Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020
Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020. Bíllinn eru í sveitinni núna - þannig að það ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið.
Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020. Bíllinn eru í sveitinni núna - þannig að það ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið.
Ný umferðarlög taka gildi nú 1. janúar 2020 Lesa hér Ýmislegt hefur nú verið sett í lög sem áður var einungis reglugerð fyrir.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að taka að sér útgáfu fréttabréfs fyrir sveitarfélagið.
Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði að júlí undanskildum og er því ætlað að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra um þjónustu, fréttir og helstu viðburði í sveitarfélaginu. Fréttabréfinu er dreift án endurgjalds á öll heimili í sveitarfélaginu. Upplag 300-350 eintök. Áskrft er seld til íbúa utan sveitarfélagsins. Birting er á heimsíðu sveitarfélagsins.
Nýjasta Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út Lesa hér Þar er að finna auglýsingar mola úr fundargerðum sveitarstjórnar, leikskóla og grunnskólafréttir og ýmislegt annað.
Árnesi, 8 desember, 2019
33. sveitarstjórnarfundur - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 11 desember, 2019 klukkan. 16:00
Dagskrá
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Gjaldskrá 2020 loka umræða
2. Fjárhagsáætlun lokaumræða
Vakin er sérstök athygli á að næsti fundur sveitarstjórnar sem er nr 33. í röðinni, verður haldinn miðvikudaginn 11. desember kl 16:00.
Erindi fyrir fund þurfa að berast föstudag 6. desember.
Sveitarstjóri
Það var ljúf stemningin á aðventusamkomu í félagsheimilinu Árnesi þann 1. desember. Sr.Óskar sóknarprestur stýrði samkomunni af röggsemi. Sr Kristján Björnsson vísglusbiskup í Skálholti var ræðumaður, nemendur í Þjórsárskóla fluttu helgileik. Tilvonandi fermingarbörn fluttu einnig atriði. Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna sungu nokkra jólasálma. Sóknarnefndir buðu öllum viðstöddum upp á myndarlegt veislukaffi að dagskrá lokinni. Samkoman var fjölmenn, nánast húsfylli.