Þrettándabrenna við Árnes 6. janúar kl. 20:30
Kveikt verður í brennu á gámasvæðinu við Árnes á þrettándanum 6. janúar kl. 20:30. Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs. Allir velkomnir.
Kveikt verður í brennu á gámasvæðinu við Árnes á þrettándanum 6. janúar kl. 20:30. Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs. Allir velkomnir.
30. desember opið 10—12 - 02. janúar 2017 opið eins og venjulega kl. 09—12 og 13—15. Opnunartímar skrifstofu eru mánudaga - fimmtudaga kl. 09 - 12 og 13 - 15 föstudaga kl. 09 - 12. Gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir það sem er að líða. Starfsfólk skrifstofu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir matráði sem fyrst í mötuneyti grunn- og leikskóla. Um tímabundna afleysingu er að ræða vegna veikindaforfalla. Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri sími 486-6100 og 861-7150. Netfang : kristofer@skeidgnup.is
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í Útleigu á félagsheimilinu Árnesi, tjaldsvæði við Árnes ásamt rekstri mötuneytis fyrir skóla og grunnskóla sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum og öðrum þeim gögnum sem vísað er til.
1. Kynning útboðs. Útboð þetta er auglýst á heimsíðu sveitarfélagsins, í héraðsblöðum og Morgunblaðinu á tímabilinu 17- 31 desember 2016.
Jæja, þá er síðasta Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps ársins 2016 komið út - lesa hér. Bendi á auglýsingu um kveðjuhóf til heiðurs þeim Gylfa og Pétri lækna okkar í Laugarási til fjölda ára á bls. 4 - Opnunartímar skrifstofu og auglýsing um þrettándabrennu á bls. 5 - Pistill sveitarstjóa bls.6 - Jólaball og Ný lög um húsaleigubætur á bls. 7 - Helgihald um jól bls 15. - og 36. fundargerð sveitarstjórnar á bls. 16 og fleira og fleira.
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 82,5% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 9. janúar eða eftir samkomulagi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.
Menntun og hæfniskröfur:
Meginverkefni:
Jólabaðið á Aðfangadag í Neslaug kl. 10:00 -14:00 ! Þá er frítt í sund, boðið upp á kaffi, djús og piparkökur! Tilvalið tækifæri til að minnka biðraðir á baðherbergið heima fyrir. Vonast til að sjá sem flesta. - Svo koma jólin!
Skeiðalaug verður lokuð annan í jólum, 26. desember. Neslaug opin 31. desember 10:00– 13:00
Boðað er til 36. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 14:00.
Dagskrá: - Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Síðari umræða.
2. Álagningarhlutfall Útsvars- og fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017. Síðari umræða.
Aðventukvöld verður haldið í Árnesi þann 4. desember kl. 20:00. Óskar sóknarprestur ávarpar samkomuna. Helgileikur nemenda Þjórsárskóla verður á sínum stað, fermingarbörn koma fram, kirkjukórar sóknanna syngja og barnakór. Hugvekju kvöldsins flytur okkur Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi. Samkomunni lýkur með kaffi, safa og smákökum. Njótum saman gleði og kærleika með börnunum, en ALLIR eru hjartanlega velkomnir.
Eins og áður var boðað var fyrirhugað að halda hóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 30. nóvember n.k. Þeir eru að láta af störfum sem kunnugt er. Ákveðið hefur verið að fresta kveðjuhófinu um sinn. Ný tímasetning verður tilkynnt síðar.
Undirbúningsnefndin.