Leikskólinn Álfaborg i Bláskógabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019.