Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri er andlit embættisins gagnvart þeim sem leita eftir upplýsingum eða þjónustu og ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
Starfslýsing
• Umsjón með útsendingu og móttöku reikninga
• Gerð uppgjörs í samvinnu við umsjónarsveitarfélagið
• Samskipti og uppgjör vegna sameiginlegs reksturs sveitarfélaga
• Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sveitarstjóra
• Undirbúningur ársreiknings
• Samskipti við þjónustuaðila s.s. vegna upplýsingatæknimála
• Umsjón með efni á heimasíðu og Facebooksíðu embættisins
• Innkaup á rekstrar- og viðhaldsvörum
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði viðskipta eða fjármála og/eða mikil reynsla af sambærilegum störfum
• Stjórnunarreynsla
• Þekking á skjalavörslu
• Sterk kostnaðarvitund
• Rík samskiptafærni og þjónustulund
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
• Góð íslenskukunnátta sem og góð færni í ensku
• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystems kostur
Umhverfis og tæknisvið Uppsveitanna (UTU) er skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa fimm hreppa í uppsveitum Árnessýslu og Ásahrepps í Rangárvallasýslu. Um nokkurra ára bil var tæknisvið hjá stofnuninni en nú er stafsemin eingöngu bundin við skipulags- og byggingarfulltrúa. Hjá embættinu starfa tíu manns og fer starfsemin að mestu leyti fram á Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á svæðinu og einkennir það starfsemi UTU umfram önnur skipulags- og byggingarembætti á landinu.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
UTU býður starfsmönnum: • Fjölbreytt starf • Náttúrufegurð allt í kringum skrifstofuna • Tækifæri til að sækja námskeið.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is - Umsóknarfrestur til og með 25. nóvember nk.