Sveitarstjórnarfundur nr. 60 boðaður 02. maí í Árnesi kl.14:00

            

Boðað er til 60. fundar í sveitarstjórn
Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn
2. maí  2018  kl. 14:00. 

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

 Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Laus staða kennara í Þjórsárskóla.

Grunnskólakennara vantar í Þjórsárskóla
Kennslugreinar eru íþróttir í 1-7 bekk 9 kennslustundir ( sund ekki meðtalið)
Stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði í 1-2 bekk. 11. Kennslustundir.
Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð
í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða 75 % staða frá 1 ágúst nk.

59. sveitarstjórnarfundur boðaður 18. apríl í Árnesi kl. 14:00

            Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudag 18. apríl 2018                           kl. 14:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

 Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.

Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til
hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.
Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og
býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka
fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.
Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem
skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar.

Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr.
Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018.

Ítarlegri upplýsingar má finna á slóðinni www.sass.is/hugmyndasamkeppni
 

Gámasvæðin opin á sama tíma og verið hefur

Engar breytingar eru á opnunartíma gámasvæðanna. Opið í Árnesi:
Þriðjudaga  kl. 14 - 16
Laugardaga kl. 10- 12
BRAUTARHOLT
Miðvikudaga kl. 14- 16
Laugardaga  kl. 13 - 15

Beðist er velvirðingar á ranglega skráðum tíma,  að hluta, á Klippikortinu sem sent hefur verið á heimilin í sveitarfélaginu.

Uppsprettan 2018 - haldin 16. júní

Laugardaginn 16. júní verður byggðarhátíðin Uppspretta haldin  í Árnesi.  Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg að vanda og er undirbúningur í fullum gangi. Leikhópurinn Lotta verður á sínum stað,  sem og Brokk og skokk ásamt leiktækjum  og rétt er að vekja athygli á því að þennan dag verður fyrsti landsleikur Íslands í Hm í fótbolta og verður honum varpað á stóra tjaldið í Árnesi.  Fleira verður til skemmtunar sem kynnt verður nánar síðar.

Starfskraftur óskast við Félagslega heimaþjónustu

Velferðþjónusta Árnesþings óskar eftir starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu í Uppsveitum og Flóa. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Helstu hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða. Greitt  er samkv. kjarasamningum FOSS.

Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk.

58. sveitarstjórnarfundur boðaður 5. apríl 2018 kl. 14:00

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi 5. apríl 2018 kl. 14:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Umsagnir - styrkir

Samningar

Gleðilega páska

Starfsfólk Skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps færir íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem og öðrum bestu óskir um friðsæla og gleðilega páskahátíð.