- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Heimsókn nemenda Þjórsárskóla
Inn á fund komu nemendur 1.- 4. bekkjar Þjórsárskóla ásamt starfsfólki og heilsuðu upp á sveitarstjórn. Samhliða afhentu nemendur sveitarstjórn kærleikskveðjur sem þau höfðu útbúið með fallegum kveðjum og orðum.
Þakkar sveitarstjórn nemendum og starfsfólki 1.- 4. bekkjar Þjórsárskóla kærlega fyrir heimsóknina og fallegu kveðjurnar.
2. Skýrsla oddvita á 55. sveitarstjórnarfundi
Samráðsnefnd Þjórsárdals.
Vinnufundir fjárhagsáætlunar.
Samningar við Límtré Vírnet.
Fundur með Borgarbyggð.
Fundur með ÍSOR.
Skipulag við Brautarholt.
Fundur með Skaftholti.
Íbúafundur Landsvirkjunar.
Opið hús í Þjórsárskóla.
Fyrirhugaður íbúafundur 4. desember.
3. Uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana - minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar forsendur fjárhagsáætlanagerðar.
4. Tilboð í iðnmeistara
Hinn 18. október 2024 voru auglýst þrjú sjálfstæð útboð, iðnmeistara á rafmagni, pípulögnum og múrverki við byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi. Opnun tilboða fór fram 4. nóvember.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Rafvirki - iðnmeistari:
TG Raf ehf., kt. 560404-3790 33.793.800 kr.
Þol sf., kt. 460384-0449 23.468.800 kr.
Ásaraf ehf., kt. 510512-1700 28.742.000 kr.
Árvirkinn hf., kt. 671293-2079 19.420.000 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam: 23.690.000 kr.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Pípari - iðnmeistari:
Rörið ehf., kt. 530407-0390 23.667.200 kr.
Lagnahornið ehf., kt. 580118-0540 11.908.800 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam: 23.690.000 kr.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Múrari - iðnmeistari:
Tré og múr ehf., kt. 520523-2190 20.334.997 kr.
Kostnaðaráætlun verksins nam: 23.390.600 kr.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Í útboðsskilmálum kom fram að við val á tilboðum muni verkkaupi miða við lægsta verð en að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Eftir yfirferð tilboða uppfylla allir lægstbjóðendur kröfur sem settar voru á bjóðendur.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði Árvirkjans ehf. sem iðnmeistari í rafmagni, Lagnahornið ehf. sem iðnmeistari í pípulögn.
Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi við umfjöllun og ákvarðanatöku um verkið Múrari-iðnmeistari.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að taka tilboði Tré og múr ehf. sem iðnmeistari í múrverki.
Vilborg Ástráðsdóttir kom aftur inn á fund.
5. Minnisblað um framkvæmdir í Skeiðalaug
Skeiðalaug er eitt af merkari verkum Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts og var hún vígð árið 1975 og kemur því til með að eiga 50 ára afmæli á næsta ári. Byggingin var byggð af heimamönnum og hafði Guðmundur Sigurðsson á Reykhól, húsasmíðameistari, yfirumsjón með verkinu. Í áranna rás hefur steypa í mannvirkinu látið á sjá og fyrir fáeinum árum var komið að þeim tímapunkti að áætlanir um viðhald voru verulega íþyngjandi fyrir sveitarsjóð.
Á síðustu tveimur árum hefur verið ráðist í verulegar endurbætur á Skeiðalaug sem hefur gjörbreytt aðstöðunni og aðsókn margfaldast. Lagt fram til kynningar minnisblað um framkvæmdir í og við Skeiðalaug
6. Aðalskipulagsbreyting í Árnesi
Framundan er mikil uppbygging í Árnesi. Stutt er síðan nýtt aðalskipulag fyrir þéttbýlið í Árnesi tók gildi og vinna er í gangi með deiliskipulag sem leggur grunninn að þróun íbúðabyggðar til framtíðar í Árnesi. Næstu skref er að þróa skipulagið í Árnesi áfram með tilliti til uppbyggingar atvinnusvæðis ásamt hvernig íbúabyggðin getur þróast næstu áratugi. Oddviti óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu þar sem þéttbýlismörkin í Árnesi verði stækkuð.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í Árnesi.
7. Búferlaflutningar og húsnæðismarkaður
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar þróun búferlaflutninga og húsnæðismarkaðar.
8. Útleiga í Árnesi og Brautarholti
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá salinn í Árnesi endurgjaldslaust til að halda jólaviðburð til söfnunar fiðlukaupum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum afnot af salnum í Árnesi í samræmi við beiðni. Einnig felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna reglur um afnot af aðstöðu bæði í Árnesi og Brautarholti í samræmi við umræður og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
9. Heimsókn starfsmanna Vegagerðar
Inn á fund komu Svanur Bjarnason, Einar Þór Stefánsson, Freydís Edda Benediktsdóttir frá Vegagerðinni. Umræður urðu um ástand vega í sveitarfélaginu og mat á þörf á uppbyggingu vega til framtíðar. Rætt var um mölburð og heflun og það fjármagn sem almennt er sett í þennan málaflokk og hvaða ytri aðstæður það eru sem ráða því hvernig forgangsröðun á viðhaldi vega er háttað. Ljóst er að fjármagn til viðhalds og fjármagn til uppbyggingar vega er takmarkað til Vegagerðarinnar.
Rætt var um að sveitarstjórn vinni að og leggi inn til Vegagerðarinnar áherslulista, út frá öryggi og umferðarálagi, yfir hvaða malarvegi mikilvægt er að leggja áherslu á til frekara viðhalds og uppbyggingar til næstu ára. Vegagerðin vinnur þó áfram með að setja mat sitt á þörf viðhalds og skal leggja áherslulista sveitarstjórnar einnig til grundvallar.
Þjórsárdalsvegurinn er áfram í 5 daga vetrarþjónustu. Vegagerðin viðhefur vöktun yfir vetrartímann yfir snjómokstursþörf hvern dag og reynir að vera sveigjanleg með snjómokstur þá daga sem vegurinn er ekki í vetrarþjónustu út frá þörf hverju sinni.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Vegagerðarinnar fyrir samtalið og leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf.
10. Samningur Envralys um þrívíddarmódel af Árnesi
Lagður fram til staðfestingar sveitarstjórnar samningur um rekstur á þrívíddarmódeli af Árnesi sem verður í þróun á næstu mánuðum samhliða deiliskipulagsvinnu í Árnesi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
11. Máldagi Þjóðveldisbæjarins
Lagður fram uppfærður máldagi Þjóðveldisbæjarins til umræðu í sveitarstjórn. Oddvita falið að vinna tillögur að breytingum á Máldeginum áfram í samræmi við umræður á fundinum.
12. Samþykktir Brunavarna Árnessýslu bs - fyrri umræða
Lagðar fram samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu bs til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Brunavarna Árnessýslu bs til síðari umræðu.
13. Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga bs. - fyrri umræða
Lagðar fram samþykkir fyrir Tónlistarskóla Árnesinga bs til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samþykktum Tónlistarskóla Árnesinga bs til síðari umræðu.
14. Breytingar á samþykktum Bergrisans bs. - seinni umræða
Lagðar fram breytingar á samþykktum Bergrisans bs til seinni umræðu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum samþykktir Bergrisans bs.
15. Ályktun um kjaraviðræður
Lögð fram ályktun frá stjórn 8. svæðadeild Félags Leikskólakennara um yfirstandandi kjaradeilu kennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
16. Ályktun um kjaradeilu frá Kennarafélögum Suðurlands og Vestmannaeyja
Lögð fram ályktun um kjaradeilu frá Kennarafélögum Suðurlands og Vestmannaeyja.
17. Ályktun frá Skólastjórafélagi Suðurlands
Lögð fram Ályktun frá Skólastjórafélagi Suðurlands.
18. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2025
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2025 lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fyrir árið 2025.
19. Fundargerð 291. fundar skipulagsnefndar
Ásólfsstaðir 1A L166536 og Akurhólar 1 L227360; Ásólfsstaðir 1 L166538; Stækkun landeigna - 2410082
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingum dags. 01.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stækkun tveggja landeigna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Akurhólar 1 L227360 stækkar úr 6.904,87 fm í 23.225,54 fm og Ásólfsstaðir 1A L166536 stækkar úr 30,2 ha í 36,4 ha. Heildarstækkunin sem nemur um 7,8 ha kemur úr landi Ásólfsstaða 1 L166538 sem verður um 91,8 ha eftir breytingu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd og samþykkir með fimm atkvæðum afmörkun landeignanna og breytta stærð skv. framlagðri merkjalýsingu.
Búrfellshólmi, Búrfell; Nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2406006
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells, svæðið er í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 189 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafnóðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 24-214
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
21. Fundargerðir 14. og 15. fundar hússtjórnar Þjóðveldisbæjar
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
22. Fundargerð aðalfundar SVÁ
Fundargerð lögð fram til kynningar.
23. Aðalfundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
24. Fundargerð 115. fundar stjórnar UTU bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
25. Fundargerðir 17. og 18. fundar Afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
26. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar suðurlands
Fundargerð lögð fram til kynningar.
27. Fundargerð 33. fundar Héraðsnefndar Árnessýslu
Fundargerð lögð fram til kynningar.
28. Fundargerð 77. og 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
29. Fundargerð 116. fundar stjórnar UTU bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
30. Fundargerð 19. fundar stjórnar Arnardrangans hses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
31. Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
32. Fundargerð aðalfundar SASS 2024
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12:35. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. desember, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.