Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020

 Rúlluplastið verður sótt  í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020.  Bíllinn eru í sveitinni núna  - þannig að það  ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið. 

Ný umferðarlög taka gildi 1. janúar 2020

Ný umferðarlög taka gildi nú 1. janúar 2020 Lesa hér   Ýmislegt hefur nú verið sett í lög sem áður var einungis reglugerð fyrir.  

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps – útgáfa.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að taka að sér útgáfu fréttabréfs fyrir sveitarfélagið.

Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði að júlí undanskildum og er því ætlað að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra um þjónustu, fréttir og helstu viðburði í sveitarfélaginu. Fréttabréfinu er dreift án endurgjalds á öll heimili í sveitarfélaginu. Upplag 300-350 eintök. Áskrft er seld til íbúa utan sveitarfélagsins. Birting er á heimsíðu sveitarfélagsins. 

Desember Fréttabréfið komið út

Nýjasta Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út Lesa hér  Þar er að finna auglýsingar mola úr fundargerðum sveitarstjórnar, leikskóla og grunnskólafréttir og ýmislegt annað.

Fundarboð 33. fundar sveitarstjórnar 11.desember, 2019

Árnesi, 8 desember, 2019
33. sveitarstjórnarfundur - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  11 desember, 2019 klukkan. 16:00 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Gjaldskrá 2020 loka umræða

2. Fjárhagsáætlun lokaumræða

Næsti sveitarstjórnarfundur

Vakin er sérstök athygli á að næsti fundur sveitarstjórnar sem er nr 33. í röðinni, verður haldinn miðvikudaginn 11. desember kl 16:00.

Erindi fyrir fund þurfa að berast föstudag 6. desember.

Sveitarstjóri 

Aðventusamkoma í Árnesi

Það var ljúf stemningin á aðventusamkomu í félagsheimilinu Árnesi þann 1. desember. Sr.Óskar sóknarprestur stýrði samkomunni af röggsemi. Sr Kristján Björnsson vísglusbiskup í Skálholti var ræðumaður, nemendur í Þjórsárskóla fluttu helgileik. Tilvonandi fermingarbörn fluttu einnig atriði. Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna sungu nokkra jólasálma. Sóknarnefndir buðu öllum viðstöddum upp á myndarlegt veislukaffi að dagskrá lokinni. Samkoman var fjölmenn, nánast húsfylli.