Fundarboð 27. fundar sveitarstjórnar 4. september 2019

27. fundur Sveitarstjórnar. - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. september, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

11. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. grunnskólamál

12. Fundargerð 6. fundar skólanefndar 03.09. leikskólamál

Breyttur fundartími sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpuverjahrepps  fundar í fyrstu og þriðju viku mánaðar, á miðvikudadögum, eins og áður en fundirnir byrja kl. 08.30 Fundartímanum hefur verið flýtt um 30 mínútur.

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2019

Fjallskilum  fyrir Gnúpverjaafrétt hefur verið úthlutað. þau eru eftirfarandi.

Sandleit:   
Þjórsárholt: fjallkóngur Guðmundur Árnason
Eystra-Geldingaholt, trúss: Ólafur Jónsson
Steinsholt 1: Sigurður Loftsson

Kaldavatnslaust fram undir hádegi í Árnesveitu

Kaldavatnslaust er í Árnesveitu þessa stundina  sem er vegna bilunar á dælu í  Birkihlíð.  Viðgerð er hafin og ætti henni að ljúka örugglega fyrir hádegi í dag.

Álagningarskrár einstaklinga einungis lagðar fram til skoðunar á Skattstofum

Að gefnu tilefni er rétt að fram komi  að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að  álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var  lögð fram í dag,  19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.

Skólaakstur í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefst 26. ágúst.

Nemendur sem stunda nám í Fjölbrautarskóla Suðurlands geta nýtt sér skólaakstur sem verður í boði  frá Versluninni Árborg og niður á Sandlækjarholt í veg fyrir skólabíl á morgnana og heim aftur að loknum skóla. Mæting í Árborg ekki seinna en  07:20!

Valdimar Jóhannsson  sér um morgunaksturinn og Ari Einarsson seinni partinn.  Einnig geta aðrir sem hafa áhuga á nýtt  sér þessar ferðir.

26. fundarboð sveitarstjórnar 21. ágúst í Árnesi 2019 kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  21. ágúst, 2019 klukkan 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Gaukshöfði - Hugmyndir. Sigrún Guðlaugsdóttir mætir til fundar
2. Fjárhagsmál- Lántaka- viðauki við fjárhagsáætlun
3. Breyting á íbúð í Björnskoti. Vinnugögn - kostnaðaráætlun
4. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd.
5. Skipan varafulltrúa í Skólanefnd.

Ljósleiðarinn verður úti í ca 20 -30 mín. í nótt á milli kl.01:00 - 04:00

Viðskiptavinir á sveitaljósi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og  Þingborg finna fyrir rofi á öllum þjónustum í 20-30 mínútur á tilgreindu tímabili vegna uppfærslu og útskiptingu á kjarnabúnaði í Árnesi.Einnig munu heimakúnnar á sveitaljósi og Aðgangsleið 1 á Flúðum finna fyrir sama rofi.

Aðalskipulag 2017-2029 auglýsing - Gögn

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsti  tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins, þ.e. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga. Athugasemdafresti lauk þann 7. ágúst  en þeir sem hafa áhuga á að frekari upplýsingum, er bent á að hafa samband við skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið runar@utu.is .  Fundur verður haldinn bráðlega þar sem athugasemdir verða teknar fyrir og svarað.

Umsóknir um leit á Gnúpverjaafrétti haustið 2019

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti! Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Gylfa í  Háholti sími 869-1118 fyrir 20. ágúst n.k.

Skaftholtsréttir haldnar föstud. 13. september 2019  kl. 11:00.   - Reykjaréttir laugardaginn 14. september  2019 kl. 09:00