Opunartímar skrifstofu um hátíðir 2020

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 24. des. aðfangadag og 28. desember.  Opið eins og venjulega 29. og 30. desember  kl. 09 -12 og 13 -14 en lokað 31. des. gamlársdag. Opið frá 4. janúar 2021 með venju bundnum hætti.

Flugeldasýningar og flugeldasala á tímum Covid-19

Eftir samráð við umhverfisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni gefa almannavarnir út eftirfarandi leiðbeiningar:
 
Flugeldasýningar:
Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1233/2020 er ekki heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að
sér hóp fólks eftir kl. 21.00.  
Flugeldasýningar eru ekki tilteknar í ákvæðinu og má sjá fyrir sér mismunandi aðstæður eftir fólksfjölda á hverju svæði og hvort ætla megi að viðburðurinn dragi að sér hóp fólks eftir kl. 21.00.
Heilbrigðiseftirlit þurfa að ítreka sóttvarnir og fjöldatakmörkun sem eru í gildi skv. núgildandi reglugerð. 
Flugeldasýningar eru starfsleyfisskyldar samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. lög nr. 66/2020. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga veita umrædd starfsleyfi.  Auglýsingatími starfsleyfistillagna eru fjórar vikur. Einhverjir ætla að halda flugeldasýningar um komandi áramót og hafa ekki sótt um starfsleyfi í tæka tíð og geta því ekki haldið sýningar nema að sækja um og fá undanþágu frá starfsleyfi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 
Hægt er að skjóta flugeldum frá sjó eða ofan af fjalli og um leið hvetja almenning til að njóta úr glugga húsnæðis eða með því að sitja út í bíl.
Rétt er að í fylgiskjali með hverri umsókn um flugeldasýningu fylgi upplýsingar um með hvaða hætti skuli forðast hópamyndun á meðan flugeldasýning varir. 
Þeir aðilar sem koma að framkvæmd flugeldasýningar verða að gæta eigin sóttvarna til hins ítrasta. 
 
Flugeldasala:
Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1223/2020 er verslunum heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 viðskiptavinum í rými að því gefnu að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 4. gr. þ.e. að unnt sé að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli einstaklinga, ella nota grímu ef ekki er unnt að tryggja bilið. 
Þá er heimilt að hafa allt að 10 starfsmenn í sama rými í verslunum að því gefnu að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 4. gr. þ.e. að unnt sé að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli einstaklinga, ella nota grímu ef ekki er unnt að tryggja bilið. 
Mælst er til að viðskiptavinum sé gert að bera grímu inni í verslunum.
 

Listagjöf um land allt

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf – að þessu sinni um land allt! Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann. Listagjafirnar verða sem fyrr segir nú í boði um land allt. Allt að 750 gjafir verða í boði og verða þær afhentar helgina 19.-20. desember. Hver listagjöf er um það bil fimm til tíu mínútna flutningur á tónlist, dansi eða ljóðalestri frá mörgu af okkar allra besta listafólki. Sá eða sú sem bókar gjöfina sér til þess að viðtakandinn verði heima þegar gjöfin verður afhent og tekur að auki á móti listamanninum. Flutningurinn fer svo fram í öruggri covid-fjarlægð frá þiggjanda gjafarinnar, utandyra ef þess er nokkur kostur eða annars staðar þar sem hægt er að tryggja örugga fjarlægð.

Laust 100% starf fyrir sálfræðing frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.

Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.  Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í Hveragerði. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar.

Landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á árlegu landvarðanámskeiði. Stofnunin leggur mikla áherslu á það að fá landverði til starfa úr héraði, en til þess að það sé hægt þarf sá aðili að vera búin að taka landvarðanámskeið.

Rafmagnslaust 10. des. (í nótt) frá kl. 00:00 - 02:00

Búast má við rafmgnsleysi í hluta Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps 10.12.2020 frá kl 00:00 til kl 02:00 vegna vinnu í aðveitustöð Flúðum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

52. sveitarstjórnarfundur 09.des. 2020 í Árnesi kl. 16:00

Boðað er til 52. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 9. desember, 2020 klukkan 16:00.  

Dagskrá:

1. Trúnaðarmál

2. Gjaldskrár 2021 lokaumræða

3. Útsvar 2021 ákvörðun

4. Fasteignagjöld og álagningarprósentur 2021

Félagsheimilið Árnes - rekstraraðili óskast

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir til leigu rekstur félagsheimilisins Árness frá og með vori 2021. Um er að ræða leigu á félagsheimilinu Árnesi og því sem fylgir. Í húsinu er framleiðslueldhús  og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 360 manns.  Umsóknum skal skila eigi síðar en 8. desember 2020 á netfangið kristofer@skeidgnup.is  eða í lokuðu umslagi merkt Árnes 2021.  Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Sími 486-6100. netfang: kristofer@skeidgnup.is

Tilnefningar til Menntaverðlauna SASS

Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna SASS 2020. Frestur rennur út á miðnætti 6. janúar 2021. Tilnefningar skulu berast á netfangið menntaverdlaun@sudurland.is og frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni sass.is

Nýr starfsmaður á skrifstofu sveitarfélagsins

Hrönn Jónsdóttir hóf störf sem fulltrúi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps 1. nóvember síðastliðinn. Helstu verkefni Hrannar eru skjalavarsla, greiðsla reikninga, upplýsingagjöf, símsvörun og annað tilfallandi.  Hrönn mun setjast í stól Kristjönu H. Gestsdóttur sem mun láta af störfum á næstunni eftir farsæl störf fyrir sveitarfélagið um árabil. Hrönn hefur lokið BSc. námi í ferðamálafræði og hefur auk þess stundað nám í Búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hrönn er ýmsum störfum vön og hefur síðastliðin ár verið verslunarstjóri Fóðurblöndunnar á Selfossi. Um tíma var Hrönn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Auk þess hefur hún meðal annars starfað í ferðaþjónustu, tómstundastarfi með ungmennum, stundakennslu, fiskverkun og í sláturhúsi. Hrönn er gift Gylfa Sigríðarsyni bónda og eiga þau saman tvö ung börn, þau stunda sauðfjárbúskap í Háholti. Við væntum góðs af störfum Hrannar og bjóðum hana velkomna til starfa.