Hreinsunarátak í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.
Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.
Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.
Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.