Allar fréttir

Miðvikudagur, 6. júlí 2022

Nú hefur verið fundinn nýr staður til reynslu fyrir hrægáminn í Árnesi. Gámurinn verður fluttur á plan sem er rétt austan við Mön, sjá staðsetningu á meðfylgjandi mynd.

Gámurinn verður fluttur í dag, miðvikudaginn 6. júní

Ný staðsetning á hrægám
Fimmtudagur, 30. júní 2022

Gaukur júlímánaðar er kominn út, en framvegis kemur Gaukurinn út um mánaðarmótin og er sendur á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu. Júlí gaukinn má finna hér

Íslenski fáninn
Miðvikudagur, 29. júní 2022

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá og með mánudeginum 4. júlí og opnar aftur mánudaginn 25. júlí kl. 9.00  

Bent er á að ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss í síma 8934426. Einnig er hægt að hafa samband við oddvita/sveitarstjóra í síma 779 3333.

Vanti upplýsingar eða þjónustu við fjallaskála sveitarfélagsins eru upplýsingar um þá og umsjónarmenn þeirra að finna hér á heimasíðunni: Fjallaskálar | Skeiða- og Gnúpverjahreppur (skeidgnup.is)

Vestur yfir Stóru-Laxá
Miðvikudagur, 29. júní 2022

Hrægámurinn sem áður stóð við gámasvæðið í Brautarholti hefur nú verið verið færður og stendur nú á Heiðarhúsbala, rétt austan við Brautarholt, sunnan við veginn. 

Gámurinn við Heiðarhúsbala
Fimmtudagur, 23. júní 2022

Gaukurinn kemur út um komandi mánaðarmót - lumir þú á efni í Gaukinn þarf að koma því til okkar fyrir helgina á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is

Fuglar
Þriðjudagur, 21. júní 2022

Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarási

óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu.

Um er að ræða allt að 80 % stöðu,  viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Hjónakorn á Vestfjörðum
Mánudagur, 20. júní 2022

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012

Teikning og skipulag
Sunnudagur, 19. júní 2022

Sameiginlegu grilli í Félagsheimilinu í Árnesi og brennu á bökkum Kálfár, sem vera átti í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. 

Varðeldur
Miðvikudagur, 15. júní 2022

Ákveðið hefur verið að hafa sumaropnun í Skeiðalaug eins og hefðbundin vetraropnun, mánudaga og fimmtudaga 18:00-22:00. 

Ný sveitarstjórn mun eftir sumarfrí auglýsa eftir öllum áhugasömum íbúum sem vilja taka þátt í að móta nýja framtíðarsýn fyrir Skeiðalaug.  Það liggur fyrir að fara þarf í miklar framkvæmdir til að laga húsnæðið og hefur sveitarfélagið fengið vilyrði frá arkitekt hússins til að gera nauðsynlegar breytingar á húsinu.  Markmiðið er að finna leiðir til að efla Skeiðalaug til framtíðar.

Blómin við Skeiðalaug
Þriðjudagur, 14. júní 2022

Þjóðhátíðardagskrá 17. júní - Brautarholti

Frá kl. 11.30  Pizzavagninn og íssala 9. bekkjar Flúðaskóla verður á  staðnum, ærslabelgurinn uppblásinn og pannavöllurinn klár (bolta þarf þó að koma með sjálfur)

Kl. 12.30        Koddaslagur í sundlauginni – allir hvattir til að taka þátt

Kl. 14.00        Hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Brautarholti

                        Fjallkonan

Íslenski fáninn

Pages