Sveitarstjórn

29. fundur 24. september 2019 kl. 10:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá, varðar lóðamörk þéttbýlis í Brautarholti. Var það samþykkt samhljóða

Árnesi 24. september, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201909-0027

29. sveitarstjórnarfundur

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Samningur við Rauðukamba ehf um Landsvæði við Reykholt í Þjórsárdal.

Lögð voru fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins, Rauðukamba ehf og forsætisráðuneytis um landspildu í Þjórsárdal. Ásamt lóðablöðum af umræddum landspildum. Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun: Fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Rauðakamb ehf samþykkt með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytis. Oddvita falið að ljúka yfirferð fylgiskjala í samráði við lögmann sveitarfélagsins og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.

  1. Svæðisskipulag Suðurhálendis.

Lagt fram minnisblað frá vinnufundi um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið sem haldinn var 9. september sl að frumkvæði SASS. Undirritað af verkefnisstjórn verkefnisins. Ásamt minnisblaði frá 14. ágúst sl. ásamt vinnugögnum sérfræðinga um verkefnið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps styður samhljóða áframhaldandi framgang verkefnisins.

  1. Fundargerðir UTU 65-67 ásamt ársreikningi.

Lagðar fram fundargerðir UTU. Fundur nr. 65 frá 8, maí sl. nr. 66 frá 12. júní sl. og frá fundi nr. 67 frá 10 júlí. sl. Fundargerðir staðfestar. Ársreikningur byggðasamlagsins fyrir árið 2018 lagður fram og samþykktur samhljóða.

  1. Friðlýsing í Þjórsárdal.

Lagðar fram umsagnir um friðlýsingu í Þjórsárdal frá Hafrannsóknarstofnun, Landgræðslunni og Samtökum ferðaþjónustunnar. Lagt fram og kynnt.

5. Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa 19 -105. fundur.

Mál til kynningar:

  1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna  3.-4.10.2019.

Dagskrá kynnt.

  1. Fyrirspurn um áform um endusk aðalsk.lags og endursk. svæðisskipulag.

Fyrirspurn lögð fram um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags.

Lagðar eru fram eftirgreindar spurningar: -1. Hvort hafin er eða áformuð endurskoðun aðalskipulags og hvort áformað er að leita eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs á yfirstandandi ári eða árinu 2020. - 2. Hvort hafin er eða áformuð gerð eða endurskoðun svæðisskipulags og hvort áformað er að leita eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs á yfirstandandi ári eða árinu 2020. - 3. Ef fyrir liggur, hvað gert ráð er ráð fyrir að fara fram á hátt kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði til viðkomandi skipulagsverkefnis.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

8.  Markaðsstofan hættir útgáfu landshlutabæklings

Til kynningar

  1. Árnes endurskoðun deiliskipulags 21.8.2019.

Breyting á tveimur lóðum í Árneshverfi lögð fram og kynnt.

  1. Mörk þéttbýlis í Brautarholti.

Lögð fram gögn er sýna útlínur lands sem afmarkar þéttbýli í Brautarholti. Ásamt undirritaðri yfirlýsingu hlutaðeigandi landeigenda. Sveitarstjórn samþykkir afmörkun og útlínur ofangreinds lands ásamt tilheyrandi skjölum.

  1. Önnur mál. Fyrir sveitarstjórnarfund þennan bauð forsvaramaður Gunnbjarnar ehf sveitarstjórn til kynningar – og fræðslufundar. Tilgangur fundarins var að kynna hugmyndir um vindmyllugarð í landi Skáldabúða.

 

Fundi slitið kl.  10:50.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 16. október. kl  08.30. í Árnesi.

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: