Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi

Höfum opnað aftur  eftir sumarleyfið. Skrifstofa sveitarfélagsins er  nú opin eins og venjulega  frá kl. 09 - 12 og 13 -15 mánudaga til fimmtudaga og kl. 09 - 12 föstudaga.

Sveitarstjóri 

Raðhús í byggingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Í þéttbýliskjarnanum við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru hafnar framkvæmdir við byggingu þriggja íbúða raðhúss. Það er Hákon Páll Gunnlaugsson byggingameistari og fyrirtæki hans Selás-byggingar ehf, sem standa fyrir verkefninu. Framkvæmdir fara vel af stað og hefur Hákon þegar steypt sökkulinn. Byggingin telur samtals rúmlega 270 fermetra og er hver íbúð um sig um 90 fermetrar. Mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það má því ætla að íbúðirnar fyllist af fólki þegar þær verða tilbúnar til notkunar. Það er tæpur áratugur síðan byggt var síðast íbúðarhúsnæði í Árneshverfinu. Framtak Hákonar er fagnaðarefni.  Fleiri aðilar hafa sýnt því áhuga að byggja íbúðarhúsnæði í hverfinu. Auk þess eru í undirbúningi framkvæmdir við byggingu íbúða í hinum þéttbýliskjarnanum í sveitarfélaginu, Brautarholti.

Rafmagnslaust í Skeiða og Gnúpverjahreppi frá kl. 17 -18 í dag

Búast má við enn einum útslætti á rafmagninu  í dag frá kl. 17  - 18 í sveitarfélaginu vegna viðgerða. Vonandi verður það fullnaðarviðgerð.

Járnagámar fyrir stór verkefni

Það hefur tíðkast síðastliðin ár að íbúar sem sem standa í stórræðum fái járnagám til afnota heim á hlað án endurgjalds. Þetta á við þegar verið er að rífa hús eða standa fyrir stórfelldri tiltekt. Skilyrði er að tiltektin taki skamman tíma. Helst ekki lengri tíma en 3 daga. Auk þess þaf flokkun að vera til fyrirmyndar. Með þessu vill sveitarstjórn leggja áherlsu á fyrirmyndarumgengni.  Vinsamlega hafið samband við skrifstofu fyrir 9 júlí nk. ef hugur er á að leggja fram óskir sem þessar, eða sendið póst á skeidgnup@skeidgnup.is Sveitarstjóri

Upprekstur sauðfjár á afrétt Gnúpverja

Frá og með föstudegi 6. júlí næstkomandi er heimilt að fara með sauðfé á afrétt Gnúpverja.

Afréttarmálanefnd Gnúpverja

02. fundur sveitarstjórnar 4. júlí kl 9:00.

 Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 4. júlí  2018  kl. 09:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :