir bárust um landið. Annars vegar frá Rauðakambi ehf, hins vegar frá Sigfúsi Sigfússyni, Josephine Denami, Önnu Sigríði Valdimarsdóttur, Gunnari S Jónssyni og Valdimar Jóhannssyni.  Sveitarstjórn átti fundi með báðum aðilum þar sem þeir kynntu umsóknir sínar. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samningaviðræðna við Rauðakamb ehf. Skilyrði er sett af hálfu sveitarstjórnar að ítarleg rekstraráætlun um verkefnið liggi fyrir samhliða samningi. Auk þess setur sveitarstjórn skilyrði um að aðgengi almennings verð tryggð að þeirri þjónustu sem félagið hyggst bjóða á svæðinu og þjónustan verði verðlögð með sanngjörnum hætti. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að samningagerð við félagið. Samningsdrög verði lögð fyrir sveitarstjórn á fundi sveitarstjórnar í júlí nk.

3.     Tilboð í gatnagerð. Árnes- og Brautarholtshverfi. Eitt tilboð barst í verkið. Var það frá Nesey ehf. Kostnaðaráætlun nam 98,8 mkr. Tilboð Neseyjar nam 126,7 mkr. Eða 28 % yfir kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um töku tilboðsins. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við fulltrúa Neseyjar um útfærslu tilboðs og mögulegan tímaramma verksins.

4.     Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir 2017 viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram eftirgreinda viðauka við Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir fyrir árið 2017.

         Breytinga á tekjum tölur í þkr.

00. Skatttekjur.

0021. Staðgreiðsla/útsvarstekjur hækkun                          16.123                                                                            

Breytingar/hækkanir á útgjöldum :

01. Félagsþjónusta

0251. málefni fatlaðra                                                               3.423

04. Uppeldis- og fræðslumál.

04211. Þjórsárskóli. Laun og launatengd gjöld.                   7.300

Eignasjóður

31101 Þjórsárskóli

4960 viðhald                                                                              1.100

Leiguíbúðir -Heiði                                                                        500

Samtals aukning kostnaðar                                                  12.323

Áhrif viðauka jákvæð                                                                3.800

Fjárfestingaáætlun

Breyting/hækkun útgjalda

Eignasjóður / Árnes                                                                 4.000

Eignasjóður/vegakerfi                                                             3.000

Fráveita                                                                                    32.000

Nettókostnaður við fjárfestingar eykst um                    39.000 þkr.

Aukningu útgjalda vegna rekstrar og fjárfestinga 35.200 þkr mætt með lækkun handbærs fjár og lántöku allt að 7.000 þkr.

Viðaukar Samþykktir samhljóða.

5.     Breytingar á fundartímum sveitarstjórnar og kjörum sveitarstjórnarfullrúa. Oddviti lagði fram tillögu um að framvegis verði sveitarstjórnarfundir haldnir tvisvar í mánuði eða fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Breytingin taki gildi frá og með ágúst næstkomandi. Fundir verði 9. og 23. ágúst n.k.  Einn fundur verður haldinn í júlí. Samþykkt samljóða. Auk þess lagði oddviti fram tillögu að breytingu á kjörum sveitastjórnarfulltrúa.  Afgreiðslu málsins frestað.

6.     Erindi ungmennafélaga. Lagt var fram bréf frá forráðamönnum ungmennafélögum, Hrunamanna, Gnúpverja og Skeiðamanna. Þar er lýst áhuga meðal fundarmanna á auknu samstarfi félaganna.  Sveitarstjórn styður heilshugar hugmyndir um aukið samstarf félaganna og býður forráðamönnum félaganna að mæta til næsta fundar sveitarstjórnar með kynningu á auknu samstarfi.

7.     Erindi frá Hitaveitufélagi Kílhrauns ehf. Bréf undirritað af Hlyni Árnasyni. Þar er óskað eftir leyfi til að bora eftir heitu vatni á Lóð nr. 27 í landi Áshildarmýrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi.

8.     Erindi/umboð til Minjastofnunar. Erindi undirritað af Ugga Ævarssyni þar sem óskað er leyfi til fornleifarannsókna í bæjarrústir í Sandártungu í Þjórsárdal. Leyfi samþykkt samhljóða með fyrirvara um leyfi Skógræktar og Forsætisráðuneytis þar sem um þjóðlendu er að ræða.

9.     Erindi frá Skaftholti SES.  Framhald frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Erindi lagt fram af Örnu Ýr Gunnarsdóttur þar sem óskað er eftir aukinni þátttöku sveitarfélagsins í ferða og liðveislukostnaði fatlaðra einstaklinga  sem búa í Skaftholti um kr. 3.423.000. Sveitastjórn samþykkir framkomna beiðni samhljóða. Bókast á lykil 251 í málaflokk 02. Tekið hefur verið tillit til útgjaldaaukningar vegna málsins í viðauka við fjárhagsáætlun.

10.           Aðalskipulagsbreyting Árnes.

Lögð fram tillaga að breytingu á landnotkun- aðalskipulagi innan Árneshverfis sem felst í að íbúðasvæði við enda Bugðugerðis, leikskólalóðar norðan Skólabrautar fellur út, opið svæði til sérstakra nota minnkar og svæði fyrir verslun og þjónustu stækkar. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar frá 23.05. 2017 og samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði kynnt skv. 2 mgr. 30 gr. Skipulagslaga,

Fundargerðir :

11.                    Skipulagsnefnd 133. fundur. 11.05. Mál nr. 18 og 19 þarfnast afgr.

Mál 18.

Flatir lóð 24 lnr. 209182. Byggingarmagn á lóð – fyrirspurn 1701036.

Tillaga um endurskoðun skilmála fyrir frístundabyggðina á Flötum. Sveitarstjórn

samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýstri tillögu.

Mál 19.

Skeiðháholt 1. Umsókn um leyfi til að byggja 861 fm gripahús á Skeiðaháholti

Lnr. 166494

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningu. Skv. 44. Gr. Skipulagslaga fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lands ásamt umsögnum Minjastofnunar og Vegagerðarinnar.

12. Skipulagsnefnd 134. fundur. 23.05.Mál nr. 8,9 og 10 þarfnast afgr.

Mál 8.

Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun;

Aðalskipulagsbreyting – 1704045

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Árness sem felst í að íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis, leikskólalóða norðan Skólabrautar fellur út, opið svæði til sérstakra nota minnkar og svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins) stækkar. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt með auglýsingu 4. maí 2017.

Sveitarstjórn samþykkir að kynna  aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Mál 9.

Vesturkot: Umsókn um byggingarleyfi: Hlaða - viðbygging - 1704052

Umsókn um viðbyggingu við hlöðu í landi Vesturkots. Til stendur að setja niður tvo gáma, þak og veggir verða klæddir með samlokueiningum. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

Mál 10.

Hamarsheiði lóð 3 (Kambaslóði 6) lnr 191962: Deiliskipulagsbreyting – 1705043

Umsókn eigenda lóðarinnar Kambaslóði 6 úr landi Hamarsheiðar 2 dags. 9. maí 2017 ósk um  að lóðinni verði breytt í lögbýli. Lóðin er 2,4 ha að stærð.

Skipulagsnefnd mælir ekki með að lóðinni verði breytt í lögbýlislóð nema að öllum lóðum innan skipulagssvæðisins verði breytt með sama hætti. Þar sem hún er innst í botnlanga. Nefndin bendir einnig á að Ef breyta á lóðinni í lögbýli þarf bæði að breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar. Borist hafa ný gögn sem gera ráð fyrir breytingu á aðkomu að lóðinni. Á þeim forsendum er málið samþykkt samhljóða.

13.  Fundargerð 44. Fundar Byggðasamlags UTU. 1612011 Lagt fram og kynnt.

14.    Fundargerð Stjórnar Brunavarna Árnessýslu 02.05.17. fundargerð lögð fram og kynnt

15.   Fundargerð 5. Fundar ferðamálaráðs Uppsveita. Lögð fram og kynnt.

16.   Fundargerð Fræðslunefndar Flúðaskóla. 23.05.17. Fundargerð lögð fram og kynnt ásamt starfsþróunaráætlun Flúðaskóla. Sveitarstjórn lýsir ánægju með starfsþróunaráætlunina.

17.   Fundargerð Fræðslunefndar, æskulýðsmál, 23.05.17. Fundar. Lögð fram og kynnt.

18.   Menninga- og æskulýðsnefnd. Fundargerð 27. Fundur 24.05.17. Lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með undirbúning byggðahátíðarinnar ,,Uppsprettunnar“ sem nefndin hefur haft veg og vanda að.

19.   Umhverfisnefnd. Fundargerð 16. Fundargerð 01.06.17. lögð fram og kynnt. Samhliða fundargerð var lagt fram bréf frá nefndinni undirritað af Önnu Maríu Flygenring formanni nefndarinnar. Varðar það framkvæmdir við Stöng í Þjórsárdal og auglýsingu á deiliskipulagi svæðisins í grennd. Var það lesið upp á fundinum að ósk nefndarinnar.  Umhverfisnefnd gerir alvarlegar athugasemdir við að hafa
ekki verið upplýst um þetta mál í upphafi ferils, né fengið tækifæri til að gefa umsögn áður en verkið var unnið, sem er þó hennar hlutverk skv. skipunarbréfi. Sveitarstjórn samþykkir að senda afrit bréfsins til Minjastofnunar og óska skýringa stofnunarinnar á ferli málsins. Sveitarstjórn þakkar Umhverfisnefnd bréfið og tekur undir athugsemdir nefndarinnar að hluta til og tekur til sín það sem við á í bréfinu

20.   Atvinnumálanefnd. Fundargerð 20. Fundar 02.06.17. Fundargerð lögð fram og kynnt. Á fundinum voru lögð fram fyrstu drög að atvinnustefnu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með vinnu við atvinnustefnuna.

Umsagnir og fleira:

21.       Aðalskipulag Flóahrepps- Beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf undirritað af Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa þar sem óskað eftir umsögn um aðalskipulag Flóahrepps. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Flóahrepps.

22.        Drög að reglugerð um Héraðsskjalasöfn. Beiðni um umsögn.

Lögð voru fram drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Lagt var fram bréf frá Héraðsskjalaverði Árnessýslu þar sem hann lýsir óánægju með aukinn rekstrarkostnað héraðsskjalasafna með tilkomu reglugerðarinnar. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir athugasemdir héraðsskjalavarðar.

23.       Samgöngumál. Áhersla á úrbætur og  ályktun. Lagt fram og kynnt.

24.   Umsókn um lóðir.  Lagt var fram bréf frá Magnúsi Orra Schram fyrir hönd Rauðakambs ehf þar sem lýst er áhuga á að fá til úthlutunar lóðir undir íbúðarhús í Árneshverfi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

25.       Sandlækur 1. Skipulagsmál. Lögð fram umsókn Arnars Bjarna Eiríkssonar dags. 2. júní 2017 um breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á svæði sem nær til landsins Sandlækur 1 land 2. Svæðið sem er um 57 ha er í dag skilgreint sem blönduð byggð frístundabyggðar og opins svæðis til sérstakra nota en óskað er eftir að því verði breytt að hluta í íbúðarsvæði   (um 17,5 ha) og það sem eftir verður, verði áfram opið svæði til útivistar/landbúnaðarnota. Fyrir liggur rökstuðningur skipulagsfulltrúa varðandi málið sem sendur var Skipulagsstofnun sem fyrirspurn, tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 26. maí með ósk um frekari rökstuðning og að lokum bréf umsækjenda þar sem rökstutt er hvers vegna breytingin geti talist óveruleg.

Með vísun í fyrirliggjandi gögn telur sveitarstjórn að breytingin geti talist óveruleg þar sem ekki sé um verulega breytingu á landnotkun að ræða og að hún sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Er breytingin því samþykkt með vísun i 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 jafnframt er samþykkt að deiliskipulagstillaga frá 30.03. 2017 verði auglýst. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar og senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

26.        Kambaslóð 5. Skipulagsmál. Vísast til afgreiðslu máls nr 10 í fundargerð 134. fundar skipulagsnefndar.

27.         Sumarlestur. Erindi frá Kristínu Gísladóttur kennara við Þjórsárskóla þar sem óskað er eftir styrk 100.000 kr til verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða  að veita umbeðinn styrk. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar og bókast á Málaflokk 04. Lykil 0481.

28.           Önnur mál.

I.                   Lögð fram kynning frá Jötni á færanlegum húsum.

Mál til kynningar

A.    Fundargerð 519. Fundar stjórnar SASS.

B.    Fundargerð 255. Fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

C.   Frumvarp 537 um landgræsðlu.

D.   Frumvarp 538 um Skóga og skógrækt.

E.    Frumvarp 539 um skipulag Haf- og strandsvæða.

F.    Frumvarp 571 um þjónustu við fatlað fólk.

G.   Frumvarp 572 um félagsþjónustu.

H.   Landbúnaðarland í Gnúp. Flokkun- tillaga.

I.       Landbúnaðarland Skeið. Flokkun- tillaga.

J.      Aðalfundur landskerfis bókasafna.

K.   Fundargerð 179. Fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar.

L.    Afgr. Byggingafltr. 17-52.

M.  Afgr. Byggingafltr. 17-53.

N.   Afgr. Byggingafltr. 17-54.

O.   Algild Hönnun- Öryrkjabandalag.

P.    Húsnæðisáætlanir Sveitarfélaga.

Q.   Skýrsla sveitarstjóra.

R.   Sælureitur. Hús frá Jötni.

Fundi slitið kl  18:30.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  5. júlí næstkomandi. Kl 14.00.

Gögn og fylgiskjöl: