Lokun skrifstofu vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélganna

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 1. október  vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna en opið verður frá kl. 13:00  - 15:00. Lokað verður alveg föstudaginn  2. október af sömu ástæðu.

Haust og vetrarfrí fjölskyldunnar - Markaðsstofa Suðurlands

Nú fer að líða að haust- og vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, í flestum skólum eru haustfrí núna um miðjan október. Líkt og síðasta vetur ætlum við að leggja áherslu á Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar.

Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetarfríinu í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.

48. sveitarstjórnarfundur boðaður 30.09.2020 kl. 16:00 í Árnesi

Boðað er til 48. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  30. september, 2020 klukkan 16:00. Dagskrá

1. Úthlutun lóða:

2. Hraunteigur leiðrétting á landstærð og landskipti  2020

3. 202 fundur Skipulagsnefndar

4. 127 afgreiðslufundur Byggingafulltrúa

Smaladagur 26. sept og skilaréttir 27. og 28. sept í Skaftholtsréttum

Minnt er á almennan smaladag laugardaginn 26. september og skilarétt Gnúpverja verður í Skaftholtsréttum sunnudaginn 27. september kl 11:00.
Skilarétt Skeiða- og Fóamanna verður mánudaginn 28. september í Skaftholtsréttum kl. 11:00.
Á almennum smaladegi "skal smala heimalönd allra jarða og koma óskilafé í réttir " s.br. 28. gr. Fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna.

Félagsmiðstöðin Zero - starfsmann vantar í 60% starf

Starfsmann vantar í 60% starf til að hafa umsjón með starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Zero á Flúðum. Félagsmiðstöðin er rekin í samvinnu Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 25. september n.k.

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikud. 23.9.

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikudag 23. september, vegna veikinda - því miður. Vonumst til að allt verði eins og venjulega um helgina!

Með kveðju frá skrifstofunni.

Riff í kringum landið 17. - 23. september

Bílabíó í kvöld 21. sept á Hornafirði  og á morgun 22.september  2020  í Reykholti, Bláskógabyggð.

September fréttabréfið komið út

Fréttabréf septembermánaðar er komið út og kemur væntanlega  til okkar, í póstkassana, á morgun.  LESA HÉR

47. sveitarstjórnarfundur 16.09.2020 kl.16:00 - Fundarboð

Boðað er til 47. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  16 september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

1. Ársþing SASS 2020

2. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Almennt um göngur og réttir vegna COVID-19

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll
almannavarnir“
.
 Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.

 Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur
þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á
netfangið 
hrn@hrn.isSjá auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
 Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt
strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 200 manns.

 Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
 Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
 Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa
hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila
tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða