Allar fréttir

Þriðjudagur, 2. febrúar 2021

Á 52. sveitarstjórnarfundi sem haldinn var þann 9. desember var lokaumræða um fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2021. Búið er að uppfæra gjaldskrárnar allar hér á síðunni og má finna þær hér.

Hekla séð af Rangárvöllum
Mánudagur, 1. febrúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Viðhorf íbúa Minni- Mástungu við Hrútmúlavirkjun

2. Samantekt vinnu við sorpútboð

3. Aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands - drög

4. Tillögur að leikskólagjöldum

5. Fjárhagsáætlun 2021 viðauki

6. Drög að rekstrarafkomu 2020

7. Hrafnshóll íbúð boðin SKOGN

8. Erindi vegna eignar

Föstudagur, 29. janúar 2021

Umhverfis -og tæknisvið uppsveita birti þann 27. janúar sl. tvær auglýsingar um skipulagsmál. Annarsvegar er það hefðbundin skipulagsauglýsing með skipulagsmálum í Ásahreppi, Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá auglýsingu má finna hér.

Lok lok og læs
Þriðjudagur, 26. janúar 2021

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og  Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Seyrudreifing til landgræðslu
Laugardagur, 23. janúar 2021

Það er unnið að því að byggja veglega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Staðsetning er skammt frá Þjófafossi við Búrfellsskóg. Lokið hefur verið við uppsteypu brúarstólpanna.

Landsvirkjun kostar framkvæmdina sem móitvægisaðgerð. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra. Lögð er áhersla á að brúin og aðkoma að henni falli snyrtilega inn í landslagið. Allt bendir til að brúin verði tilbúin til notkunar í júní næstkomandi.

Þriðjudagur, 19. janúar 2021

Dagskrá fundar

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Kynning á Hrútmúlavirkjun

2. Leikholt -framkvæmdir vegna myglu

3. Fundargerð skólanefndar - leikskólamál

4. Samningur um leigu á húsnæði undir leikskóla

5. Tillögur að leikskólagjöldum

6. Fjárhagsáætlun viðauki 2021

7. Samningur um félagsheimilið árnes

8. Bókasafn - framtíð

9. Fréttabréf - útgafa

10. Holtabraut 21-23

11. Fundargerð 209 fundar Skipulagsnefndar

12. Fundargerð NOS 05.01.2021 13. 

Leikskólinn og félagsheimilið í Brautarholti
Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Skömmu fyrir jól greindist mygla í húsnæði leikskólans Leikholts. Í ljósi þeirra aðstæðna var það metið svo að ekki væri um annað að ræða en flytja starfsemina úr húsnæðinu. Nokkrir húsnæðiskostir hafa verið skoðaðir og metnir að undanförnu af því tilefni. Það var tekin ákvörðun um það síðastliðinn föstudag að flytja starfsemi leikskólans að Blesastöðum á Skeiðum í húsnæði sem áður hýsti dvalarheimili fyrir aldraða og hefur undanfarin ár hýst ferðaþjónustu. Núna um helgina hefur verið unnið af miklum krafti að flutningi á búnaði úr leikskólanum að Blesastöðum.

Leikskólinn Leikholt Ljósm khg.
Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Bókasafnið er lokað í kvöld 14 janúar.

 

Nánar um framhald bókasafnsins síðar 

 

Sveitarstjóri 

 

Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2021 er komið hingað á heimasíðuna undir Þjónusta - Sorpmál (Hér

Blessuð sólin elskar allt
Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Boðað er til 53. fundar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 13. janúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Trúnaðarmál

2. Leikholt- ráðstafanir vegna myglu

3. Þjónusta í leikholti

4. Fjárhagsmál - fjárhagsáætlun 2021  - viðauki

5. Samningur um rekstur Árness

6. Hrafnshóll - Nýjatún umsókn

Reyniberin hennar Kiddu

Pages