Kjörfundur 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti kl. 10- 18
Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á opnunartímum skrifstofunnar í Árnesi fyrstu viku ársins þ.e. mánudag - fimmtudags kl. 09 -12 og 13-15 og föstudaginn 8. jans kl. 9- 12. Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Einu nafni var hafnað, Vörðubyggð.