Allar fréttir

Þriðjudagur, 7. september 2021

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Afréttamálanefnd Gnúpverjahrepps hefur reiknað út fjölda manna sem hver fjáreigandi má hafa við réttarstörf.

Kindareglan
Sunnudagur, 5. september 2021

Nýtt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal hefur tekið gildi. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annars vegar Stöng og nágrenni og hins vegar Gjáin. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið.

Gjáin Þjórsárdal
Fimmtudagur, 26. ágúst 2021

Lagt verður upp í sandleit miðvikudaginn 1. september og í eftirsafn miðvikudaginn 15. september. Fjalldrottning er Lilja Loftsdóttir í fjallsafni og foringi í eftirsafni Arnór Hans Þrándarson. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir. 

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 10. september og verður safnið rekið inn kl.11.00 - Eftir að búið er að draga fyrsta innrekstur verður gert 30 mínútna kaffihlé og næsti rekstur rekinn inn eftir það.

Innrekstur í Skaftholtsréttir
Fimmtudagur, 26. ágúst 2021

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefið út tímabundið starfsleyfi til hreinsunar og niðurrifs asbests í íbúðarhúsi í Breiðanesi, Skeiða og Gnúpverjahrepp. Starfsleyfið gildir frá 20. september - 20. október 2021. Athugasemdir við starfsleyfið þurfa að berast fyrir 15. september 2021

Starfsleyfið sem nú er auglýst má finna hér

Gamli blár
Mánudagur, 23. ágúst 2021

Boðað er til 66. fundar sveitarstjórnar miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 14.00 í Árnesi

 

Dagskrá

Mál til umræðu

1. Leikskólavist utan lögheimilis

2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

3. Samþykki um gatnagerðargjöld í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps

4. Reglur um úthlutn lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

5. Framtíðarsýn tjaldsvæðisins í Árnesi

Haustmynd
Föstudagur, 13. ágúst 2021

Þá er loksins kominn út Gaukur ágústmánaðar, litlu seinna en stefnt var að í upphafi, vonum að það komi ekki að sök. Hann má finna hér

Góða helgi

Hjálparfoss
Fimmtudagur, 12. ágúst 2021

Laust er 70% starf skólaliða við Þjórsárskóla í Árnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð skólaliða:

  • Gæsla í sundi og íþróttum.
  • Gæsla í frímínútum
  • Stuðningur inni í bekk

Umsóknarfrestur er til 13. ágúst

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Fimmtudagur, 12. ágúst 2021

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162 fyrir 19. ágúst næstkomandi.

Breytt fyrirkomulag verður á eftirsafni í ár. Farið verður af stað miðvikudaginn 15. september og komið heim sunnudaginn 19. september. Möguleg seinkun verður á eftirsafni ef veður verður óhagstætt.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hve marga smala þarf hvern dag í eftirsafn og hægt er að sækja um í samræmi við það.

Miðvikudagur 15. sept – 5 fjallmenn – Bjarnalækjabotnar

Fallegt fé að hausti
Miðvikudagur, 11. ágúst 2021

Aðal vatnslögn Kaldavatnsveitu Árness fór í sundur við framkvæmdir nú í morgun. Unnið er að viðgerð og ef hún gengur vel ætti safntankurinn að duga fyrir Árneshverfið. Mælst er þó til þess að fólk fari ekki í óþarfa vatnsnotkun, ef vera skyldi að viðgerð dragist á langinn. 

Dynkur í Þjórsá

Pages