Sveitarstjórn

37. fundur 04. mars 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason oddviti
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
  • Elvar Már Svansson er sat fundinn í forföllum Önnu Sigríðar Valdimarsdóttur
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Sveitarstjóri óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt á dagskrá fundarins, Fundargerð skipulagsnefndar nr. 191 og landskipti á Reykhóli, var það samþykkt samhljóða. Matthías Bjarnason óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá, frístundastrætó. Var það samþykkt samhljóða. Oddviti stjórnaði fundi

 

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202002-0002  

37. sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Húsnæðisáætlun 2020- 2025. Sveitarstjóri lagði fram og útskýrði drög að húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið árin 2020-2025. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram með húsnæðisáætlunina og leita samþykktar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

2. Staðsetning á fjósi í Haga. Lögð fram gögn er sýna fyrirhugaða staðsetningu á fjósi sem til stendur að byggja í Haga. Samkomulag hefur tekist um að byggingarreitur fjóssins verði færður til og þar komið til móts við óskir nærliggjandi íbúa. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að nýjum byggingarreit.

3. Hólaskógur samningar. Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Rauðakambs ehf um leigu á fjallaskálanum í Hólaskógi ásamt tilheyrandi landspildu. Þar  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlögð drög og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna að fullnaðarfrágangi samnings.

4. Fæla - Stofnun lögbýlis. Lögð fram umsókn frá Stefáni Má Ágústssyni og Ásdísi Sveinsdóttur um að lóðin Fæla fasteignanr. 234-5861 stærð 11,8 hektarar, verði gerð að lögbýli. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að umrædd lóð verði gerð að lögbýli.

5. Umsókn um styrk til vatnsveitu. Lögð fram gögn frá Sigrúnu Bjarnadóttur í Fossnesi varðandi kaldavatnslögn að Fossnesi. Kostnaðartölur og umsögn frá Ráðgjafamiðstöð landsbúnaðarins fylgdu með erindinu. Landbúnaðarráðuneytið leitar umsagnar sveitarstjórnar um verkefnið. Sveitarstjórn staðfestir um umrædd umsókn er í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum nr. 180/2016.

6. Stöng umsókn vegna framkvæmda. Máli frestað.

7. Klettar – leyfi. Máli frestað þar sem gögn liggja ekki fyrir.

8. Fjárhagur sjóðsstreymi. Sveitarstjóri lagði fram áætlun um sjóðsstreymi fyrir sveitarsjóð næstu mánuði. Sveitarstjóri lagði fram beiðni um að heimild til að yfirdráttarheimild á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins  allt að 50.000.000 kr verði framlengd til 1. ágúst 2020. Til að mæta útgjöldum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða.

9. 192. fundur Skipulagsnefndar Mál nr. 21,22 og 23. þurfa afgreiðslu.

Mál nr. 21. Þrándarholt (L166618); umsókn um byggingarleyfi; fjós - 2002037

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. febrúar 2020 er lögð fram umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd eigenda, móttekin 13. febrúar 2020 um byggingarleyfi til að byggja fjós 1.723,5 m2, mhl 17 á jörðinni Þrándarholt (L166618) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu.

Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar fullunnin gögn liggja fyrir og að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða/lands.

Sveitarstjórn samþykkir að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi þegar fullunnin gögn liggja fyrir og að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða/lands.

Mál nr. 22. Árnes; Bugðugerði 6; Stækkun byggingarreits; Úr parhúsalóð í 3ja íbúða raðhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting - 2002048

Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Landform og f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggur fram umsókn dags. 21.2.2020 og uppdrátt ásamt greinargerð dags. 13.2.2020, tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi hluta þéttbýlis í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin Bugðugerði 6a og 6b, verði breytt úr parhúsalóð í þriggja íbúða raðhúsalóða sem fái heitið Bugðugerði 6a, 6b og 6c. Lóðamörk haldast óbreytt og eins nýtingarhlutfall frá gildandi deiliskipulagi en byggingarreitur er breikkaður um 1,0m til beggja hliða.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum aðliggjandi lóða.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að óveruleg breyting verði gerð á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 23. Hæll 3 L166571; Grófarás, Norðlingaflöt og Ljóskolluholt; Stofnun lóða - 1910076

Lögð fram umsókn Höllu S. Bjarnadóttur, dags. 11. september 2019, um skiptingu jarðarinnar Hæls 3 L166571 í fjórar landeignir. Óskað er eftir að stofna landeignirnar Hæll 3 Gróf (15,9 ha), Hæll 3 Grófarás (1 ha) og Hæll 3 Norðlingaflöt (10,6 ha). Einnig er óskað eftir að jörðin Hæll 3 fái viðskeytinn Ljóskolluholt. Eftir landskiptin verður stærð jarðarinnar 137,1 ha og heldur lögbýlisréttinum og veiðihlunnindum. Á lóðablöðunum kemur fram að heitin sem viðskeytarnir bera vísa í þekkt örnefni á þeim svæðum sem um ræðir. Þegar byggð mannvirki fylgja landinu Hæll 3 Gróf. Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar, dags. 12. febrúar 2020, á fyrirhuguðum vegtengingum sem sýndar eru á lóðablöðunum.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við landskiptin né heiti skv. umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn án athugasemda.

10. 8. Skólanefndarfundur 20.02.20 Þjórsárskóli. Fundargerð lögð fram og staðfest.

11. 8. Skólanefndarfundur 20.02.020 Leikskólamál. Í lið nr.2 var fjallað um rökstuðning fyrir því að bæta við þriðju deild í leikskólanum. Sveitarstjórn lýsir sig jákvæða fyrir því að þriðja deildin við leikskólann verði sett á stofn. Fundargerð lögð fram og staðfest.

12. 10. fundur Menn- og æskulýðsnefndar undirrituð  08.02.2020. Fundargerð lögð fram. Nefndin leggur til að sveitarhátíð verði haldin af sveitarfélaginu dagana 12-14 júní með sambærilegum hætti og á síðasta ári. Í lið 2. C leggur nefndin áherslu á að stuðlað verði að aukinni aðkomu starfsfólks sveitarfélagsins við vinnu á hátíðinni. Sveitarstjórn tekur undir þá áherslu nefndarinnar. Í lið nr. 5 er lögð fram beiðni um að nefndarmönnum í menningar- og æskulýðsnefnd verði fjölgað úr þremur í fimm. Sveitarstjórn hafnar því að fjölgað verði í nefndinni. Elvar Svansson tók sérstaklega undir með nefndinni um að fjölgað verði í henni. Ingvar Hjálmarsson sat hjá. Sveitarstjórn er samþykk því að umrædd sveitahátíð verði haldin þann 12-14 júní næstkomandi. Gert ráð fyrir fyrir kostnaði við hátíðina á fjárhagsáætlun.

13. Sorpstöð Suðurlands 290. fundargerð 18.02.20.

14. 37.  fundur skóla- og velferðarnefndar. Í fundargerð er lögð fram breytingum á gjaldskrám. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám.

15. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa_20 -115  19.02.2019. Lagt fram og kynnt.

16. Fundargerð stjórnarfundar TÁ 07.02.20. Fundargerð lögð fram og kynnt.

17. Heilbrigðisnefnd 202. Fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.

18. Fundargerð Sambands 878 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.

19. 12. fundargerð Bergrisans bs  21.01.2020. Fundargerð lögð fram og kynnt.

20. Fundargerð aðalfundar HSL. Fundargerð lögð fram og kynnt.

21. 6. fundur byggingarnefndar Byggðasafns Árnesinga. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22. 2020 Eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga. Lagt fram og kynnt.

23. Frv. um br á sveitarstjórnarlögum. Lagt fram og kynnt.

24. Till. til þingsálykt. um þjóðaratkv. gr. um framtíð Rvík. Lagt fram og kynnt.

25. Frv. um br. á lögum um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra. Lagt fram og kynnt.

26. Frumvarp um br á lögum um barnavernd. Lagt fram og kynnt.

27. Frv. um br. á tekjustofnum sveitarfélaga. Lagt fram og kynnt.

28. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 191. Mál nr 20. þarf umfjöllun.

Mál 20. Stóra-Mástunga 1 L166603; Stofnun lóðar og bygging einbýlishúss; Fyrirspurn – 2002019

Lögð er fram fyrirspurn Hauks Haraldssonar, dags. 5. febrúar 2020, hvort heimilað verði að stofna lóð innan landamerkja Stóru Mástungu 1 og heimila byggingu íbúðarhúss á lóðinni. Áætluð stærð lóðar verður um 5.522 m2. Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í fyrirspurnina. Forsenda byggingarleyfis er að gerð verði grenndarkynning þegar fullunnar aðalteikningar liggja fyrir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og tekur jákvætt í fyrirspurnina.

28. Landskipti á Reykhóli. Lögð fram skjöl um landskipti á Reykhóli. Með landskiptunum er landsspildu 1.815m2 skipt út úr jörðinni Reykhól, ný spilda færa nafnið Reykhóll 2.                                  Sveitarstjórn samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti.

29. Frístundastrætó. Matthías Bjarnason kynnti hugmyndir um frístundarútu.

Matthías greindi frá því að hann hefði að undanförnu kannað áhuga og þörf  í samfélaginu á frístundarútu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem stór fjöldi barna í sveitarfélaginu iðki tómstundir og íþróttir utan sveitarfélagsins. Matthías lagði til að möguleikar í þessum efnum yrðu teknir til skoðunar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að skoða þá möguleika.

30. Önnur mál.

Sveitarstjóri greindi frá því að Ari Einarsson hefði látið af störfum nýverið vegna aldurs.

Ari hefur starfað hjá sveitarfélaginu sem verkstjóri í áhaldahúsi og sem umsjónarmaður fasteigna síðastliðin sextán ár. Sveitarstjórn og sveitarstjóri þakka Ara fyrir farsæl störf í þágu sveitarfélagsins og ánægjulegt samstarf.

Fundi slitið kl. 18:30   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  18. Mars. kl  16.00. í Árnesi.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: