Allar fréttir

Fimmtudagur, 10. september 2020

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll
almannavarnir“
.
 Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.

Reykjaréttir
Miðvikudagur, 9. september 2020

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur  Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. og 40.gr Skipulagslaga nr.123/2010 er kynnt skipulags- og matslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana.

Smellu hér til að lesa

 

 

Haust 2020
Þriðjudagur, 8. september 2020

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 10. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta. Föstudaginn 11. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir eru þó færar að hluta.

Áð við Bringu
Föstudagur, 4. september 2020

Hámarksfjöldi í réttum verður 200 manns, einstaklingar fæddir 2005 og yngri eru undanskilin þeim fjölda en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Nöfn þeirra sem mæta í réttir fyrir hvern bæ, bæði fullorðna og börn, þarf að senda á arnorhans @gmail.com fyrir miðvikudaginn 9.september. 

Aðeins þeir sem eru á listanum fá að koma inn á réttarsvæðið. Skilgreint réttarsvæði er innan girðingar sem er í kringum réttirnar sjálfar sem og safngerði Gnúpverja.

Skaftholtsréttir
Fimmtudagur, 3. september 2020

Vegna óvenjulegs ástands sem nú ríkir á heimsvísu hefur stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða  samþykkt eftirfarandi reglur og tilmæli.

Í Reykjaréttum
Miðvikudagur, 2. september 2020

Nýjar uppfærslum um göngur og réttir 2020. Helstu uppfærslur eru að Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt almenna undanþágu vegna nándar í fjallakomum með skilyrðum. Einnig hefur ráðuneytið veitt almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkunum við réttarstörf. Um slíka undanþágu þarf að sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is

Þetta sést betur í eftirfarandi  leiðbeiningum. 

Íslenskt sauðfé
Miðvikudagur, 2. september 2020

46. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn  í dag 02. september kl. 16:00.  Á honum voru tekin til afgreiðslu og kynningar 23 mál. Fundargerðin er hér meðfylgjandi LESA HÉR

Sumarblómin 2019
Þriðjudagur, 1. september 2020

Boðað er til 46. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2. september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:
1. Rekstraruppgjör, janúar - júní 2020
2. Frestun fasteignagjalda
3. Beiðni sveitarstj. ráðherra vegna fasteignask.álagningar 2021
4. Stöng í Þjórsárdal - Deiliskipulag
5. Stöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi
6. 200. fundur skipulagsnefndar

Gáð að réttum eiganda
Þriðjudagur, 1. september 2020

Rafmagnsbilun er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Rafmagnslaust verður frá Ásaskóla að Laxárdal og Hlíð frá kl 14:30 til kl 15:00 á meðan viðgerð stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

 

 

 

Gjáin í Þjórsárdal.
Mánudagur, 31. ágúst 2020

Starfskraft  vantar í Þjórsárskóla í 65 % hlutastarf í afleysingu til eins árs. Starfið felst í stuðningsaðild við barn annars vegar  og við gæslu, hins vegar. Umsóknarfrestur er til 7. september og viðkomandi þarf að geta hafið störf 27. september n.k.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Bolette, í síma 486-6051  eða með netfangi  bolette @thjorsarskoli.is

 

Þjórsárskóli

Pages