Sveitarstjórn

56. fundur 21. febrúar 2018 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

               Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn    21. febrúar 2018  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun 2018. Viðauki kemur til vegna uppgjörs við Lífeyrissjóðinn Brú og fjárfestingar við millilofts í nýbyggðu áhaldahúsi.

Aðalsjóður

Málaflokkur 22                                                 Fjárhæð þkr.

Lífeyrisskuldbindingar                                                 1.936.

Rekstrarniðurstaða samstæða- upphafleg áætlun     85.475.

Breyting samkvæmt viðauka                                       1.936.

Rekstrarniðurstaða samstæða eftir viðauka              83.539.

 

Breytingar á fjárfestingaáætlun.                         Upphafleg áætlun þkr.

Eignasjóður :

Vegakerfi                                                                    102.600   

Borun eftir heitu vatni                                                   17.500

Fjallaskálar                                                                     1.000

Samtals                                                                       121.100

Breyting samkvæmt viðauka

Milliloft í áhaldahúsi                                                         3.400

Samtals eftir breytingu                                                  124.500                                                                                                             

Lántaka

Vegna uppgjörs við Lífeyrissjóðinn Brú                           80.830                               

Nýtt lán vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú, 80,8 millj. kr.

Fyrirframgreiðsla v. Lífeyrisaukasjóðs og Varúðarsjóðs Brúar 54,2 millj. kr. færð sem langtímakrafa.

Skammtímaskuld vegna Jafnvægisjóðs Brúar greidd upp 26,6 millj. kr.

Viðauki samþykktur samhljóða.

  1. Uppgjörsmál við Lífeyrissjóðinn Brú. Lagt fram uppgjör sveitarfélagsins við Lífeyrissjóðinn Brú. Samþykkt samhljóða að taka lán að fjárhæð 80,8 mkr hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 16 ára. Sveitarstjóra falið að afla  skuldaskjala vegna lántökunnar. Vísað er til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
  1. Forsætisráðuneytið, varðar Reykholt í Þjórsárdal. Lagt fram bréf frá Forsætisræðuneytinu undirritað af Sigurði Erni Guðleifssyni og Páli Þórhallssyni. Í bréfinu er vísað til erindis frá Skipulagsfulltrúa Uppsveita þar sem óskað var umsagnar ráðuneytisins með tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillögu í Reykholti í Þjórsárdal. Svæðið liggur innan þjóðlendu eins og kunnugt er. Í bréfinu bendir ráðuneytið á að rík skylda hvíli á sveitarfélaginu að greina frá áhrifum skiplagsætlunar um svæðið og einstakra stefnumiða hennar á umhverfið. Ráðuneytið bendir einnig á að mögulega falli fyrirhuguð framkvæmd á svæðinu undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr 106 frá 2000. Bréf lagt fram og kynnt.
  1. DMP- Áfangastaðaáætlun- samþykktarferli. Lagt var fram minnisblað um Áfangastaðaáætlun DPM á Suðurlandi. Undirritað af Laufeyju Guðmundsdóttur og Önnu Valgerði Sævarsdóttur verkefnisstjórum áætlunarinnar. DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til samþættingar í þróun og stýringu allra þátta er snúa að upplifun ferðamanna á tilteknum áfangastöðum. Stefnt er það því að ljúka gerð áætlunarinnar í lok apríl 2018. Óskað er eftir umsögnum aðildarsveitarfélaga SASS um áætlunina. Málið lagt fram og kynnt og umsögn frestað.
  1. Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt var fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga undirritað af Óttari Guðjónssyni. Þar sem óskað er eftir framboðum/tilnefningar til stjórnar Lánasjóðsins. Lagt fram og kynnt. Ekki verður um framboð af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps  að ræða til stjórnar Lánasjóðsins.
  1. Umsókn um lóð í Árneshverfi. Lögð fram umsókn Selmu Kaldalóns Sigvaldadóttur um lóðina Hamragerði 9 i þéttbýliskjarnanum við Árnes. Samþykkt samhljóða að úthluta Selmu lóðinni Hamragerði 9. Sveitarstjóra falið að útbúa lóðarleigusamning.
  1. Umsókn um Nónstein. Lögð fram umsókn frá Gjálp, félagi um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu við Þjórsá, undirritað af Önnu Björk Hjaltadóttur og Eddu Pálsdóttur. Félagið sækir um að fá að nýta húsnæðið Nónstein til atvinnustarfsemi. Sveitarstjóra og oddvita falið að fara yfir málið með umsækjendum og þá möguleika sem til eru í stöðunni.
  1. Fundargerð 45. Fundar stjórnar BS Skip- og bygg. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  1. Fundargerð 150. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 7,8,9 og 10 þarfnast afgreiðslu.

            Mál 7. Sléttaból lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1801078.

Lögð fram umsókn Jóhannesar Eggertssonar dags. 30. janúar 2018 um leyfi til að byggja 164,3 fm stálgrindarskemmu á lóðinni Sléttaból lóð 1 lnr. 203695, sem er 3.143 fm  íbúðarhúsalóð. Að mati skipulagsnefndar er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í húsa­þyrpingu í dreifbýli og er því ekki talin þörf á að vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Er samþykkt að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir aðliggjandi hagsmunaaðilum auk þess að senda hana til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er málinu vísað beint til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv 44.gr.Skipulagslaga fyrir aðliggjandi hagsmunaaðilum auk þess samþykkir sveitarstjórn að senda umsóknina til umsagnar Minjastofnunar Íslands.

Mál 8. Bugðugerði 3: Árnes: Breytt úr parhúsalóð í raðhúsalóð: Deiliskipulagsbreyting – 180202. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi innan þéttbýlisins í Árnesi og varðar lóðina Bugðugerði. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggt parhús en skv. breytingartillögu er gert ráð fyrir að henni verði breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og samþykkir að grenndarkynna hana fyrir íbúum í Bugðugerði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar deiliskipulagsbreyting sem nýlega var samþykkt í sveitarstjórn og nær að hluta til þessa svæðis hefur tekið gildi. Sveitarstjórn samþykkir breytingu lóðarinnar og samþykkir jafnframt að grenndarkynna hana fyrir íbúum í Bugðugerði skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál. 9. Búrfellsvirkjun 166701: Breyting á veglínu: Deiliskipulagsbreyting – 180200 Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 1. febrúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Í breytingunni felst að að vegur í gegnum virkjanasvæðið og að Búrfellsskógi breytist. Meðfylgjandi eru umsagnir Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarinnar og Umhverfisstofnunar um fyrirhugaða veglínu. Þá liggur fyrir fornleifaskráning vegna deiliskipulagsins og skv. henni eru engar minjar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna og í ljósi fyrirliggjandi umsagnar er mælt með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna með vísun í fyrirliggjandi umsagnir. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu ofangreindrar deiliskipulagsbreytingar.

Mál. 10. Stekkur lnr 166686: Skarð 1 lnr 174781: Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar - 1802006.

Lögð fram umsókn Benedikts Björgvinssonar og Ernu Gísladóttur dags. 21. janúar 2018 um breytingu á afmörkun og stærð frístundahúsalóðar úr landi Skarðs með landnúmer 166686. Er lóðin í dag          skráð 5.000 fm en er samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði 14.008 fm. Einnig er óskað eftir að hún fái nafnið Stekkur. Fyrir liggur samþykki eigenda Skarðs 1 og 2 á hnitsetningu lóðarmarka. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á afmörkun og stærð lóðarinnar. Ekki er mælt með að nafnið Stekkur verði samþykkt þar sem til eru lóðir í sama póstfangi sem heita Stekkur.

10. Steinsholt rekstrarleyfi. Lagt fram skjal frá byggingafulltrúa er staðfestir samþykki hans á rekstrarleyfi í flokki 2 fyrir gistingu í Steinsholti. Mál fellt niður. 

11. Bugðugerði breyting á lóð. Lögð fram samþykkt Skipulagsnefndar á breytingu deiliskipulags lóðar að Bugðugerði 3 í Árneshverfi. Sveitarstjórn staðfestir breytinguna. Vísast til afgreiðslu máls nr 8 í              150. Fundi Skipulagsnefndar.

12. Atv- nýsk ráðuneyti. Þriggja fasa rafmagn greining á þörf. Lagt var fram bréf frá starfshópi á vegum Atvinnu- og nýsköpunar-ráðuneytisins undirritað af Erlu S. Gestsdóttur. Starfshópur þessi hefur það        hlutverk að greina möguleika og gera tillögur að uppfærslum raforkuflutningskerfis í dreifbýli á Íslandi með áherslu á þrífösun rafmagns. Óskað er eftir upplýsingum frá einstökum sveitarfélögum hvar          þörf sé brýnust á tengingu við þriggja fasa rafmagns. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um hvar sé þörf á tengingu við þrífasa rafmagn í sveitarfélaginu og koma þeim upplýsingum til áðurnefnds            starfshóps.

13. Skipulagsstofnun umsögn Reykholt í Þjórsárdal.Versl og þj svæði. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun, undirritað af  Birnu Árnadóttur og Málfríði Kristiansen. Efni bréfsins varðar Reykholt í                    Þjórsárdal, verslunar- og þjónustusvæði. Í bréfinu er vísað til erindis frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja dagsett 29.01.2017 varðandi athugun á tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.       Í þeirri tillögu fólst breyting á 13 ha opnu svæði í verslunar – og þjónustusvæði við Reykholt í Þjórsárdal.   

     Skipulagsstofnun leggur fram allnokkrar ábendingar í bréfinu vegna málsins. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umsækjenda um breytingu skipulags svæðisins.

     Mál til kynningar :

  1. 529. Fundur stjórnar SASS.
  2. Afgreiðslur byggingafulltrúa.
  3. Breytingar á gerð kjörskrár.
  4. Foss, trúnaðarmenn.
  5. Pisakönnun 2018.
  6. Skýrsla frá eldri borgarafélagi.
  7. Tvísteinabraut 2. Umsókn um byggingaleyfi.
  8. Fundargerð fundar um aðalskipulag 10.01.18.
  9. Flokkunarhandbók um sorp.
  10. Vegaúttekt 2016- skýrsla.
  11. Vinnumálastofnun.
  12. Þingskjal 54. Umsögn um stefnu um bújarðir.
  13. Þingskjal 35. Umsögn um br á lögum um skyldur starfsm.ríkis.
  14. Þingskjal 198. Umsögn um br laga ættleiðingar.
  15. Þingskjal 205. Umsögn um br laga um ættleiðingar.
  16. Þingskjal 42. Umsögn um br laga um útlendinga.
  17. Þingskjal 35. Umsögn um br  á rétti barna til dvalarleyfis.

Fundi slitið kl  15: 45. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudag 7. mars næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: