Gaukurinn og skrifstofustarfsfólk sveitarfélagsins úr fríi

Á mánudaginn síðastliðinn opnaði skrifstofa sveitarfélagsins eftir þriggja vikna lokun v. sumarfría. Opnunartími skrifstofunnar er eins og áður 9-12 og 13-14 mánudaga - fimmtudaga og 9-12 á föstudögum. 

Stefnt er að útgáfu rafræna fréttabréfsins Gauksins í kringum 10. ágúst - ef fólk lumar á efni í Gaukinn má senda það á hronn@skeidgnup.is

Sumarfrí skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Eftir föstudaginn 2. júlí verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps lokuð í þrjár vikur og opnar aftur kl.8 mánudaginn 26. júlí.  Bent er á að hægt er að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss, í síma 893 4426. Ef erindi eru brýn er hægt að hafa samband við oddvita í síma 895 8432.  Næsti fundur sveitarstjórnar er á dagskrá miðvikudaginn 11. ágúst.  Vanti upplýsingar eða þjónustu við fjallaskála sveitarfélagsins (Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna eða Tjarnarver) má hafa samband við Gylfa í síma 8691118.