Lausar lóðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Í þéttbýliskjörnunum við Brautarholt og Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar lóðir. Í Árneshverfi eru níu rúmgóðar einbýlishúsalóðir tvær parhúsalóðir og tvær raðhúsalóðir lausar til umsóknar. Þær eru staðsettar við Hamragerði, Heiðargerði og Bugðugerði. Möguleiki er einnig á iðnaðarlóðum við jaðar hverfisins.