Skrifstofan er lokuð 27. des að öðru leyti venjubundin opnun.

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð 27. desember að öðru leyti eru venjubundinn opnunartími frá 09-12 og 13-  15. Gleðilega hátíð. 

Leikskólakennara í 60% stöðu vantar í Leikholt 29. janúar.

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  29. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er inn á yngri deildinni Heklu (1 árs til 2ja ára).

Gjaldskrá sorps 2018. Leiðrétting

Vegna mistaka er grein númer 4 í gjaldskrá sorpþjónustu 2018 ekki rétt í fundargerð frá 6 desember sl.og þar af leiðandi einnig röng í fréttabréfi.
Greinin er eftirfarandi :  
„Dýrahræ  40 kr kg.   Dýragámar verða inni á gámasvæðum. Óski menn eftir því að losna við hræ utan afgreiðslutíma  kostar það  12.000 kr. opnun. 
Lagt verður til að greinin verði formlega tekin fyrir á næsta fundi og bókuð að nýju.
Gjaldskráin að öðru leyti er komin inn á vefinn undir:  Stjórnkerfi/ Gjaldskrár 
 
Sveitarstjóri 
 

Fréttabréf desember komið út.

Fréttabréfið er komið út  og kemur í póstkassann  föstudaginn 15. desember. LESA HÉR  Lífsferill gallabuxna, fundargerðir sveitarstjórnar, auglýsingar, fréttir ofl. 

Fullkomin hreinsistöð tekin í notkun við Brautarholt

Föstudaginn 24 nóvember var tekin formlega í notkun skólphreinsistöð af fullkominni gerð við Brautarholt að viðstöddum góðum gestum. Stöðin mun þjóna þéttbýliskjarnanum í Brautarholti ásamt tjaldsvæði og gistiþjónustu sem þar er rekin. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita er aðalhönnuður mannvirkisins. Verktaki var Georg Kjartansson á Ólafsvöllum. Með tilkomu hreinsistöðvarinnar er stigið gott framfaraskref í umhverfismálum sveitarfélagsins. Næg afkastageta er í stöðinni til að mæta vexti á svæðinu. Frá hægri á myndinni má sjá Georg verktaka, Skafta oddvita, Börk verkfræðing og Kristófer sveitarstjóra kampakáta við hreinsistöðina.

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65 % starf

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf frá og með 1. janúar 2018.  
Í starfinu felast m.a. létt þrif, aðstoð við nemendur og gæsla í frímínútum. Við erum að leita að jákvæðri manneskju sem hefur gaman af því að vera með börnum í leik og starfi. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

            Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: