Allar fréttir

Sunnudagur, 30. júní 2019

24. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 júlí, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

1. Fjárhagsmál - sjóðsstreymi viðauki við fjárhagsáætlun

2. Drög að samkomulagi um lóðarleigu við Reykholt Þjórsárdal

Fimmtudagur, 27. júní 2019

Þær voru líflegar umræðurnar um vegamál á opnum íbúafundi í Árnesi. Þar mætti ráðherra samgöngumála, þingmenn, umdæmisstjóri vegagerðar, logreglustjórinn, formaður samgöngunefndar SASS, ásamt góðum fjölda íbúa og annarra.

Fundargestir tóku margir til máls og létu í ljós skoðanir sínar umbúðaláust. Fummælendur fluttu mikinn fróðleik og svöruðu fyrirspurnum. 

Það sýndi sig að fundur sem þessi er þarfur. 

Fimmtudagur, 20. júní 2019

Umhverfisstofnun og Skeiða og Gnúpverjahreppur standa fyrir opnum fundi um friðlýsingu í Þjórsárdal í kvöld fimmtudaginn 20 júní kl 20:00. Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri friðlýsingamala hja Umhverfisstofnun heldur framsögu um verkefnið . Umhverfisstofnun og Skeiða og Gnúpverjahreppur

Mánudagur, 17. júní 2019

23. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  19 júní, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Heilsuefllandi samfélag

2. Hólabraut 5 beiðni um kaup lóðar

Fimmtudagur, 13. júní 2019

Sveitahátíðin ,, Upp í sveit " verður haldin 14- 17 júní næstkomandi. Þetta er hátíð íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ættingja þeirra sem og burtfluttra. Í boði verður ýmis konar afþreyging og leikir.

Við vonumst eftir góðri þátttöku íbúa og annarra.  

Meðal þes sem verður á boðstólnum er ratleikir, leikir og leiktæki í Brautarholti, hádegisverður í Bruatarholti með góðgæti frá Krongrís. Morgunverður í Árnesi, Brokk og skokk, handverk og hám, Bjrtmar Guðlaugsson, hljómsvieitin Slow Train. Fjósheimsókn og brekkusöngur. 

Fimmtudagur, 13. júní 2019

Fréttabréf júní 2019 er komið út. Því verður dreift á öll heimili í sveitarfélaginu ekki síðar en föstudaginn 14. júní.

Að vanda er af nægu að taka í fréttabréfinu. Lesið og njótið.

Fréttabréfið má nálgast hér

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Opnum fundi um vegamál í Árnesi er frestað til þriðjudags 25. Júní kl 20:00.

 

Þriðjudagur, 4. júní 2019

Vodafone þarf að framkvæma aðgerðir í Bruatarholti og taka þeir af netsamband í ca 10 mínutur miðvikudag 5. júní kl 8:30 til ca 8:40.

Mánudagur, 3. júní 2019

22. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 júní, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Mánudagur, 27. maí 2019

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Á þessu tímabili. 1- 17 júní, verður engin gjaldtaka fyrir sorp/úrgang á gámsvæðunum í Brautarholti og við Árnes. Auk þess verður opnunartími aukinn.

Pages