Fréttabréf nóvember komið út.
Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.
Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Starfsaðstaða er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.
Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri:
- vinnur undir stjórn skólastjóra og er tilbúinn að ganga í verk skólastjóra þegar á þarf að halda.
- ber ábyrgð á vissum þáttum starfsins, en hefur fyrst og fremst umsjón með fjölþættu og krefjandi
innra starfi skólans.
- sinnir m.a. launaútreikningi ásamt skólastjóra.
- er tengiliður við ýmsar opinberar stofnanir.
- hefur umsjón með nemendaskrá og kennaraskrá.
- kemur að gerð ársskýrslu.
- sinnir öðrum tilfallandi verkefnum sem skólastjóri felur honum hverju sinni.
Menntun- og hæfnikröfur
Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3).
Stjórnunarreynsla æskileg.
Gott vald á almennri tölvu-ritvinnslu.
Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaunum er kostur.
Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Fagmennska, metnaður og frumkvæði.
Hugmyndaauðgi og framsýni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
Upplýsingar veita Róbert A. Darling skólastjóri og Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 482
1717.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu Tónlistarskóla Árnesinga, Eyravegi 9 Selfossi, eða á netfang
skólans tonar@tonar.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt
er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins
Boðað er til 51. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :
1. Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.
2. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.
3. Rauðikambur ehf. Samingar um landsvæði í Þjórsárdal.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi.
Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn 10. nóv. á móti Dalvíkurbyggð. Anna Kristjana Ásmundsdóttir, Stóru-Mástungu 1, Bjarni Rúnarsson, Reykjum og Steinþór Kári Kárason frá Háholti taka þátt í leiknum og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpið að sjálfsögðu og styðja okkar fólk. Þar er nóg pláss keppnin hefst kl 20:00. Mæting í salinn ekki síðar en kl 19:30. Möguleiki ér á hópferð, Hafið samband við Kiddu eða Kristófer með það fyrir kl 13:00 föstudag.
Þeir sem hafa fengið boraðar holur fyrir lífræna úrganginn hér í sveitarfélaginu eru góðfúslega beðnir um að láta vita á skrifstofuna í síma 486-6100 eða kidda@skeidgnup.is ef vantar að gera nýjar fyrir veturinn. - Bendum einnig á að gott er að hella "ensími" ofan á úrganignn í holunni (fæst í Árborg) það flýtir mikið fyrir rotnun, þá endast þær mun lengur.