Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Ertu með frábæra hugmynd? Núna er aðeins vika þar til lokað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sæktu um fyrir 3. mars, kl. 16:00.
Kynntu þér nýjar áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins
www.sass.is/uppbyggingarsjodur

Óveður í aðsigi í nótt og á morgun

 Veðurstofa Íslands hefur nú síðdegis 13. febrúar uppfært viðbúnaðarstig upp á Rautt

Febrúar Fréttabréfið komið út

Fréttabréfið er komið út og úr ýmsu að moða. LESA HÉR  Hálendisböð, friðlýsing, heilsuefling, fréttir úr skólunum  og ýmislegt annað sem er á döfinni komið á prent. Blaðið ætti að koma með næstu póstferð í hús. Á fimmtudaginn.

Unmennaráðstefna 20. mars 2020

Ungmennaráð UMFÍ stendur nú í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. – 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?  Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.

Íbúafundur í Árnesi 10. feb. kl.14:00 um friðlýsingu Þjórsárdals

Í tilefni af áformum um friðlýsingu mennigarlandslags í Þjórsárdal blæs Minjastofnun Íslands til opins kynningarfundar um verkefnið í Árnesi þann 10. febrúar kl. 14:00. Friðlýsinginarskilmála má nálgast á heimasíðu Minjastofnunar www.minjastofnun.is og hér að neðan. Allir eru velkomnir á fundinn.

LÍFSHLAUPIÐ HÓFST 5. FEBRÚAR – ALLIR MEÐ Í LANDSKEPPNI Í HREYFINU!

Skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2020. Á ekki að vera með í ár, skapa skemmtilega stemningu í sveitafélaginu og koma á keppni milli stofnana og vinnustaða innan sveitafélagsins? Endilega hvetjið alla íbúa til að taka þátt og vera með í landskeppni í hreyfingu J

Lífshlaupið hefst formlega miðvikudaginn 5. febrúar en það er bara í næstu viku þannig dreifið endilega boðskapnum sem víðast. Stöndum saman og hvetjum landsmenn til heyfingar!

Sveitarstjórn 2018-2022. Fundarboð 36. fundar 5. febrúar

36. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 febrúar, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá