Gaukur kominn út
Gaukur júlímánaðar er kominn út, en framvegis kemur Gaukurinn út um mánaðarmótin og er sendur á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu. Júlí gaukinn má finna hér
Gaukur júlímánaðar er kominn út, en framvegis kemur Gaukurinn út um mánaðarmótin og er sendur á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu. Júlí gaukinn má finna hér
Hrægámurinn sem áður stóð við gámasvæðið í Brautarholti hefur nú verið verið færður og stendur nú á Heiðarhúsbala, rétt austan við Brautarholt, sunnan við veginn.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá og með mánudeginum 4. júlí og opnar aftur mánudaginn 25. júlí kl. 9.00
Bent er á að ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss í síma 8934426. Einnig er hægt að hafa samband við oddvita/sveitarstjóra í síma 779 3333.
Gaukurinn kemur út um komandi mánaðarmót - lumir þú á efni í Gaukinn þarf að koma því til okkar fyrir helgina á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is
Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarási
óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu.
Um er að ræða allt að 80 % stöðu, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Sameiginlegu grilli í Félagsheimilinu í Árnesi og brennu á bökkum Kálfár, sem vera átti í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
Ákveðið hefur verið að hafa sumaropnun í Skeiðalaug eins og hefðbundin vetraropnun, mánudaga og fimmtudaga 18:00-22:00.
Þjóðhátíðardagskrá 17. júní - Brautarholti
Frá kl. 11.30 Pizzavagninn og íssala 9. bekkjar Flúðaskóla verður á staðnum, ærslabelgurinn uppblásinn og pannavöllurinn klár (bolta þarf þó að koma með sjálfur)
Kl. 12.30 Koddaslagur í sundlauginni – allir hvattir til að taka þátt