Fjallaböðin í Þjórsárdal
Fimmtudaginn 3. nóvember verður tekin fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal sem áætlað er að opni árið 2025.
Um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan í ægifögru umhverfi Þjórsárdals.
Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð.