Skrifstofan lokuð 24. og 25. september

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi  verður lokuð dagana 24. -25 september  n.k. ( fimmtudag og föstudag.) vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélganna sem haldin er í Reykjavík. Starfsfólk skrifstofunnar sækir þá ráðstefnu. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426  eða 486-6118.  Ef erindi eru brýn er hægt að senda tölvupóst á kristofer@skeidgnup.is eða hringja í síma 861-7150. Einnig geymir heimasíðan www.skeidgnup.is upplýsingar um sveitarfélagið.

Almennur smaladagur 26. september 2015

Almennur smaladagur þann 26. september  og skilare´tt í Skaftholtsréttum 27. sept. kl. 10:00

Landeigendur eru minntir á 40. grein fjallskilasamþykktar sem áður var grein 41 í eldri samþykktinni,  þar segir m.a.“Hverjum bónda ber að hreinsa vel heimalönd sín af öllum óskilum við hverja almenningssmölun og halda öllu fé annarra sem best til skila”.  Sjá má fjallskilareglugerð í markaskrá, og eru landeigendur hvattir til að kynna sér hana.

Tafir á umferð fimmtudag, föstudag og laugardag

Dagana 10., 11. september verða óhjákvæmilegar tafir á umferð á vegi nr. 32  Þjórsárdalsvegi og  12. sept.  á vegi nr. 30  Skeiðavegi.  Fimmtudaginn 10. sept.  frá kl. 13 - 16 verða þeir sem eru að koma frá Búrfelli og ofar að vera á eftir fjárrekstri frá Fossárbrú og að Ásólfsstöðum en komast þá framhjá  frá  ca kl. 16– 18:30 en úr því er engan veginn hægt að fara fram úr  fyrr en við Fossnes um kl. 21:00. (Hjáleið er þó fær niður Landsveit með því  að fara yfir Þjórsá við Sultartanga.) 11. sept. Skaftholtsréttir.  Vegur lokaður frá Fossnesi að Skaftholtsréttum frá kl. 07:30 —12  ( hjáleið fær um Löngudælaholt, gamla þjóðveginn.) Kl. 16—20 lokaður vegur frá Árnesi að Reykjaréttum en tafir ef ekið er frá Reykjaréttum  í Árnes. Hjáleið Landsveit um Þjórsárbrú við Sultartanga.  12. sept. Reykjaréttir.  Tafir geta orðið á  vegi nr. 30 Skeiðavegi frá kl. 13 og eitthvað fram eftir degi vegna fjárrekstra bænda úr Reykjaréttum.

Seinni ferð STRÆTÓ fellur niður 11. sept. úr Árnesi

Seinni ferð Strætó  kl.16:22   Árnes -  Sandlækjarholt  - Árnes.  LEIÐ 76  fellur því miður niður  föstudaginn 11. sept vegna fárreksturs  á vegi nr. 32  Þjórsárdalsvegi.

Fréttabréf september 2015 komið út

Fréttabréf september  er komið út  lesið hér  þar eru auglýsingar um dansleiki, tónleika, Yoga, leikifimi og á bls. 3 er auglýsing fyrir ökumenn dagana 10., 11. og 12. september . En þá daga geta orðið verulegar tafið á umferð á  þjóðvegum nr. 30 og 32 Skeiðavegi og þjórsárdalsvegi þessa dag. Einnig auglýst á síðu Vegagerðarinnar og lögreglunnar ásamt auglýsingu í Dagskránni og  hér á heimasíðunni.  Fylgist  vel með því t.d seinnipart fimmtudagsins 10. sept er vegurinn svo að segja lokaður frá Haga  að Fossnesi til kl. 21:00 um kvöldið.

Gámasvæðið í Árnesi flutt

Gámasvæðið við Árnes hefur verið flutt.   Nú stendur það við E– götu vestan Suðurbrautar í  Árnesi. 

Opið eins og áður:  þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00   laugardaga  kl.  10:00 - 12:00

Gámasvæðið við Brautarholti er á sínum stað.  þar er opið:

miðvikudaga     kl .  14:00 - 16:00  

laugardaga    kl.   13:00 - 15:00

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni: 

Réttarball í Árensi 11. september kl. 22:00 -02:00

Réttarball verður haldið í Árnesi föstudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 22:00 - 02:00.        20 ára aldurstakmark. 2.500,- kr inn.