Allar fréttir

Miðvikudagur, 11. september 2019

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð  laugardaginn 14. september 2019 en fólk getur komið sem eins og venja er með lítilræði í gegnum gönguhliðin.

 

Handverk nemenda í Þjórsárskóla
Mánudagur, 9. september 2019

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 12. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.
Föstudaginn 13. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleið fær að hluta um veg nr. 325
Seinni part 13. september verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 18:00  frá Bólstað að Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit!

Flóa og Skeiðafé
Miðvikudagur, 4. september 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt öðrum landshlutasamtökum og Nýsköpunarmiðstö Íslands standa fyrir ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna fimmtudaginn 5. september kl. 9 – 13.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða og fjallar um fjórðu iðnbyltinguna. Hún verður haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Á Selfossi verður ráðstefnan á Hótel Selfossi en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið. (og misst af hádegisverðinum)

Minnisvarði um Sigurjón Rist vatnamælingamann við Hald við Tungnaá.
Sunnudagur, 1. september 2019

27. fundur Sveitarstjórnar. - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. september, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Brautarholt
Þriðjudagur, 27. ágúst 2019

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpuverjahrepps  fundar í fyrstu og þriðju viku mánaðar, á miðvikudadögum, eins og áður en fundirnir byrja kl. 08.30 Fundartímanum hefur verið flýtt um 30 mínútur.

Félagsheimilið Árnes
Þriðjudagur, 27. ágúst 2019

Fjallskilum  fyrir Gnúpverjaafrétt hefur verið úthlutað. þau eru eftirfarandi.

Sandleit:   
Þjórsárholt: fjallkóngur Guðmundur Árnason
Eystra-Geldingaholt, trúss: Ólafur Jónsson
Steinsholt 1: Sigurður Loftsson

Rekið inn í Skaftholtsréttir
Mánudagur, 26. ágúst 2019

Kaldavatnslaust er í Árnesveitu þessa stundina  sem er vegna bilunar á dælu í  Birkihlíð.  Viðgerð er hafin og ætti henni að ljúka örugglega fyrir hádegi í dag.

Sigurður Unnar Sigurðsson
Miðvikudagur, 21. ágúst 2019

Að gefnu tilefni er rétt að fram komi  að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að  álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var  lögð fram í dag,  19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.

Mynd eftir Katrínu Briem. Harðabakkakofinn.
Þriðjudagur, 20. ágúst 2019

Nemendur sem stunda nám í Fjölbrautarskóla Suðurlands geta nýtt sér skólaakstur sem verður í boði  frá Versluninni Árborg og niður á Sandlækjarholt í veg fyrir skólabíl á morgnana og heim aftur að loknum skóla. Mæting í Árborg ekki seinna en  07:20!

Valdimar Jóhannsson  sér um morgunaksturinn og Ari Einarsson seinni partinn.  Einnig geta aðrir sem hafa áhuga á nýtt  sér þessar ferðir.

Sveitarstjóri.

 

 

Reyniviðartré í blóma
Mánudagur, 19. ágúst 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  21. ágúst, 2019 klukkan 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Gaukshöfði - Hugmyndir. Sigrún Guðlaugsdóttir mætir til fundar
2. Fjárhagsmál- Lántaka- viðauki við fjárhagsáætlun
3. Breyting á íbúð í Björnskoti. Vinnugögn - kostnaðaráætlun
4. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd.
5. Skipan varafulltrúa í Skólanefnd.

6. Hugmyndir um notkun félagsheimilisins Árness.  

7. 181. fundargerð Skipulagsnefndar.14.08.19. Mál nr 20,21 og 22 þarfnast afgreiðslu

Skrifborð sr. Valdimars Briem sálmaskálds

Pages